Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 62
Föstudagur 23. mars62 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is sunnudagurlaugardagur Tengsl Jóhönnu Vilhjálmsdóttur þáttastjórnanda í Kastljósinu að tilheyra félags- skapnum Exedra sem skipaður er áhrifakonum í þjóð- félaginu. Jóhanna á það sameiginlegt með... ...sólveigu Bergmann fréttakonu að vera ófrísk. sólveig á það sameigin- legt með... ...Þorvaldi Þorsteinssyni að búa í nýuppgerður einbýlishúsi í miðbænum. Þorvaldur á það sameiginlegt með... ...davíð Oddsyni að hafa þurft að kljást við alvarleg veikinidi. davíð á það sameiginlegt með... ...Árna Johnsen að hafa starfað sem blaðamaður. Árni á það sameigin- legt með... ...reyni Traustasyni ritstjóra að hafa komið til grænlands. reynir á það sameiginlegt með... ...súsönnu svavarsdóttur að vera í rithöfundasambandi Íslands. súsanna á það sameiginlegt með... ....Kristínu rós Hákonardóttur afrekskonu í sundi að vera Kópa- vogsbúi. Og Kristín á það sameigin- legt með dorrit að hafa hlotið titilinn kona ársins hjá tímaritinu nýtt líf. „Lagið er niðurstaða úr umhverfis- mati Baggalúts og hún er eins og allt sem frá okkur kemur beggja blands,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er höfundur textans í hinum nýja ættjarðaróði, Ísland ég elska þig - gullnir steypast fossar, sem Bagga- lútsmenn sendu frá sér í gær. Lag- ið er í ætt við lög eins og Hver á sér fegra föðurland, Útsævir rísa og aðra klassíska ættjarðaróða. Bragi segir að það mjög sérkennilegt að fleiri tón- listarmenn séu ekki að semja slík lög þar sem innblásin ættjarðarlög séu sennilega vinsælasta popptónlist Ís- landi. „Við ætlum hinsvegar að nýta okkur þetta gap í markaðnum,“ segir Bragi ánægður með útkomuna. Á leið til nashville Baggalútsmenn fá að þessu sinni liðsinni frá amerískum strengjaleik- urum í Nashville og gömlum Fóst- bræðrum en hvorutveggja gefur laginu aukinn virðuleika. „Sérdeild innan Fóstbræðra sem er skipuð söngvurum 60 ára og eldri syngur með okkur og gefur laginu aukna karlmennsku. Þeir eru alveg frábær- ir,“ segir Bragi. Hann segir að lagið sé þverpólitískt og komi til af því að um- hverfismál séu nú mikið í tísku. „Þar sem við reynum yfirleitt að tolla í tískunni þá fannst okkur vanta innlegg frá okkur í umræðuna. Við tökum samt enga afstöðu í þessum málum heldur erum þverpólitískir. Það hentar okkur mjög vel að stilla flestu því sem við gerum þannig upp að allir geti fundið eitthvað sem þeir eru sammála okkur í eða eng- inn,“ segir Bragi og bætir við að lag- ið, sem sé þjóðlegur óður til Íslands með vísun í klassísk ættjarðarlög og fjalli meðal annars um það að vond- ir menn girnist landsins gæði. Lagið er nú þegar komið í spilun á útvarps- stöðvunum og einnig má heyra það á heimasíðu Baggalúts www.baggalut- ur.is Það er annars nóg að gera hjá Baggalútsmönnum um þessar mundir. Hljómsveitin ætlaði sér að vera í pásu frá spilamennsku en það er endalaust sóst eftir þeim á árshá- tíðir og þorrablót og því ekki stund- legur friður. Vikulega eru þeir svo með fréttaauka á Rás 2. „Í sumar erum við svo að hugsa um að skella okkur til Bandaríkjanna til Nashville og reyna þar með að slútta þessum köntríbrandara okk- ar,“segir Bragi. Lítið lát á hvassviðratíð „Þær berast nú hver á fætur annarri lægðirnar úr suðvestri og fara fyr- ir vestan landið. Við þær aðstæður skiptast á suðaustanátt með mildu veðri og nokkuð mikilli úrkomu að- allega rigningu sunnan og vestan til og suðvesturátt með hita undir frostmarki og éljagangi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Líkur eru á hvassri sunnan- eða suðaustanátt um og upp úr miðjum laugardegi með rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum og heið- um.