Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 49
DV Helgarblað föstudagur 23. mars 2007 49
Sakamál
Vilja sporhunda feiga
Tveir sporhundar sem þefuðu uppi stóran lager af ólöglega
afrituðum geisladiskum og DVD-diskum í Malasíu hafa verið
fluttir á leynilegan stað. Ástæðan er sú að lögreglan telur sig
hafa heimildir fyrir því að eigendur lagersins hafi lagt fé til
höfuðs þeim. Ekki er vitað hversu há upphæðin er. Hundarnir
sem eru af Labrador-kyni starfa alla jafna í Bandaríkjunum en
eru í láni hjá yfirvöldum í Malasíu um þessar mundir.
Grit Reim fyrirgaf manni sínum að
hafa drepið barn sitt nokkrum sek-
úndum eftir að það kom í heiminn.
Í dag eiga þau saman þriggja ára son
sem getinn var í fangelsinu þar sem
maðurinn hennar, Christof Reim af-
plánaði dóm sinn.
Það var í ársbyrjun árið 2000 að
þýsku hjónin Grit og Christof Reim
komust að því að þau ættu von á
barni. Þau höfðu í sjö ár reynt ár-
angurslaust að eignast barn er nú
hafði það loksins tekist þrátt fyrir að
læknar hefður talið líkunnar á getn-
aði sáralitlar. Christof gladdist mjög
og hafði það fyrir sið að strjúka létt
um maga óléttrar konu sinnar þegar
hann kvaddi hana að morgni dags.
Leysti frá skjóðunni
Grit þóttist einnig vera ham-
ingjusöm en var það ekki endi vissi
hún vel að það var ekki Christof
sem var fað-
irinn heldur
ástmaður
hennar Axel
Meinitz. En hún hafði í þrjú ár átt í
leynilegu sambandi við glugga-
þvottamanninn Axel sem einnig var
giftur. Þetta olli henni miklu hugar-
angri en aldrei hafði hún dug í sér
að segja Christof sannleikann. Það
var ekki fyrr en komið var að fæð-
ingunni að Grit létti af hjarta
sínu.
Hún sagði Christof að hún vildi að
hann myndi klippa á naflastreng
barnsins en hann ætti líka rétt á
því að vita að hann væri ekki fað-
ir barnsins. Þessi tíðindi höfðu það
sterk áhrif að Christof man ekkert
að því sem síðar gerðist.
Kyrkti barnið
Til frásagnar um hörmulega at-
burði næstu mínútna eru aðeins
læknar og hjúkrunarfólk. Fyrir dómi
sögðu þau að Christof hafi gengið
að nýfæddu barninu til að klippa
á naflastrenginn eins og Grit hafði
beðið hann um að gera. En í stað
þess að taka við klippunum kyrkti
hann barnið og henti því svo í gólfið
og kallaði það barn djöfulsins. Barn-
ið dó nokkrum andartökum eftir að
það kom í heiminn. Sálfræðingar og
geðlæknar hafa vottað að Christof
hafi rambað á barmi sturlunnar á
þessari stundu og dæmdi dómari
hann í þriggja ára fang-
elsi. En saksókn-
arinn hafði farið
fram á fjórtán ára
dóm. Ástæðuna
fyrir svo mild-
um dómi
sagði dóm-
arinn vera þá
að foreldrar barns-
ins hefðu leikið tilfinn-
ingar hans grátt. Það væri þó ekki
afsökun fyrir því sem hann gerði en
líta yrði á málið í því samhengi samt
sem áður.
Studdi mann sinn
Eftir harmleikinn sleit Grit öllum
tengsl við ástmann sinn og var stoð
og stytta eiginmanns síns við rétt-
arhöldin yfir honum. Henni fannst
sem hún væri einnig sek um þenn-
an glæp. Heimsótti hún hann reglu-
lega í fangelsið þann tíma sem hann
sat inn og það var í einni heimsókn-
inni að hún varð ólétt á nýjan leik.
Þvert á spár lækna um að þau gætu
átt börn saman. Christof átti eftir að
afplána eitt ár þegar komið var að
fæðingu barnsins. Hann fékk þrátt
fyrir það að vera viðstaddur fæð-
inguna og klippa á naflastrenginn.
Fæddist þeim piltur sem skýrður
var Reinhard. Þegar hér var kom-
ið við sögu voru tæp tvö ár liðin frá
því að Christof hafði drepið lausa-
leiksbarn konu sinnar. Það barn var
nefnt Sonja og hvílir nú í kirkjugarði
í Berlín.
Hamingjusöm í dag
Í viðtali við danska blaðið Ude
og hjemme segir Grit að engin skuli
efast um að hún elski mann sinn og
hafi fyrirgefið honum allt því þannig
sé það í raun og veru. Christof segist
aftur á móti þakklátur því að muna
enn þann dag í dag ekki neitt eftir
atvikinu hræðilega. Þau segjast vera
hamingjusöm fjölskylda og elska
hvort annað mjög heitt, þrátt fyrir
hörmulega atburði. Atburði sem
hefðu vafalítið fengið öll
önnur hjón til að fara í
sitthvora áttina.
kristjan@dv.is
Myrtu dreng
Bandarísk hjón og þrjátíu og
tveggja ára sonur þeirra
misnotuðu kynferðislega sex
ára dreng
og myrtu.
