Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 10
föstudagur 23. mars 200710 Fréttir DV
Spilltar pólitíSkar
embættiSveitingar
Spilling á Íslandi felst fyrst og fremst í pólitískum stöðuveitingum. Þetta er mat þeirra Garðars Sverris-
sonar og Ragnars Arnalds. Garðar telur að spillingin þrífist hér vegna þess að hvorki almenningur né
fjölmiðlar séu nægilega gagnrýnin á það sem fram fer. Ragnar segir spillingu vera landlæga frá fyrstu tíð.
Flokkslínur ráða spillingu á Íslandi,
hvort heldur sem um er að ræða
skipanir hæstaréttardómara eða
seðlabankastjóra, túlkunar á stjórn-
arskrá eða einkavæðingar ríkisfyr-
irtækja. Þetta kemur fram í máli
þeirra Ragnars Arnalds, fyrrverandi
ráðherra, og Garðars Sverrissonar,
fyrrum formanns Öryrkjabanda-
lagsins. Garðar Sverrisson bend-
ir á að sá bræðingur af fámenni og
fákeppni sem hér ríki greiði fyrir
spillingu og nokkur teikn séu um að
stærstu fyrirtækin í hverri grein hafi
með sér mun meira samráð en al-
mennt sé talið. Þessi stóru fyrirtæki
hafi mun sterkari tengsl inn í íslensk
stjórnmál en yfirleitt sé viðurkennt.
„Spillingin er hér landlæg og rekur
sig aftur í fyrstu tíð,“ segir Ragnar.
Ráðning hæstaréttardómara
„Ég tel að spilling á Íslandi liggi
fyrst og fremst í því hvernig stjórn-
málaflokkarnir ráðstafa embættum
til sinna manna,“ segir Ragnar Arn-
alds. Hann var þingmaður og ráð-
herra um árabil.
Ragnari eru hugleiknar ráðn-
ingar hæstaréttardómara og seðla-
bankastjóra. „Viðkvæmast af öllu er
þegar kemur upp í æðstu embætti.
Ég hef til dæmis haft efasemdir um
að ráðherra ætti að skipa hæsta-
réttardómarana. Mér finnst að það
þyrfti að vera einhver faglegur um-
sagnaraðili sem hefði þungt vægi
í þeim embættisveitingum,“ segir
hann.
Ragnar bendir á að í banda-
ríkjunum sé það þingið sem vel-
ur hæstaréttardómarana. Þar þurfi
þeir sem sækjast eftir starfinu að
svara spurningum þingnefndar,
jafnvel svo dögum skipti. „Ég
er ekki endilega að segja
að við ættum að notast
við þetta fyrirkomulag
hérna. Þetta sýnir
okkur hins vegar
það að marg-
ar þjóðir
hafa reynt
að tryggja
að það sé
ekki bara
einn póli-
tískt kjör-
inn ráðherra sem ræður.“
Ráðning seðlabankastjóra
Ragnar segir að ráðningar seðla-
bankastjóra hafi alltaf verið um-
deildar. „Hér myndi ekki einu sinni
duga að það væri þingkjörið ráð
sem tæki ákvarðanirnar. Það væri
líka varhugavert að stofnanirnar
réðu þessu sjálfar. Skynsamlegast
væri að notast við blandað ráð sem
skipað væri fagaðilum og fulltrúum
frá háskólanum í bland við fulltrúa
þingsins. Með því móti hefðum við
blandað ráð sem færi með tilnefn-
ingarvaldið,“ segir Ragnar. Hann tel-
ur að með þessu móti mætti reyna
að tryggja að hæfni manna ráði úr-
slitum í stað pólitískra skoðana.
Garðar Sverrisson segir að til
þess að losa stjórnmálin við rót-
gróna spillingu þurfi aðgangshörku
og gagnrýna hugsun, bæði
að hálfu almenn-
ings og fjöl-
miðla.
„Þetta er spurning um kúltúr og
prinsipp hjá okkur öllum,“ segir
Garðar.
Allir spila með
„Alvarlegasta spillingin í íslensk-
um stjórnmálum er léttúð manna
gagnvart eigin sannfæringu. Þrátt
fyrir skýr ákvæði stjórnarskrár étur
hver þingmaðurinn það upp eft-
ir öðrum að hann sé að spila í liði,
og tyggur síðan ofan í mann frum-
stæðustu líkingar úr boltaíþróttum,“
segir Garðar Sverrisson.
