Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 26
föstudagur 23. mars 200726 Fréttir DV A ð margra mati er Sund- höllin við Barónsstíg sann- kallaður gimsteinn í mið- bæ Reykjavíkur. Hönnun mannvirkisins þykir einstök og sem ein af elstu sundlaugum borgarinn- ar hefur hún þjónað fjölmörgum íbúum afar vel, bæði sem sundstað- ur og ekki síst sem baðstaður á þeim tíma sem baðherbergi voru ekki al- mennur lúxus. Árlega heimsækja um 140 þúsund manns laugina og marg- ir þeirra eru þar daglegir gestir. „Þetta er dásamlegt hús sem ber vott um stórhug þjóðarinnar á þeim tíma sem það var byggt,“ segir Hauk- ur Haraldsson þar sem hann slakar á í öðrum heita pottinum eldsnemma dags. Haukur er einn af fastagest- um laugarinnar og tók þar sín fyrstu sundtök. „Það er gott að vera hér í þessu gamla og virðulega húsi en það vantar meiri virðingu fyrir þessu listaverki og menningarverðmæti sem Sundhöllin er,“ segir hann. Aðr- ir gestir heita pottsins taka undir og fussa yfir slæmri umgengni við hús- ið. „Húsið ber vott um slóðaskap nútímans í viðhaldi og varðveislu á gömlum húsum,“ segir Haukur. Pottsgestir jánka þessu og segja frá því að ýmsu hafi verið breytt í húsinu í krafti nýrra tíma. Búið sé að endur- nýja gamla trébekki með öðrum úr plasti, mála yfir gamlar flísalagnir og klastra inn í húsið alls konar hlut- um sem eiga ekkert heima þar. „Það þarf að halda húsinu við í þeim anda sem það var byggt í og gera hlutina eins og þeir voru gerðir hér áður fyrr,“ segir Haukur og bætir við að auðvit- að þurfi ætíð að horfa á þarfir nýrra tíma. Annar sundlaugargestur bend- ir á nýjasta dæmið um hlut sem ekki passar inn í sundhöllina, rafræn að- gönguhlið sem búið er að setja upp í afgreiðslunni. Þessi tölvuteljari er liður í samræmdu aðgöngumiðakerfi hjá sundlaugum Reykjavíkurborgar og er hann velunnurum sundhallar- innar þyrnir í augum. „Það er búið að skemma húsið og stórskaða á marg- an hátt með svona breytingum,“ seg- ir Haukur og bendir einnig á að ýms- ar skiltamerkingar í húsinu séu ekki heldur í takt við stíl þess. „Það er eins og það sé ekki settur nægur pen- ingur í reksturinn til þess að hægt sé að gera hlutina vel hér. Manni finnst alltof mikið um skyndilausnir í viðhaldi í stað vandaðra lausna sem hæfa anda hússins.“ Líflegur karlaklúbbur Fastagestir Sundhallarinnar sitja samt alls ekki bara í pottunum og kvarta yfir viðhaldi, síður en svo. „Nú erum við bara búin að tala um nei- kvæðu hliðar Sundhallarinnar en já- kvæðu hliðarnar eru líka ótalmarg- ar,“ segir Haukur og kliður fer um pottinn. Flestir sem þar eru hafa gert sundið að hluta af daglegri rútínu og geta ekki hugsað sér daginn án þess. Sundið gerir kroppnum gott og fé- lagsskapurinn hressir upp á andann. Laugin hefur sinn eigin karlaklúbb sem nefnist Sundhallarflokkurinn og er hressilegur félagsskapur. Formað- ur félagsins er Benedikt Antonsson en hann hefur verið fastagestur frá opnunardeginum árið 1937. Karl- arnir í klúbbnum hittast ekki bara í heita pottinum heldur fá þeir sér einnig reglulega kaffi saman, halda eigin árshátíð og standa fyrir vorferð á haustin. Í pottinum eru þjóðmál- in kryfjuð og jafnvel leyst. „Við erum samt ekkert mikið að tala um stjórn- mál því við komum hingað til þess að þrífa okkur svo við sleppum því að tala um þau,“ segir einn meðlimur hópsins Lárus Halldórsson og annar bætir við að það sé mottó hópsins að segja ekki orð af viti í pottunum og það gangi yfirleitt mjög vel. „Þess vegna eru engar konur í fé- laginu,“ segir varaformaður félags- ins Þröstur Ólafsson og félagar hans skellihlæja. Þótt það halli vissulega á kvenfólkið í lauginni svona snemma dags hafa konurnar sem stunda sundleikfimina á morgnana einnig sinn félagsskap og fá sér reglulega kaffi saman að sundi loknu. „Það þyrfti að koma upp lyftu hjá stigan- um sem fer niður í kvennabúnings- klefann. Það er svo