Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 54
Menn vilja fá misjafnt út úr tölvu- leikjum. Sumir vilja ofbeldi, aðr- ir herkænsku, enn aðrir hraða og svo koll af kolli. Flest viljum við samt bara skemmtun. God Hand skemmti mér konunglega sem fyrsta flokks slagsmálaleikur. Leikmenn fara í hlutverk Gene sem hefur feng- ið einhverja náðargáfu og hefur guð- legu hendina. Mig grunar að eintak mitt af leiknum hafi verið hálfgall- að eða að í biðlundarlausri und- irmeðvitundinni hafi ég alltaf val- ið skip möguleikann, en ég hlýt að hafa misst af helling af cut-senum þar sem ég var lengi að átta mig á eiginlegum söguþræði leiksins. Þeg- ar ég svo loks skildi skensið áttaði ég mig á því að sögurþráðurinn væri hálf aulalegur. En það skiptir ekki máli, þar sem slagsmál hafa sjald- an verið jafn skemmtileg og í God Hand. Menn vinna sér inn öflugri brögð því lengra sem líður á leikinn og svo er hægt að stilla eigin flétt- ur, eða combo. Þannig getur mað- ur alltaf sett bestu brögðin saman, eða auðvitað tekið vísindalegri nálg- un og raðað saman réttum spörkum við rétt högg og þess háttar. Útlit og andrúmsloft leiksins minnir mikið á Devil May Cry, sem er í góðu lagi. Helst kvarta ég undan undarlegu sögusviði, óræðum stað sem minn- ir á villta vestrið. En persónulega kýs ég að berja mína djöfla í stórborg- um. Þeir sem hafa gaman af góðum slag munu elska God Hand, en aðr- ir mega skríða undir rúm, bíta sig í fingurna, gráta í kortér og finna sjálf- an sig með því að spila Sims í 18 sól- arhringa samfleytt. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 23. mars 200754 Helgarblað DV leikirtölvu def Jam Icon - PS3/XboX360 the godfather Blackhand Edition - Wii dungeon & dragons - tactics - PSP ancient Wars: sparta - PC fight Night round 3 - PS3 Kíktu á þessa leiKjatölvur God Hand Slagsmálaleikur PS2 tölvuleiKur Fantagóður slagsmálaleikur H H H H H God Hand Einfaldur, en afar fullnægjandi slagsmálaleikur. Playstation 3 kemur út í dag, eða reyndar á miðnætti í gær. Tölvan er útspil Sony í þriðju kynslóð leikjatölva. Hún keyrir leiki sína áfram á blu-ray tækninni, en leikir hafa sjald- an litið jafn glæsilega út. Ofan á allt er svo tölvan líka DVD-spilari, sjónvarpsflakkari, harður diskur og hægt er að fara á netið í henni. Playstation 2 selst enn vel Tímaritið Forbes hefur fylgst afar vel með sölustríði leikjatölva í bandaríkjunum. Í febrúar varð mikil sprenging í sölu leikjatölva. Nintendo Wii vann stríðið með 335 þúsund vélar seldar en þar á eftir kemur Playstation 2, en um 295 þúsund eintök af tölvunni voru seld bara í Febrúar. Í þriðja sæti er Xbox360 með 228 þúsund eintök seld og í því þriðja PS3 með 127 þúsund eintök. Sérfræðingar hafa spáð því að PS2 taki annað stökk í sölu í mars, en þá kemur út leikurinn God of War 2, en hann kemur aðeins út á Playstat- ion 2. ný tegund tölvuleikja tölvufyrirtækið stardock Entertainment sem framleiddi meðal annars hina sívinsælu galactic Civilizations leiki, eru með nýjan leik á leiðinni. segja forkólfar fyrirtækisins að leikurinn, sins og a solar Empire sé sá fyrsti sinnar tegunar. En leikurinn gerist allur í rauntíma og þurfa menn bæði að byggja upp farsæl þjóðríki á framandi plánetum, safna auðlindum, taka þátt í stjórnsýslu og há blóðug stríð við þá sem í vegi þínum verða. sérstakt beta-test af leiknum kemur á netið þann 27.mars. Betri god- father á Wii Godfather blackhand Edition kom út á Nintendo Wii í vikunni. Leikurinn hafði áður komið út á Playstation 2 og biðu margir spenntir eftir því hvernig stýringar Wii myndu aðlagast leiknum. Athygli hefur verið vakin á því að nú geta menn slegist með hreyfiskynjandi fjarstýringum Wii og segja gagnrýnendur að sjaldan hafi tekist jafn vel upp. Leikurinn er líka nokkuð frábrugðinn þeim sem kom út á PS2, en nú eru fleiri verkefni, fleiri bílar, vopn aðferðir, persónur og koll af kolli. Einnig kom út leikurinn Godfather The Dons Edition í vikunni, en hann spilast á Playstation 3. Í dag kemur út Playstation 3, ein fyrirferða-mesta og öflugasta leikjatölva sem kom-ið hefur út. Tölvunni hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda ástæða til. Tölvan var fyrst kynnt almenningi þann 16. maí árið 2005 á E3 tölvu- og tækniráðs- tefnunni. Tölvan keyrir leiki sína á Blu-ray tækninni. Blu-ray er tækni sem gerir það kleift að hægt er að geyma mun meira magn upplýsinga á einum geisladisk en áður var, sem þýðir að bæði kvikmyndir og tölvuleikir gefnir út á Blu-ray spilast í mun meiri gæð- um en áður þekkist, jafnvel meiri gæðum en HD. Vélin fæst í tveimur útgáfum, 20 gb og 60 gb en eini munurinn þar á er stærð harða disksins, inn í tölv- unni. Stýri- pinnar hafa ekki breyst mikið frá PS2, nema nú eru þeir þráðlausir og svo hefur L2 og R2 tökk- unum verið breytt lítillega. Styrkleiki PS2 lá fyrst og fremst í því hvað hún var ógurlega neytenda- væn og virðist nýja kynslóðin gefa henni ekk- ert eftir. Þá verður að taka skýrt fram að PS3 er miklu meira en bara leikjatölva en Sony menn vilja kalla hana Entertainment Center. Vélin keyr- ir DVD diska, jafnt og Blu-ray, en einnig er hægt að nota han sem „sjónvarpsflakkara“. En þar sem harður diskur er í tölvunni er hægt að fylla hana af einhverju niðurhöluðu góðgæti, löglegu auð- vitað, tengja svo beint í sjónvarp og horfa á. Þá er einnig hægt að geyma inni á tölvunni alls kyns skjöl, ljósmyndir og annað slíkt. PS3 tengist svo við netið og er hægt að kaupa sér bæði lyklaborð og mús til þess að auðvelda sér netráf. Seinna verða svo nýjungar á borð við Playstation Home kynntar, Home mætti helst líkja við MSN og Myspace í einu forriti, eða nokkurskonar sýnd- arveröld Playstation 3 eigenda. Fjöldi leikja kem- ur út samhliða vélinni, má þar helst nefna Fight Night Round 3, Def Jam Icon, NHL 2K7, NBA 2K7, Need for Speed Carbon og fleiri. Verð tölvunnar hefur verið mikið umdeilt en á tilboði með einni DVD mynd kostar hún um 67 þúsund krónur. En tölvan verður langlíf og ætti að veita neytendum allt sem þeir þurfa í stofuna, í einum pakka. dori@dv.is Playstation 3kemur út Í dag ÓTrúLEG GrAFÍk Tölvan styðst við blu-ray tækni sem býður upp á mun meiri gæði. Fjarstýringin. Hefur verið lítillega breytt, en er nú þráðlaus. Playstation 3 rosaleg græja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.