Það er rétt að afla sér veðurupp- lýsinga áður en ákvörðun er tekin um hvort halda skuli í hann. Aftur verður kominn éljagangur á sunnu- dag, en hiti rétt ofan frostmarks og bjartviðri fyrir norðan og austan. Það er ekki fyrr en á mánuðdag að það taki að dúra, þá fer vind að lægja svo einhverju nemi.“ „Auðvitað vekur það furðu margra að enn skuli vera hörku vetrarveðr- átta þó svo að vorjafndægur hafi ver- ið 21. mars. Atgangurinn sem við eru að upplifa þess dagana er afleið- ing af miklum hitamun suðurundan og hins vegar norðurslóða, en vetr- arríkið nálgst nú hámark sitt umhverfis N- Íshafið. Venju- lega tekur síð- an að slakna á klónni um mánaðarmót- in mars/apríl. Það er þó vitan- lega afar breyti- legt eins og flest annað í íslenskri veðráttu.“ Hljómsveitin Baggalútur hefur sent frá sér íslenskan ættjarð- aróð. Fáir tónlistarmenn fást við slíkar lagasmíðar í dag þó ætt- jarðarlög séu alltaf sígild. Ísland ég ElsKa Þig Baggalútsmeðlimirnir guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar skúlason við hljóðritun á nýjasta ættjarðarlagi Íslands. DV mynd: Gúndi ...dorrit Moussaieff forsetafrú á það sameiginlegt með... Sandkorn sindi í kvikmyndaskólanum Sindri Eldon Þórsson sonur Bjarkar Guðmundsdóttur og Þórs Eld- on leggur stund á nám við Kvik- mynda- skóla Íslands þessa dag- ana. Það er spurn- ing hvort að Sindri sem var á sínum tíma í hljómasveitinni Dáðar drengir ætli að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að kvikmyndagerð. sindri hefur ekki listsköpina langt að sækja og þarna gæti verið kominn framtíð- armaður íslenskrar kvikmynda- gerðar. Hvað á að velja? 12.maí næstkomandi fara fram al- þingiskosningar á Íslandi. Á sama tíma fer fram úrslitakvöld Eurovi- son-söngvakeppninnar í Hels- inki. Mikið húllum hæ fylgir bæði kosningum sem og Eurovison og logar bærinn af gleðskap tileinkað báðum atburðum. Komist Ei- ríkur hinn ekki lengur rauðhærð- ur Hauk- son áfram í gegnum forkeppn- ina sem fram 10.maí verður spennandi að sjá hvað verður fyrir valinu hjá landsmönnum. Að horfa á fyrsta íslendinginn sem kemst upp úr forkeppninni síðan hún var sett á eða fylgjast með kosningavökum sjónvarspstöðvana. Hafdís Huld með videoblog Söngkonan Hafdís Huld Þrast- ardóttir hefur tekið upp á þeirri nýjung að vera með videoblog á vefnum youtube.com. Fyrsta færsla söngkonunnar var sett inn á vefin 16.mars síðast liðinn og ber hún heitið The Perfect Vid- eo Blog. Í færslunni talar Hafdís um afhverju hún ákvað að byrja stunda videoblog og hverskonar útfærslur þess næðu mestum vin- sældum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta myndræna blog á eftir að ganga hjá söngkon- unni og spurning hvort að sjón- varpsstöðin Sirkus vilji ekki gera þátt um það. 18 20 18 25 10 8 13 15 1315 3 3 4 5 4 5 3 3 34 10 15 10 18 8 10 13 15 1513 1 1 1 2 3 4 0 0 22 Þjóðlegur óður til Íslands Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: