Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 14
föstudagur 23. mars 200714 Fréttir DV „Það er ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut og fyrr en síðar mun Wilson Muuga menga fjörurnar,“ segir Grétar Mar Jónsson varaþing- maður Frjálslynda flokksins. Skipið Wilson Muuga er búið að vera fast í fjörunni við Sandgerði síðan 19. desember þegar það strandaði í ill- viðri. Að sögn Guðmundar Ásgeirs- sonar, framkvæmdarstjóra Nesskips, mun Wilson liggja áfram á sama stað. „Ég er bara æfur yfir þessu að- gerðarleysi,“ segir Grétar Mar Jóns- son, varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, og spar- ar ekki stóru orðin. Ástæðan fyrir því að ekki er búið að fjarlæga skipið er ágreiningur um ábyrgð Nesskipa, eiganda skipsins, og ríkisins. Þar er deilt um siglingalögin og vill Nesskip meina að það sé ekki þeirra að fjar- lægja skipið. Þegar hafa lekið 17 tonn af olíu úr skipinu í fjöruna en Blái Herinn hefur verið ötull við að hreinsa hana í samstarfi við Umhverfisstofnun. Fjaran er friðuð og mikið dýralíf á þessum slóðum. Gagnrýnir biðlund „Það er ótrúlegt að Umhverfis- stofnun og ráðuneyti séu ekki búin að hóta öllu illu til að koma þess- um óskapnaði í burtu,“ segir Grétar Mar, sem vill að stjórnvöld grípi til aðgerða sem fyrst. Hann segir ráðu- neytið hafa dregið lappirnar í þessu máli og þykir undarlegt að menn bendi á hvor annan þegar það er ljóst hver eigi að fjarlægja brakið. Að sögn Grétars er það tímaspurs- mál hvenær hafið muni brjóta skip- ið niður og þá mun það reka á land. Það gæti aftur á móti haft hörmuleg- ar afleiðingar fyrir lífríkið en fjaran er friðuð vegna litríks dýralífs sem þar þrífst. Púðurtunna að springa „Þetta er eins og að sitja á púður- tunnu með logandi eldspýtu,“ seg- ir Grétar og segir framtíð Wilson Muuga, verði ekkert gert, geta orð- ið hrikalega. Hann segir viðbrögðin ámælisverð og tekur sem dæmi Vik- artind sem strandaði fyrir nokkrum árum, þá hafi strax verið hafist handa við að rífa flakið. Þó er sá munur að Vikartindur fór alla leið upp í sand- fjöru en Wilson Muuga er fast rétt fyrir utan grýtta fjöru Sandgerðinga. Uppi hafa verið hugmyndir um að þétta yfirbyggingu skipsins og dæla lofti í það. Þá myndi það fljóta líkt og korktappi. Þá væri hægt að draga það á betri stað. Heppilegasti tíminn til þess, samkvæmt þeim sem til þekkja, er í lok mars og byrjun apríl. Ennþá mengunarvaldar Þó búið sé að fjarlæga meira eða minna allt sem getur mengað í skip- inu þá vill Grétar meina að hættur steðji samt að fjörunni, „það er enn- þá smurolía og glússi í skipinu sem getur valdið skaða,“ segir Grétar sem vill meina að enn sé mengun sem ógni umhverfinu í kringum Wilson Muuga. „Það er bara ekki hægt að sætta sig við það að ekkert sé verið að gera,“ segir Grétar en auk hugsan- legrar mengunar þá vill hann meina að skipið sé mikil sjónmengun fyrir þá íbúa sem búa í Sandgerði. Hefur ekki áhyggjur „Skipið gerir engum mein eins og er,“ segir Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Nesskipa sem á Wilson Muuga. Hann segir að það sé búið að fjarlægja allt það úr skip- inu sem getur mengað og blæs á full- yrðingar Grétars. Hann segir skipið standast mikinn brotsjó við Sand- gerði og hefur litlar áhyggjur af því að skipið muni riðlast í sundur af álaginu. „Allt tryggingarféið er búið að fara í hreinsunina,“ segir Ásgeir en það mun hafa verið 75 milljónir sem fóru í þær hreinsanir. Hann segir ekki enn ljóst hver eigi að fjarlæga skipið og segist Guðmundur enn bíða eft- ir niðurstöðu vegna lagalegra hliða málsins. Aðspuður hvort skipið verð- ur fjarlægt á næstu mánuðum segir hann: „Það verður allavega ekki gert á næstu vikum.“ VILJA WILSON ÚR FJÖRUNNI „Þetta er eins og að sitja á púðurtunnu með logandi eldspýtu.“ valur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Wilson Muuga skipið marar fyrir utan fjörur sandgerðinga eins og draugaskip. Varaþingmaður Frjálslynda flokksins á Suðurlandi, Grétar Mar Jónsson vill Wilson Muuga úr fjörunni í Sandgerði sem fyrst. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að draga lappirnar í málinu. Segir þau sitja á púð- urtunnu með logandi eldspýtu. Framkvæmdarstjóri Nesskipa, Guðmundur Ásgeirsson hefur litlar áhyggjur af málinu og segir skipið ekki vera til trafala enn sem komið er. Grétar Mar Jónsson Varaþingmaður frjálslynda flokksins vill Wilson muuga úr fjöru sandgerðinga og það strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.