Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 23
Það hefur verið ör kaupmáttaraukn-
ing og mikla atvinnu að fá. Það var
ekki í upphafi þessa tímabils.“
Skoðanakannanir ekki það
sama og kosningar
Í nýjasta þjóðarpúls Capacent
mælist Framsóknarflokkurinn með
10 prósenta fylgi, á sama tíma hefur
Sjálfstæðisflokkurinn að mestu leyti
haldið sínu fylgi. Hvað veldur því að
annar stjórnarflokkurinn tapar fylgi
en ekki hinn? „Í fyrsta lagi eru skoð-
anakannanir og kosningar ekki sami
hluturinn. Við höfum umboð 18%
kjósenda frá síðustu kosningum og
það umboð stendur enn. Rétt fyr-
ir síðustu kosningar mældumst við
í vönduðum skoðanakönnunum
með 12 prósenta fylgi en í kosning-
unum fengum við 18 prósent. Það er
þó greinilegt að við höfum lent miklu
meira í skotskífunni af hálfu stjórnar-
andstöðunnar sem beinir gagnrýni
sinni miklu meira að okkur heldur en
samstarfsflokknum í mörgum mál-
um. Og virðist það vera hluti af þeirri
herstjórnarlist að halda góðu sam-
bandi við stóra flokkinn til þess að
geta þar treyst á mögulegt samstarf
eftir kosningar,” segir hann og bætir
við: „Við höfum fengið mjög ósann-
gjarna gagnrýni en það þýðir ekkert
fyrir okkur að veltast upp úr henni,
heldur að mæta henni.“ Jón hefur lýst
yfir áhyggjum á framkvæmd ákveð-
inna skoðanakannana. „Við verðum
að gera okkur grein fyrir því að það er
misjafnlega unnið að þeim og meðal
annars hefur sjónvarpsmaðurinn Eg-
ill Helgason sagt að hann ætli ekki að
taka mark á nema vissum skoðana-
könnunum, því við sjáum að ólíkar
kannanir sem gerðar eru með stuttu
millibili, sveiflast mjög mikið og geta
því verið mjög ruglandi.“
Jón neitar því að fylgistap flokks-
ins megi rekja til ákveðinna mála-
flokka, en bendir á að flokkurinn
sé að gjalda fyrir það að hafa borið
ábyrgð á stjórnartaumunum í meira
en áratug. „Vissulega varð flokkurinn
einnig fyrir áfalli við það að tveir af
fremstu leiðtogum hans hurfu af vett-
vangi á síðasta ári. Mér, sem nýjum
formanni hefur ekki tekist að breyta
þeirri stöðu.”
Framboð eldri borgara enginn
áfellisdómur
Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd
harðlega í málefnum aldraðra og var
framboð eldri borgara og öryrkja lengi
á kortinu. Sú staða að þessir hópar hafi
hugað að sérframboði til Alþingis hlýt-
ur að vera viss áfellisdómur á frammi-
stöðu ríkisstjórnarinnar á þessu sviði.
Jón tekur ekki undir að svo sé. „Árið
1995 þá töluðu aldraðir ekki mikið
um tekjutenginguar lífeyrisbóta. Það
var vegna þess að það var ekki vinnu
að fá fyrir þennan hóp. Tekjutenging-
ar verða hins vegar brennandi við-
fangsefni þegar menn geta fengið
vinnu. Sannleikurinn er líka sá að rík-
isstjórnin gerði á síðasta ári víðtækt
samkomulag við Samtök aldraðra
sem felur í sér stærsta átak í málefn-
um aldraðra frá upphafi. Það eru sam-
tals um 30 milljarðar króna sem fara í
þessa uppbyggingu. Ef staða aldraðra
er skoðuð vel þá býr aðeins mjög lít-
ill hluti þeirra við skarðan hlut og við
höfum miklar áhyggjur af því. Nokkur
hluti aldraðra nýtur ekki fullra lífeyris-
bóta vegna þess að lífeyrissjóðakerfið
er ekki orðið fullmótað.”
Jón viðurkennir að ríkisstjórnin
hafi ekki brugðist nógu vel við að auka
heimaþjónustu fyrir aldraða og á liðn-
um tíma hafi hlutfallslega of mikið fé
farið í það að byggja upp stofnanir og
byggingaframkvæmdir.
„Framboð eldri borgara var ekki
áfellisdómur því undirtektirnar sem
það fékk var í rauninni órækur dóm-
ur um stöðuna. Óþreyja margra eldri
borgara er hluti af árangri ríkisstjórn-
arinnar sem kemur fram í því að við-
fangsefni tekjutengingar hefur ekkert
gildi nema það séu tekjur í boði. Þetta
deilumál er beinlínis árangur stjórn-
arstefnunar.”