Piltsins
hafði verið
saknað í tvær vikur áður en lík
hans fannst í síðustu viku.
Sonurinn fékk samkvæmt
fréttum hjálp frá foreldrum
sínum við að misnota
drenginn og drepa. Hann hafði
áður setið af sér tíu ára dóm
vegna kynferðisbrots og
fjölskyldufaðirinn hafði einnig
komist í kast við lögin vegna
álíka máls. Farið hefur verið
fram á dauðarefsingu yfir
fjölskyldunni.
Tekinn fyrir
barnaklám
Dómur verður kveðinn upp yfir
átján ára dönskum dreng í
næstu viku vegna mikils magns
af barnaklámi sem fannst á
tölvu hans. Viðgerðarmaður
sem hafði fengið tölvuna til sín
lét lögreglu vita af innihaldi
hennar og var drengurinn
ákærður í framhaldinu. Hann
neitar allri sök. Búist er við að
hann fá sekt sem samsvarar um
fimmtíu þúsund íslenskum
krónum. Tölvan sem hann
keypti fyrir fermingarpening-
ana sína verður gerð upptæk
samkvæmt frétt Ekstrablaðsins.
Bitin til
dauða
Sextug portúgölsk kona lést
eftir að hafa verið bitin af
fjórum rottweiler hundum.
Kona var á leið til vinnu þegar
hundarnir réðust á hana.
Lögreglan reyndi að stöðva
árásina með því að skjóta af
byssum sínum upp í loftið, en
konan lést af sárum sínum.
Lögreglan kannar nú hvort
eigandi hundanna hafði leyfi
fyrir þeim, en rottweiler er ein
sjö hundategunda sem þarf
leyfi til að halda. Hundarnir
bíða aflífunar.
Eignuðust nýtt barn
saman Eftir harmlEikinn
Þjóðverjinn Christof Reim myrti lausaleiksbarn konu sinnar nokkrum andartök-
um eftir að það fæddist. Hún stóð þó með honum í réttarhöldunum og meðan á
fangelsisvist stóð.
Hún sagði Christof
að hún vildi að hann
myndi klippa á nafla-
streng barnsins en
hann ætti líka rétt á því
að vita að hann væri
ekki faðir barnsins.
Í annað sinn á stuttum tíma, gerist
það rétt sunnan við landamæri Dan-
merkur og Þýskalands, að lík ung-
barna finnast. Í byrjun mars fannst lík
nýfædds drengs á bílastæðinu Acker-
ende við þjóðveg 201, milli Schuby og
Silbersted. Lögreglan í Flensborg hef-
ur ekki enn haft uppá móður drengs-
ins en hefur með DNA rannsókn
komist að því að hún er einnig móð-
ir nýfædds stúlkubarns sem á síðasta
ári fannst dáið í sorpflokkunarstöð í
Ahrenshöft.
Nýjasta málið er engu minna
óhugnanlegt. Í síðustu viku fann
þýska lögreglan lík tveggja ungbarna
í frystinum hjá einstæðri móður, í
bænum Wik sem er í úthverfi Kiel.
Lögreglunni hafði verið bent á að
konan hefði verið ólétt, en væri samt
ekki með barn. Í kjölfarið rannsak-
aði lögreglan íbúðina og fann ekki
bara eitt barn heldur tvö. Í því til-
felli var um að ræða stúlkubörn og
var önnur þeirra sennilega andvana
fædd á síðasta ári og sett í frystinn,
en hin fæddist í byrjun mars, en var
ekki langra lífdaga auðið og var einn-
ig sett í frystinn. Fólk í bænum er
mjög slegið vegna málsins og spyrja
hvernig móðirin hafi getað lifað með
þessu; þurfti hún ekki reglulega að
sækja mat í frystinn? Móðirin var í
hlutastarfi í herstöðinni í Olpenitz og
hefur búið í íbúðinni sem er tveggja
herbergja síðan í lok árs 2005. Hún
tók við íbúðinni af annarri einstæðri
móður, Gabriellu Levarlovski, sem
flutti í aðra íbúð í húsinu. „Ég þekkti
hana ekki náið. Við köstuðum kveðju
hver á hina ef við mættumst. Sem
einstæð móðir, veit ég hve erfitt það
er að komast af í Þýskalandi í dag,“
hafði Gabriella um málið að segja.
Móðirin hefur verið lögð inná geð-
sjúkrahús.
Óskiljanlegur verknaður
Lögga barði
barþjón
Lögreglumaður í Bandaríkjun-
um hefur verið ákærður fyrir að
ganga í skrokk á konu sem
afgreiddi hann á bar.
Lögreglumaðurinn var úti að
skemmta sér með félögum
sínum og var orðinn mjög
ölvaður þegar konan neitaði að
afgreiða hann. Það gerði hún að
sögn vegna þess að hann lenti í
slagsmálum við aðra viðskipta-
vini og reyndi að kaupa áfengi
þó hann væri orðinn auralaus.
Því tók hann illa og barði og
sparkaði í konuna. Yfirmenn
lögreglunnar í Chicago segja að
manninum verði vikið úr starfi
tímabundið meðan á rannsókn
málsins stendur. Hann er
grunaður um að hafa reynt að
múta og hóta konunni svo hún
drægi kæru sína til baka.