Hann segir að samstaða um
meginsjónarmið sé komin út í að
hafa eina og sömu skoðunina á öllu
milli himins og jarðar. „Þetta gildir
hvort heldur sem rætt er um túlk-
un á stjórnarskrá eða skilgreiningu
á klámi.“
Garðar telur að spilling fái þrif-
ist hér vegna þess að stjórn-
málasiðferðið sé litlu
skárra hjá almenn-
ingi og fjölmiðlum
en hjá stjórnmála-
mönnunum sjálf-
um. „Fjölmiðlarnir
fjalla því
miður of mikið um pólitíkina eins
og hvern annan íþróttakappleik þar
sem niðurstaða síðustu fylgiskönn-
unar verður mikilvægari en inntak
þeirra mála sem tekist er á um,“ seg-
ir hann.
Breytingar til batnaðar
Garðar bendir á að þó að fólk
tali sín á milli um spillingu þá megi
ekki gleyma því að á síðustu áratug-
um hafi orðið talsverðar breytingar
til batnaðar. „Hér hafa orðið marg-
víslegar umbætur á stjórnsýslu og
löggjöf, til að vinna gegn spillingu.
Það er til þess að gera stutt síðan að
ástandið var mun verra en það er
nú.“
Þessi skoðun Garðars stangast á
við það viðhorf Ragnars Arnalds,
sem telur ekki að
ástandið hafi breyst til batnaðar. „Í
fljótu bragði sýnist mér ekki að hér
hafi orðið miklar breytingar,“ segir
Ragnar. Hann telur þó að spilling
sé ekki ýkja útbreidd hér á landi og
bendir á að fá dæmi séu um mútur á
Íslandi, sem séu alþekkt vandamál í
mörgum löndum. Þessu er Garð-
ar ekki sammála. „Pukrið í kring-
um fjármál flokkanna segir allt sem
segja þarf. Hvort menn kalla það
mútusamband eða eitthvað annað
er meira spurning um málfarlegan
smekk,“ segir hann.
Engin sannfæring
„Spilling við stöðuveitingar,
sem erfitt er að fela, eru ein helsta
birtingarmynd þess að með meiri-
hlutavaldi séu menn fyrst og fremst
að næla sér í ákveðið herfang í stað
þess að vinna lífskoðunum sínum
brautargengi. Áður fór þetta hönd
í hönd, en nú er eins og vaxandi
fjöldi stjórnmálamanna kæri sig
alveg kollótta um eigin sann-
færingu,“ segir Garðar.
Garðar hefur jafnframt
áhyggjur af því að spill-
ing fái þrifist í skjóli
tengsla á milli fyrir-
tækja og stjórnmála.
Hann telur að sú fá-
keppni sem ræður
ríkjum á íslenskum
markaði opni leiðina
fyrir spillingu.
SiGtRyGGuR ARi jóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Garðar Sverrisson „alvarlegasta spillingin í íslenskum stjórnmálum er léttúð manna gagnvart eigin sannfæringu,“ segir
garðar. Hann telur að bæði almenningur og fjölmiðlar þurfi að þróa með sér meiri aðgangshörku og gagnrýnari hugsun.
spillingin þrífst hér vegna þess að fólk leyfir henni að viðgangast.
Ragnar Arnalds „Ég tel að spilling á
Íslandi liggi fyrst og fremst í því
hvernig stjórnmálaflokkarnir ráðstafa
embættum til sinna manna,“ segir
ragnar.
Pólitískt ráðnir seðlabankastjórar ráðningar tómasar Árnasonar, Birgis Ísleifs
gunnarssonar, steingríms Hermannssonar, finns Ingólfssonar og davíðs Oddssonar voru
allar af pólitískum toga. skipunarbréf davíðs Oddssonar var þegar tilbúið og afgreitt frá
Halldóri Ásgrímssyni þegar davíð tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórnmálum.
hæstiréttur Íslands stöður hæstaréttardómara eru auglýstar lögum
samkvæmt. Lagt er mat á það í hvert skipti hver umsækjenda er hæfastur.
Engin kvöð er þó á dómsmálaráðherra að fara eftir þessum ráðleggingum.
Þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón steinar gunnlaugsson voru báðir
teknir framfyrir Hjördísi Hákonardóttur, sem sótti um í bæði skiptin. Á end-
anum úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að brotið hefði verið á Hjördísi.
málið var leyst með samkomulagi við dómsmálaráðherra.
Seðlabanki Íslands staða seðla-
bankastjóra er ekki auglýst sérstaklega.
Engin óháður aðili gefur tilnefningar
og forsætisráðherra er frjálst að skipa
þann sem honum hentar.