Afturför og samdráttur í
atvinnulífinu
Framsóknarflokkurinn hefur verið
gagnrýndur fyrir að vera virkjana- og
stóriðjuflokkur Íslands. Með stóriðju-
stefnunni sé verið að fórna meiri hags-
munum fyrir minni og hagræn áhrif
af virkjana- og álversframkvæmdum
séu minni en gert hafi verið ráð fyrir.
Jón segir hins vegar að Framsóknar-
flokkurinn sé elsti umhverfisvernd-
arflokkurinn á landinu. „Við höfum
sterkar vonir um það og teljum okk-
ur hafa vissu fyrir því að álverið muni
styrkja byggðina á mið-Austurlandi til
muna. Hins vegar, þegar eitt vanda-
mál er leyst þá koma fleiri vandamál
upp. Í því samhengi nefni ég göngin
frá Eskifirði til Norðfjarðar, sem eru
alls ekki fullnægjandi fyrir það samfé-
lag sem þarna er í mótun. Það er mjög
mikilvægt að hraða framkvæmdum
í samgöngukerfi í landshlutanum á
komandi árum,” segir hann.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands fluttu fleiri íslenskir ríkisborg-
arar frá Austurlandi til höfuðborgar-
svæðisins, heldur en til landshlutans,
þrátt fyrir uppbygginguna. Jón seg-
ir að vissulega séu það vonbrigði ef
svo verði áfram, en bendir á að álver-
ið hafi ekki enn tekið til starfa og fyrst
núna muni verðmætasköpun fara
fram.
Jón gagnrýnir róttæka umhverfis-
sinna fyrir að vera með óraunsæ sjón-
armið. „Áköfustu umhverfisvernd-
arsinnar boða það núna að það eigi
að fresta framkvæmdum eða koma
í veg fyrir þær. Ef við förum inn á þá
braut þá veldur það samdrætti og
afturför í atvinnulífinu sem veldur
síðan minnkandi atvinnuframboði
og atvinnuleysi. Þegar það gerist, þá
kvikna hins vegar harðar kröfur um
framkvæmdir. Þetta leiðir til þess að
hagþróunin verður í rykkjum. Þá er
stöðugt verið að rykkja í og úr gír, eins
og á bíl með lélegum gírkassa. Það
getur verið hættulegt.”
Hann segir að andstaðan við stór-
iðjustefnuna tengist á vissan hátt
þeim árangri sem ríkisstjórnin hafi
náð á síðustu tólf árum. „Ef við lítum
á fólkið á Austurlandi og á Húsavík,
þá horfir það á stóriðjuuppbyggingu
sem atvinnutækifæri. Fólk á öðrum
svæðum er ekki að meta þessa upp-
byggingu á þennan hátt. Það leggur
áherslu á aðra þætti málsins vegna
þess að atvinnuskortur er ekki við lýði
á þeim svæðum. Í þessum skilningi
erum við að fást við góðan árangur
af okkar eigin stjórnun. Við þurfum
auðvitað að geta brugðist við því.”
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í
samtali við DV þann 16. mars að fylg-
is-tap Samfylkingarinnar megi rekja
til stefnu hennar í umhverfismálum.
Jón tekur ekki í sama streng og seg-
ist fagna aukinni umræðu um vernd-
un fallegrar náttúru. Hann boðar alls-
herjar sátt í þessum málaflokki. „Við
erum að beita okkur fyrir því að að
gera heildaráætlun um nýtingu og
vernd náttúru og auðlinda í einu og
sama hugtakinu. Ég lagði þetta fram
í lagafrumvarpi um breytingu á lög-
um um nýtingu og vernd auðlinda í
jörðu,” segir hann.
„Við leggjum ríka áherslu á að
þetta frumvarp nái fram að ganga.
Stjórnarandstaðan hindraði það hins
vegar fyrir þinglokin. Það skaðar ekki
frumvarpið sjálft því það gerir ráð fyr-
ir undibúningsvinnu til ársins 2010
og taki síðan gildi eftir það.“
Steingrímur J. Sigfússon kallaði
frumvarpið framvirka þjóðarsátt, en
bráðarbirgðarákvæði númer þrjú
fjallar um ákvarðanir á næstu fjórum
árum sem deilurnar snúast um.
Við teljum hins vegar ákaflega
óraunhæft að stíga of fast á brems-
urnar, það skekkir allar aðstæður í
efnahagslífinu. Við leggjum hins veg-
ar að sjálfsögðu áherslu á að það þarf
að raða framkvæmdum á skipulegan
og skynsamlegan hátt til þess að ekki
verði ofþensla í atvinnulífinu.”
Skattalækkunin ekki
kosningabrella
Jón segir að horfur í efnahag þjóð-
arinnar séu jákvæðar, verðbólgan
verði í haust í námunda við verð-
bólgumarkmið Seðlabankans og í
ljósi þess var virðisaukaskatturinn
af matvörum lækkaður úr 24,5 pró-
sentum í byrjun mánaðar. Jón þver-
tekur fyrir að skattalækkunin hafi
verið kosningabrella ríkisstjórnar-
innar rétt fyrir kosningar. „Þetta var
rétti tíminn til þess að framkvæma
þetta, því það er gagnslaust að gera
svona aðgerð þegar þensla er í toppi.
Það verður að gera slíkar breytingar
þegar efnahagsleg skilyrði eru fyrir
því að lækkunin berist örugglega til
neytenda.”
Reyndu að sprengja
ríkisstjórnina
Stjórnarskrárbreytingar ríkis-
stjórnarinnar um auðlindaákvæð-
ið svokallaða, ollu miklu fjaðrafoki
á síðustu dögum þingsins. Stjórnar-
andstæðingar gagnrýndu stjórnina
fyrir að reyna að troða breytingun-
um inn á lokasprettinum. Jón gagn-
rýnir stjórnarandstöðuna hins vegar
fyrir reyna að sprengja ríkisstjórnar-
samstarfið og leggur á það áherslu
að stjórnarskrárbreytingar hafi alltaf
verið síðasta verkefni hvers kjörtíma-
bils.
„Þetta mál er í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar sem saminn var
fyrir fjórum árum og er því eitt af
verkefnum hennar. Við töldum að
það væri nægur tími fyrir hendi og
stjórnarandstaðan var á sama máli.”
Jón segir ríkisstjórnina hafa boðið
stjórnarandstöðunni að koma í sam-
starf um að vinna þetta mál á grund-
velli stjórnarsáttmálans. Í framhald-
inu hafi stjórnarandstaðan neitað að
vinna að þessu máli í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn, sem Jón furðar
sig á, því fullkomin sátt hafi verið á
milli stjórnarflokkana. „Össur Skarp-
héðinsson lýsir því svo eiginlega yfir
að hann sé búinn að mynda minni-
hlutastjórn og að hann sé búinn að
finna einhvern Jón Sigurðsson til
þess að vera forsætisráðherra. Hann
spinnur um þetta mjög mikinn vef,
talar um að bjóða okkur Framsókn-
armönnum í dans og að þetta sé
glæsilegt tilboð. Ég veit ekki hvaða
Jón Sigurðsson það er sem hann átti
við, en við erum býsna margir alnafn-
ar í þjóðskránni. Það getur allavega
ekki hafa verið ég, ég stunda ekki slík
vinnubrögð, við erum í heiðarlegu
samstarfi í ríkisstjórninni. Við gerð-
um okkur hins vegar grein fyrir því að
þetta gekk allt út á að sprengja ríkis-
stjórnina.”
Jón segir auðlindaákvæðið afar
mikilvægt því með því vilji ríkisstjórn-
in tryggja að náttúruauðlindir Íslands
séu þjóðareign og tryggja um leið að
nýtingarheimildir haldist sem aftur-
kræfur afnotaréttur, fremur en beinn
eignarréttur. „Margir í stjórnarand-
stöðunni vilja hins vegar nota ágrein-
inginn um hugtakið þjóðareign, til
þess að hnekkja fisk-veiðistjórnunar-
kerfinu og hafa áhrif á stöðu atvinnu-
lífs með afskaplega óheppilegum og
raskandi hætti.”
Mun alltaf taka pólitíska
ábyrgð
Ef niðurstöður Alþingiskosning-
anna fara eins og kannanir benda
til, er ljóst að Jóni hefur ekki tekist
að rífa upp fylgi flokksins. Hann seg-
ist tilbúinn til þess að taka pólitíska
ábyrgð að loknum kosningum. „Ég
mun alltaf axla mína ábyrgð. Ég mun
leiða flokkinn í kosningabaráttunni
og ég geri ráð fyrir því að leiða hann
að kosningum loknum. Ákvörðun-
in er hins vegar ekki í mínum hönd-
um. Ég mun taka öllum skilaboðum
flokksmanna. Ég gaf kost á mér af
því að ég taldi að ég gæti gert gagn
og mér bæri skylda til að gegna kalli
flokksmanna.”
DV Fréttir föstudagur 23. mars 2007 23
Ráðherra utan þings „Ég mun alltaf
axla mína ábyrgð. staðan í dag er sú að
ég mun leiða flokkinn í
kosningabaráttunni og ég geri ráð fyrir
því að leiða hann að kosningum
loknum.“