erfitt fyrir marga að komast upp og niður,“ segir ein þeirra Kristín Hermannsdóttir en karlmennirnir eru fljótir að svara þeirri beiðni hennar. Konurnar séu velkomnar í klefann til þeirra, þeim sé alveg sama þótt karlaklefinn sé blandaður - og aftur hlær potturinn. Lager Bretanna Gestir Sundhallarinnar heim- sækja hana að mestu sér til heilsu- bótar en laugin hefur þó gegnt ýms- um hlutverkum í gegnum tíðina. Hún hefur verið vinsæl sem sviðs- mynd fyrir auglýsinga- og kvik- myndatökur, þar hafa verið haldnir tónleikar, sundmót og tískusýningar. Á tímum breska hersins er einnig tal- ið að laugin hafi verið nýtt sem lag- er af hernum. „Þegar ekki voru böð í heimahúsum í gamla daga þá kom fólk gagngert hingað til að komast í bað,“ rifjar Kristín upp. „Enn þann dag í dag þá kemur sama fólkið hér í bað á laugardögum. Það eru nefnilega alls ekki alls stað- ar komin upp baðaðstaða í þessum gömlu húsum hér í miðbænum.“ Talið berst að 70 ára afmælinu og þá kemur í ljós að fastagestir laug- arinnar höfðu áhuga á því að gefa Sundhöllinni afmælisgjöf. „Þeg- ar Sundhöllin var 50 ára þá gáfum við henni höggmynd úr bronsi eft- ir Helga Gíslason. Á 70 ára afmæl- isdeginum langaði okkur til þess að gefa glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð í gluggann hjá móttökunni en verkið var ekki þegið með tilvísun í húsfrið- unarlög,“ segir Haukur. Hann játar að sér finnist sú neitun skjóta skökku við þegar verið sé að setja upp ný- tískuleg blöndunartæki í húsið og tölvustýrð aðgangstæki. „Það er eins og það þurfi alltaf að stíga ofan á allt sem manni þyk- ir vænt um í krafti nýrra tíma. Það er þungt í okkur hljóðið vegna þessa. Ef húsið yrði gert upp með fullri reisn hefði það þvílíkt aðdráttarafl.“ Sundhöll Reykjavíkur fagnar 70 ára afmæli í dag og heldur upp á daginn með kaffi og kökum. Afmælisbarnið er verulega farið að láta á sjá og þyrfti á góðri andlitslyftingu að halda, eins og fasta- gestir Sundhallarinnar bentu Snæfríði Ingadóttur á í vikunni þegar hún skellti sér í pottinn með þeim. menningarverðmæti í niðurníðslu Sundhöllin Magnús Skúlason forstöðumaður Húsafriðunarnefndar: Bygging með sögulegt gildi „Sundhöllin er mjög merkilegt höfundarverk Guðjóns Samúels- sonar. Byggingin er í klassískum og módernískum stíl með íslensku ívafi og hefur gildi bæði sem varð- veisla á höfundarverki og út frá sjónarmiði byggingarlistar,“ segir Magnús Skúlason forstöðumaður Húsafriðunarnefndar. Húsið er ekki bara friðað að utan heldur er laugin sjálf einnig friðuð og umhverfi hennar sem og búningsklefarnir. „Auðvitað er búið að hræra heilmikið í hús- inu í gegnum tíðina en í búnings- klefunum hefur engu verið breytt nema þá að þar eru nú plastkoll- ar sem eru náttúrulega bara laus búnaður,“ segir Magnús. Hann er sammála því að viðhaldið í Sund- höllinni mætti vera betra en það sé erfitt fyrir Húsafriðunarnefnd að fylgjast með öllu og vera í einhverjum lögguleik. Aðspurður að því hvernig Húsafriðunarnefnd beiti sér í viðhaldsmálum friðaðra húsa segir hann að nefndinni beri skylda til þess að fylgjast með slíku. „Samkvæmt lögum geti nefndin látið laga það sem miður fer í viðhaldi og sent svo eigendum reikninginn en þessu ákvæði hafi reyndar aldrei verið beitt. „Sundhöllin tilheyrir okkar byggingararfleifð og það þarf heldur betur að passa upp á hana. Ábyrgðin er fyrst og fremst í höndum Reykjavíkurborgar sem hefur reyndar staðið sig ágætlega í þessum málum eða mun betur en ríkið á sínum eignum,“ segir Magnús. DV mynDir Ásgeir Hún á afmæli í dag sundhöllin fagnar 70 ára afmæli í dag en fögnuður fastagesta sundhallarinnar er mismikill. Þeir segja viðhaldi við bygginguna stórlega ábótavant og myndu vilja sjá andlitslyftingu á afmælisbarninu. Friðuð bygging Húsið er friðað að utan. Laugin er líka friðuð sem og búningsklefarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: