Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 37
Menning Iður í Anima Bjarni Sigurbjörnsson opnar sýninguna Iður á morgun kl. 17 í nýjum húsakynnum Anima gallerís í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis og þrisvar verið tilnefndur til Carnegie- verðlaunanna. Bjarni er þekktur fyrir íburðarmikil málverk sem hann vinnur á plexigler. Með titli sýningarinnar er vísað til ýmisskonar kviðarholsmynda, kjarnasneiðmynda, eða líkamsvessa með öllum sínum fallegu litabrigðum. Lífið - notkunarreglur Leikrit Þorvalds Þorsteinssonar, Lífið - notkunarreglur, verður frumsýnt í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin er samvinnuverkefni Leikfélagsins og leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og Megas semur tónlist við verkið. DV Menning föstudagur 23. mars 2007 37 Tónlist og börn Félag tónlist- arkenn- ara og Félag leik- skóla- kennara standa í dag fyrir málþingi á Hótel Sögu undir yfirskriftinni: „Tónlistar- nám barna á aldrinum eins til sex ára - markmið og tækifæri - snertifletir tónlistarskóla og leikhúsa.“ Aðalfyrirlesari þingsins er dr. Regina Pauls, háskólaprófessor frá Þýska- landi og fjallar hún um tónlistaruppeldi og sköpun auk þess að ræða samvinnu tónlistarskóla og leikskóla. Á málþinginu verða jafnframt kynntar niðurstöður könnunar um fyrirkomulag tónlistar- kennslu í leikskólum. Erótískur Fjalaköttur Fjalakötturinn sýnir um helgina þrjár myndir japanska leikstjórans Tatsumi Kumashiro, en hann er jafnan talinn einn mikilvægasti leikstjóri Japans á áttunda áratugnum. Á sjöunda og áttunda áratugnum fór aðsókn að kvikmyndahúsum dvínandi í Japan og framleið- endur brugðu á það ráð að lokka fólk í bíó með opinská- um, kynferðislegum og ljósbláum kvikmyndum. Reglur um ritskoðun voru strangar og leikstjórar þurftu að vinna í kringum reglurnar. Úr urðu ýmsar frumlegar leiðir til að sýna kynlíf og allskyns sérkennilegar myndir, sem eru ekki endilega erótískar í grunninn þótt frásögnin sveigi inn á þær brautir til að þóknast framleiðendunum. „Við erum bara á síðustu metrun- um, rétt að klára að mála leikmynd- ina og búa okkur undir síðasta rennsli,“ segir Sigríður Lára Sigur- jónsdóttir, varaformaður leikfélags- ins Hugleiks sem frumsýnir í kvöld leikritið Epli og eikur. Verkinu lýsir Sigríður sem „gamanleik með söng- vum,“ en tónlist er yfirleitt áberandi í sýningum félagsins. Leikritið er eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem áður hefur samið nokkur verk fyrir Hugleik, þar á meðal Syst- ur, sem tekið var aftur til sýninga í haust vegna mikilla vinsælda og söngleikinn Kolrössu sem vakti fá- dæma lukku árið 2001. „Hún er al- ger snillingur þegar kemur að því að semja söngleiki,“ segir Sigríður og það er ljóst að hún er afar sátt við verkefnavalið. Raunar hefur leikfélagið úr fjölmörgum verkum að velja, þrátt fyrir að setja einungis upp frumsamin verk, sem sérstak- lega eru skrifuð fyrir Hugleik og í ár rata átta verk á fjalirnar. „Við höf- um þurft að velja úr verkum upp á síðkastið, svo mikil er framleiðslan og eigum til að mynda ein þrjátíu tilbúin stuttverk. Við erum einmitt að undirbúa stuttverkadagskrá sem verður flutt í Leikhúskjallaranum í næsta mánuði,“ segir hún. Það er því úr nógu að moða fyrir þennan öfluga leikhóp. Leikstjóri Epla og eika er Oddur Bjarni Þorkelsson en „verkið fjallar um ástir og áhugamál nokkurra einstaklinga sem tengjast ýmsum böndum,“ eins og segir í til- kynningu frá Hugleik um Epli og eikur. Leikritið er sýnt í Möguleik- húsinu við Hlemm. Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Epli og eikur í kvöld. Ástir og áhugamál Hugleiks GAMAnLEiKuR MEð SönGvuM Það er mikið sungið í sýningunni - þó sumir séu með fullan munninn Það er vitaskuld bara einn Laddi. Það þýðir þó ekki að Laddi sé einn. Laddi er nefnilega líka Eiríkur Fjalar og Saxi læknir. Hann er líka Þórður húsvörður og Elsa Lund og svo ótal margar aðrar persónur. Laddi er heldur ekki einn, í þeim skilningi að hann hefur heila þjóð á bak við sig og nú hafa nærri 20 þúsund manns keypt sér miða á afmælissýninguna Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu og hljómplatan Hver er sinnar kæfu smiður, sem kom út í janúar, sat mánuðum saman í fyrsta sæti Tón- listans yfir mest seldu plötur lands- ins. Hún féll naumlega í annað sæt- ið nýverið - tímabundið. vinsæll Laddi hóf leikferil sinn með Halla bróður sínum á áttunda áratug síð- ustu aldar, en þeir bræður tróðu upp um allt land með tónlistaratr- iði þar sem þeir hermdu eftir Spike Jones og vöktu gríðarlega lukku. Í framhaldinu fór Laddi að sjást æ oftar í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði og varð langvinsælasti gam- anleikari þjóðarinnar, fyrr og síðar. Laddi skapaði aragrúa af persónum sem þjóðin hreinlega dáði - og dáir enn ef marka má viðtökurnar í Borg- arleikhúsinu, því þar hefur Laddi sýnt 10 sinnum fyrir troðfullu húsi. Húsið verður áfram fullt, því það er uppselt á 15 sýningar til viðbótar og framleiðendur sýningarinnar segj- ast ekki hafa undan að bæta við. Frábærar viðtökur „Þetta er langt fram úr björt- ustu vonum, við bjuggumst ekki við svona frábærum viðtökum,“ seg- ir Ísleifur Þórhallsson, framleiðandi. Hann segir mjög sérstakt að fylgjast með sýningar- gestum. „Það er alveg magnað að sjá fullan sal af fólki veltast um af hlátri, bókstaflega,“ segir hann. Tóm hamingja Laddi var í örstuttu matarhléi frá æfingum í Borgarleikhúsinu þeg- ar blaðamaður náði tali af honum. Hann hafði þó smástund aflögu til að ræða velgengni sýningarinnar. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en gaman. Það er svo mikið stuð í saln- um og móttökurnar svo góðar. Þetta er bara tóm hamingja og æðislega gaman,“ segir hann. Laddi hefur, sem fyrr segir, leikið aragrúa af per- sónum og þær eiga flestar sinn stað í sýningunni. Ekki allar þó. „Þetta eru náttúrulega ekki nema rúmir tveir tímar þannig að einhverjir þurftu að mæta afgangi, það var bara hrein- lega ekki pláss,“ segir hann. Laddi starfar sem leikari hjá Borgarleikhúsinu um þessar mund- ir, leikur þar í tveimur sýningum og æfingar standa nú yfir á farsan- um Lík í óskilum eftir Anthony Nil- son. Framundan eru svo að minnsta kosti 20 sýningar af Laddi 6-tugur og sjálfsagt veitir ekki af að geta skipt verkum milli þess fjölda persóna sem Laddi á í fórum sínum. gudmundurp @ dv.is Laddi sýnir nú fyrir troðfullu húsi afmælissýninguna Laddi 6-tugur. Uppselt er á 15 sýningar til viðbótar og ekkert lát á vinsældum. Ekkert annað en gaman ERÍKuR FjALAR margar þekktustu persónur Ladda koma fram í sýningunni, þær komust þó ekki allar fyrir vegna plássleysis. TvæR úR TunGunuM Halli, bróðir Ladda leikur í sýningunni ásamt Eggert Þorleifssyni, steini Ármanni magnússyni og fleirum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: