Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 23. mars 2007 39
Kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin. Árið var 1959 og norður á Ólafsfirði lá
fjögurra mánaða meðvitundarlaust stúlkubarn. Hún var með heilahimnubólgu
og læknirinn sem kom að skoða hana taldi henni ekki lífs auðið. En hún er enn í
fullu fjöri, svo miklu fjöri reyndar að nú, fjörutíu og sjö árum síðar, vakti hún
athygli fyrir að vera elsti keppandinn í söngvarakeppni í Smáralind.
Helgi bróðir kom einhverju sinni og
bað mig að skíra strákinn í höfuðið á
sér. Ég sagði að hann gæti bara sjálf-
ur látið sín börn skíra eftir sér. Svo
skírði ég Baldvin Örn og skömmu
síðar fórst Helgi. Í langan tíma átti ég
erfitt með að sætta mig við að hafa
ekki orðið við ósk hans. En ég sé ekki
Helga í einhverjum dýrðarljóma sem
hann á ekki skilinn. Oft er það svo
að fólk tjáir ekki hug sinn en sveip-
ar svo þá látnu dýrðarljóma. Ég mæli
með því að fólk fái alla þá jákvæðni
og plúsa sem það á skilið meðan það
er á lífi og getur tekið við því.“
Grátkór
Þótt hún virki töff, segist hún vera
meistari í að gráta.
„Ég má ekki sjá fótbrotinn hest
í teiknimynd, þá byrja ég að gráta!“
segir hún. „Þú ættir að vera hér þeg-
ar við mamma og Sigga dóttir erum
saman að horfa á sorglega mynd í
sjónvarpinu. Þá fengirðu sko að heyra
í grátkór! Um daginn flaug smyrill á
gluggann hjá mér og dó samstundis.
Þá grét ég. Fyrir viku var keyrt á hann
Huga minn fyrir utan hjá Jóa Fel og
líkinu kastað upp á umferðareyju.
Þá grét ég. Ég held að mér sé óhætt
að segja að ég sé sjálfri mér sam-
kvæm. Ég held mínu striki og finnst
lágmarksmannréttindi að fólki fái
að finnast það sem því finnst. Ég get
ekki breytt því hvaða augum aðrir líta
mig og ég áskil mér rétt til hins sama.
Ég elska fólk og dýr og ber mikla virð-
ingu fyrir lífinu.“
Við megum ekki nefna einu orði
söngvarakeppnina sem Inga var í.
Keppendur eru í fjölmiðlabanni fram
í lok apríl, en Inga segist þó hljóta
að mega koma á framfæri hér ham-
ingjuóskum til Einars Bárðarsonar
sem varð 35 ára á sunnudaginn.
„Ef ég má það ekki, þá má maður
nú bara ekki neitt!“ segir hún. „Hann
Einar minn er snillingur, goðið mitt
og ég verð að fá að óska honum far-
sældar í lífinu. Þótt hann sé svona
miklu yngri en ég, þá er hann miklu
snjallari en ég!“
Samkvæmisljón og lögmaður
Þegar Inga hóf þátttöku í söngv-
arakeppninni, segist hún hafa gert
það í flippkasti.
„Ég var í háskólanámi – ætlaði
að verða stjórnmálafræðingur með
stjórnsýslurétt sem sérfag,“ segir
hún. „Þá lenti ég í þessu mikla æv-
intýri og átti aldrei von á því að fara
á svið í Smáralind. Ég gerði því hlé á
náminu en ætla að halda því áfram
og tel alls ekki ólíklegt að ég eigi
eftir að verða lögfræðingur. Senni-
lega myndi ég velja að sérhæfa mig
í skaðabótamálum. Þá verð ég svona
lögfræðingur sem pikkar fast í trygg-
ingarfélögin og læt þau ekki múta
mér!“
Það er fátt sem minnir á ljónynju
í fari þessarar konu, sem fædd er í
Ljónsmerkinu. En hún segir ljónynj-
una blunda innra með sér.
„Ég er algjört ljón, en er orðið
skynsamt ljón. Helst hvæsi ég þegar
ég horfi á stjórnmálamenn sem haga
sér eins og þeir séu að búa til sjón-
varpsþátt alla daga. Klæða skoðanir
sínar í kjól og hvítt eins og almenn-
ingur þoli ekki að heyra sannleik-
ann. Og ég get orðið virkilega reið
þegar ég heyri af framkomu við aldr-
aða. Maður spyr sig hvert þjóðfélag-
ið sé að stefna þegar gamalt fólk sem
varið hefur lífinu saman fær ekki
einu sinni að vera saman á herbergi
á elliheimili!“
Ertu að segja hér að þú gætir tek-
ið upp á að fara í framboð?
„„Já, ég er kannski bara að segja
að ég fari í framboð eftir fjögur ár.
Sandkassaleikur fer í taugarnar á
mér og kannski þarf konu að norðan
sem sér hlutina í réttu samhengi til
að taka til! Lífsmottó mitt er að bjart-
sýni og bros bjargi deginum.“
En svo lumar hún á einu leynd-
armáli. Hún á flottustu karókígræj-
ur landsins og hefur tekið að sér að
skemmta í veislum.
„Já, blessuð vertu. Ég sé sko um
dinnertónlistina, tek að mér veislu-
stjórn og stjórna svo ballinu. Ég hef
verið í brúðkaupsveislum, stúdenta-
fermingar- og afmælisveislum og lít
aldrei á klukkuna. Minni veislustjórn
lýkur ekki klukkan þrjú. Henni lýkur
ekki fyrr en síðasta lagið hefur verið
sungið!“ annakristine@dv.is
DV-MYNDIR GÚNDI