Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 38
föstudagur 23. mars 200738 Helgarblað DV Inga Sæland segist eiginlega ekk- ert mega vera að því að hitta mig þegar ég hringi í hana á laugardags- morgni. „Elskan mín, ég á eftir að ganga frá tólf eða þrettán skattskýrsl- um og svo þarf ég að komast sem fyrst til Kuala Lumpur!“ Sem betur fer nær hún ekki skatt- skýrslunum þessa helgi og þess vegna getur hún ekki neitað mér um að koma í heimsókn á fallegt heimili sitt í austurborginni. Kaffið fæ ég þó ekki fyrr en ég hef fengið hlýjar mót- tökur, fyrst frá kisunni Elísabetu og svo „franskt faðmlag“ frá Ingu sjálfri. „Ég er sko eins og Guðrún Á. Sím- onar!“ segir hún í miðju knúsi. „Nú á ég bara fjóra ketti, missti þann fimmta fyrir viku, en norður á Ólafs- firði átti ég þrettán kisur.“ Blind af völdum læknamistaka Inga Sæland er Ólafsfirðingur, fædd 3. ágúst árið 1959, næstyngst fjögurra systkina. Hún hefur alltaf kunnað að bjarga sér sjálf og þrátt fyrir að hafa verið alveg blind fyrstu tvö æviár sín, komst hún allra sinna ferða. „Ég fékk hlaupabólu og heila- himnubólgu upp úr henni,“ seg- ir hún þegar ég spyr um veikindin. „Mér var ekki hugað líf í tvo sól- arhringa og þegar læknirinn kom að líta á mig um kvöldmatarleytið á aðfangadag sagði hann að þetta væri vonlaust. Auðvitað voru þetta læknamistök – það voru til sýkalyf árið 1959, mér voru bara ekki gefin þau lyf. Ástæða blindunnar er sú að það varð skemmd í heilastöð og því ekkert hægt að gera.“ Hún ljómar þegar hún talar um æskuárin, jafnvel þótt hún hafi orð- ið fyrir mikilli stríðni og verið lögð í einelti. „Það er mitt mat að þegar krökk- um er strítt gerist annað tveggja: Annaðhvort dregur viðkomandi sig inn í skel sína og lokar sig af eða brýst út úr henni og það gerði ég. Ég tel mig lánsama að hafa alist upp á þess- um dásamlega stað sem Ólafsfjörður var, í kyrrð og fegurð fjallanna. Ólafs- fjörður minna æskuára er gjörólíkur þeim Ólafsfirði sem nú er.“ Inga segist aldrei hafa verið ein- mana og lét stríðni krakkanna ekkert á sig fá. „Ég fékk fyrstu gleraugun mín níu mánaða, sem gerðu auðvitað ekkert gagn því ég er með innan við 10% sjón,“ segir hún. „Auðvitað særði það stundum að vera kölluð „gleraugna- glámur“ og annað eftir því – en „sæl- jón“ þótti mér versta uppnefnið!“ segir hún og skellihlær. „Stýrðu nú ekki á sæljónið þitt!,“ sögðu krakk- arnir.“ Inga Sæland fór í forskóla fimm ára gömul og kom heim með næst- hæstu lestrareinkunnina í bekknum. Pabbi hennar er enn að velta fyrir sér hvar hún hafi lært að lesa án þess að hann yrði þess var og hvernig sjón- skert barnið fór að þessu. „Ég lagði allt á minnið,“ segir hún og brosir hlýlega. „Amma bjó ná- lægt okkur og þar sem hún var alltaf vöknuð klukkan fimm á morgnana til að baka soðbrauð og kleinur skokk- aði ég til hennar á morgnana og hún kenndi mér stafina. Afi bar út Al- þýðumanninn sem var merktur með risastöfunum AM og mér hefur allt- af fundist þessir tveir stafir einhverjir þeir mikilvægustu til að kenna börn- um að lesa. Það er hægt að mynda svo mörg orð með stöfunum a og m. Það er nefnilega til sérstök tækni til að kenna krökkum að lesa en sú tækni er hvergi kennd í skólum. Það er bara „Ingu Sæland-tækni!“ Ég gat alltaf lesið með því að hafa nefið al- veg ofan í bókunum – og fyrir það var mér auðvitað strítt. Það var ekki fyrr en ég sýndi leiklistarhæfileika mína í skólaleikritinu í tólf ára bekk sem vinirnir tóku mig í sátt og svo náði ég að slá í gegn í fermingarferðalaginu. Þá var ég nefnilega sú með gítarinn sem kunni öll stuðlögin!“ Stalst í gítar bróður síns Gítarinn hafði hún fengið að láni hjá stóra bróður – Helga, sem var tveimur árum eldri. Í hann hafði Inga stolist endrum og sinnum og segir bróðurinn ekki hafa verið par ánægðan þangað til hann uppgötv- aði að hún kunni að leika á hann. „Helgi var í skólahljómsveitum og ég get sagt þér það að hann varð sko ekki glaður þegar hann komst að því að þegar hann var ekki heima væri ég að stelast í tólf strengja gítarinn hans! En þegar hann heyrði að ég gat spilað lag á gítarinn var hann sáttur. Ég samdi meira að segja fyrsta lagið og ljóðið mitt þegar ég var ellefu ára,“ segir hún, og þegar ég spyr hvort hún muni ljóðið ennþá, kemur það um- hugsunarlaust: „Það var vorkvöld eitt vorið kom með söng. yfir heiðarvötnin bláu. Hin háu töfrafjöll hnigna undan fargi þungu. Fuglar fylla loftið söng fögrum vorsins söng.“ Vann sextán tíma vaktir Helgi bróðir hennar var hljóm- sveitartöffari, lék með skólahljóm- sveitinni og síðar áttu þau systkinin eftir að troða upp á böllum á Ólafs- firði. „Það voru rosalega skemmtilegir tímar. Þá voru herrar eins og harm- onikkusnillingurinn Jón á Syðri-Á í hljómsveitinni, Helgi bróðir lék á trommur og ég söng. Ég var algjör orkubolti á þessum árum, vann í öldrunarþjónustunni Hornbrekku á næturvöktum, sinnti börnunum mínum á daginn og var á hljóm- sveitaræfingum á kvöldin.“ Inga byrjaði snemma að vinna fyrir sér og vann mikið. „Frá sjö á morgnana til ellefu á kvöldin! Þetta væri ábyggilega köll- uð barnaþrælkun í dag!“ segir hún skellihlæjandi. „Við fengum vinnu í frystihúsinu, fjórar skólasystur þegar við vorum ellefu ára og ákváðum að fyrir fyrstu útborgunina skyldum við kaupa okkur krembrauð og lakkrís. Það var hins vegar svo mikil vinna að fyrir launin gátum við keypt heldur betur meira en það. Ég nurlaði öllu saman og lagði inn á bók. Keypti mér gítar, hjól og gullhring með rauðum steini. Svo lánaði ég Helga bróður fyrir ægilega flottum mótorhjólatöff- arajakka – en þá vantaði hann líka fyrir hjólinu! Auðvitað endurgreiddi stóri bróðir mér svo síðar.“ Bróðir fórst í fárviðri Hún var hænd að Helga. Það varð henni því gríðarlegt áfall þegar hann drukknaði að sumarlagi árið 1988. „Það er svo lýsandi fyrir Ísland hvað getur gerst,“ segir hún alvarleg í bragði. „Hvern myndi óra fyrir því að 26. júlí komi átta til tíu metra háar öld- ur, snjókoma, slydda og brjálað veð- ur? Það gerðist þennan dag og Helgi bróðir og Gulli vinur hans drukkn- uðu. Helgi var 31 árs. Mín leið út úr sorginni var fyrst afneitun. Ég hélt fast í þá trú að hann væri bara úti á sjó eins og svo oft áður og hélt dauða- haldi í það sem mér stóð næst, mann- inn minn og börnin.“ Fyrri eiginmann sinn Óla Má Guð- mundsson hafði Inga þekkt alla ævi. Mæður þeirra voru góðar vinkonur og þau bjuggu við sömu götu. Einn galli var þó á þeim ágæta manni. Hann var sex árum eldri en Inga og henni fannst hann algjör kvennabósi! „Þú getur rétt ímyndað þér hvern- ig fjórtán ára stelpunni fannst tvítug- ur maðurinn!“ segir hún hlæjandi. „Hann skyldi sko verða eini maður- inn sem aldrei yrði maðurinn minn. Það fór þó svo að þegar ég var átján ára sagði ég honum að ég myndi ekki vera með honum nema hann giftist mér. Við gengum í hjónaband í kirkj- unni á Ólafsfirði. Það var systkina- brúðkaup því Helgi bróðir og Helga konan hans giftu sig um leið.“ Inga og Óli Már eiga fjögur börn. Guðmundur, sem hefur unnið hjá Einingarverksmiðjunni en er að ná sér nú eftir aðgerð, fæddist þegar Inga var nítján ára, tveimur árum síðar mætti Einar Már, sem vinnur hjá Atl- anta í Kuala Lumpur, Sigga Sæland er þriðja í röðinni og vinnur á rann- sóknarstofunni í Domus Medica og yngstur er Baldvin Örn sem útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund von bráðar. Barnabörnin eru tvö, bæði að verða sex ára. „Við Óli Már reyndum tvisvar að flytja frá Ólafsfirði, en örlögin gripu alltaf í taumana og við enduðum aft- ur heima,“ segir hún. „Fyrst fluttum við suður til Reykjavíkur og höfð- um húsaskipti við konu í Breiðholt- inu. Hún varð ástfangin á Ólafsfirði og settist að þar. Þá fórum við heim. Síðan fórum við til Akureyrar þar sem Óli Már var í námi í rafeindavirkjun og þar var ég svo heppin að næsti ná- granni minn var glæsilegi herramað- urinn Kristján frá Djúpalæk. Við vor- um nýflutt inn þegar bankað var á dyr og inn gekk þessi glæsilegi maður. Hann bauð okkur velkomin og spurði hvort við værum áskrifendur að ein- hverju blaði. Það hafði verið til siðs í húsinu að fólk skiptist á blöðum. Það var því eiginlega hann sem var ábyrg- ur fyrir því að ég fór í fyrstu keppnina sem söngkona í Reykjavík.“ Sigurvegarar sitja ekki heima Þá keppni sá Inga auglýsta í Morgunblaðinu. Karókíkeppni í Öl- veri í Glæsibæ. Inga hringdi í núm- erið sem gefið var upp til skráning- ar. „Ágúst Héðinsson varð fyrir svör- um og sagði mér að því miður væri skráningu lokið. „Hvað, þú lætur nú ekki sigurvegarann sitja heima!“ sagði ég og hann tók áskoruninni og skráði mig í keppnina. Og ég sigr- aði!“ segir hún og hlær við endur- minninguna. Árið var 1991 og þá fór Inga í fyrstu utanlandsferðina sína. Sú ferð var farin til Spánar og þar fann Inga sér vinnu við að syngja á bar. „Þetta var á Mallorca og síðar þegar ég heimsótti mömmu í sum- arhúsið hennar á Alicante-svæð- inu sótti ég um að syngja á bar þar. Sá maður sagðist ekki hafa neitt fyr- ir mig, svo ég réði mig á barinn við hliðina á. Þar var alltaf troðfullt!“ segir hún og hláturinn ómar um íbúðina. „En eftir þetta varð ekki aft- ur snúið, ég varð alveg sjúk í að ferð- ast. Ég var svo heppin að fá vinnu hjá kvikmyndagerðarfélaginu Zink og ferðaðist víða með þeim við gerð heimildarþátta. Þannig fékk ég tæki- færi til að heimsækja Rio de Janeiro í Brasilíu og Suður-Afríku. Það var ógleymanleg upplifun en það sem ég tók mest nærri mér var að sjá öll ljóshærðu og bláeygðu börnin í Ríó sem stóðu betlandi meðfram veg- unum. Segir manni kannski eitthvað um heimsóknir Evrópubúa á þessar slóðir?“ Leiðir Ingu og eiginmannsins Óla Más skildi fyrir sjö árum. Hún segir þau þó „bestu vini í heimi“ og bæt- ir við. „Ég hef aldrei getað skilið það hvernig fólk sem elskar hvort ann- að út af lífinu, á saman börn og deil- ir saman tuttugu og fimm árum eða meira, getur allt í einu tekið upp á því að virða ekki hvort annað viðlits. Við Óli Már áttum yndisleg ár saman og ég get nefnt dæmi sem lýsir honum vel. Það sem háði mér miklu meira en blindan var að ég er algjörlega lit- blind. Ég slæ heimsmet í litblindu. Svo viðkvæm var ég fyrir því að við Óli Már höfðum verið gift á annað ár þegar til ég trúði honum fyrir því. Fimmtán árum síðar var hann enn að spyrja mig álits um liti á málverk- um sem hann var að mála!“ Faðmar að sér ókunnugt fólk Inga hafði búið í tvö ár í Reykjavík þegar hún uppgötvaði að hún ætti rétt á að ferðast með leigubílum á vegum ferðaþjónustu blindra. „Það var verk Helga Hjörvars,“ segir hún. „En í tvö ár þvældist ég um allt með strætisvagni og sá aldrei númerið á vögnunum. Einu sinni ætlaði ég með fjarkanum en lenti í Hafnarfjarðarstrætó! Segðu svo að maður lendi ekki í ævintýrum.... Svo hef ég sest inn í bíla hjá bláókunn- ugu fólki og faðmað það,“ segir hún og hristist af hlátri. Inga Sæland er óskaplega glöð kona, það fer ekkert á milli mála. Sög- urnar sem hún segir eru ekki brynja til að komast af, henni er þetta eðlis- lægt. Sjálf segir hún að dauði bróður síns fyrir nítján árum hafi gjörbreytt sér. „Það urðu stakkaskipti á mér. Þá áttaði ég mig á því að maður getur aldrei kvatt neinn í þeirri vissu að maður sjái manneskjuna aftur. Yngsti sonur minn var nýfæddur þegar Bjartsýni og bros bjarga degi m Inga Sæland söng sig inn í hjörtu lands- manna í vetur. Hún á flottustu karókígræj- ur landsins, nemur í lagadeild Háskóla Íslands og segir ljónynjuna rísa upp í sér þegar vegið er að mönnum og málleysingj- um. Inga Sæland er hörkukona sem hefur ekki látið blindu aftra sér frá því að ná markmiðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: