Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir föstudagur 23. mars 2007 13 horft til umhverfissinna Verslunarfyrirtæki veðja líka á grænan Það eru ekki bara stjórnmála- menn í Bretlandi sem keppast um að marka flokkum sínum stefnu í umhverfismálum sem almenningur treystir. Verslunarfyrirtæki landins standa nefnilega í álíka baráttu sín á milli. Um miðjan janúar tilkynnti Marks&Spencer að allur rekstur fyr- irtækisins yrði kolefnishlutlaus á næstu árum. Það þýðir að fyrirtæk- ið bætir fyrir alla þá koltvíoxíðlos- un sem rekstur þess veldur með því að binda kolefni í jarðvegi og gróðri. Áætlar fyrirtækið að kostnaður- inn vegna þessa átaks verði um tvö hundruð milljónir punda á næstu árum. Nokkrum dög- um síðar bauð Tesco, stærsta matvöruverslunarkeðja Bret- lands, enn betur. Fyrirtækið ætlar að verja fimm hundr- uð milljónum punda í græna neytendabyltingu á næstu fimm árum sem mun minnka losun gróðurhúsalofttegunda verulega. Þetta er umfangs- mesta umhverfisátak sem breskt fyrirtæki hefur ráðist í til þessa samkvæmt frétt The Independent. Þessa miklu umhverfisvakningu í breskum verslunarrekstri má rekja til bandaríska verslunarrisans Wal- Mart sem tilkynnti fyrir tveimur árum síðan að fyrirtækið myndi í framtíð- inni aðeins notast við endurvinn- anlega orku og draga mjög úr losun skaðlegra lofttegunda. Wal-Mart á og rekur Asda, næststærstu matvöru- verslunarkeðju Bretlands, og hafði þessi tilkynning þau áhrif þar í landi að stærstu aðilarnar á matvörumark- aðnum birtu álíka umhverfisstefnur. Til dæmis lofaði Tesco að auka nýt- ingu á sólar- og vindorku og auka innkaup af innlendum matvæla- framleiðendum. Umhverfisráðherra Bretlands þrýsti á síðasta ári á fjögur stærstu verslunarfyrirtækin í landinu að grípa til ráðstafana til að minnka losun koltvíoxíðs. Gífurlegar breytingar Þessi metnaðarfulla umhverf- isstefna fyrirtækjanna kall- ar á umbyltingu á mörg- um sviðum í rekstri þeirra. Á heimasíðu Marks & Spencer kemur meðal annars fram að fyrirtæk- ið ætli að minnka los- un kolefna um áttatíu prósent og hætta allri urðun á sorpi. Til að ná þessum markmið- um verður dregið veru- lega úr notkun umbúða og vistvænni bílafloti not- aður. Bæði Marks & Spencer og Tesco ætla að auka viðskipti sín við innlenda bændur og mat- vælaframleiðendur. Þar sem flutn- ingur á þeim vörum mengar minna en á matvælum sem flytja þarf með skipum eða flugvélum milli landa. Marks & Spencer er nú þegar byrj- að að merkja sérstaklega öll matvæli sem flutt eru með flugvélum. The Economist benti hins vegar á það nýverið að þessi rök stæðust ekki við nánari skoðun. Enda er ræktun grænmetis og ávaxta í mörgum til- vikum mun orkufrekari í Bretlandi en sunnar í álfunni. Orkusparnað- urinn sem fæst af styttri flutninga- leið dugar því ekki til að vega upp á móti þeirri umfram orkunotkun sem fór í ræktunina á norðlægum slóðum. Hvað sem þessum vanga- veltum líður ætlar Tesco að auka úr- val sitt af umhverfisvænum vörum og selja þær ódýrara en áður. Eins munu viðskiptavinir í öllum nítján hundruð verslunum þeirra geta séð á umbúðunum hversu mikil losun á gróðurhúsalofttegundum hefur orð- ið vegna framleiðslu vörunnar. Þetta mun þó ekki gerast í nánustu fram- tíð. Stór hluti bresku þjóðarinnar er meðvitaður um gróðurhúsaáhrif- in og segir nauðsynlegt að bregðast við neikvæðri þróun loftslagsmála vegna þeirra. Hvort þeir kjósendur og neytendur sem tilheyra þessum meirihluta eru í raun tilbúnir til að breyta eigin lífsmynstri og neyslu til að leggja sitt af mörkum kemur enn betur í ljós nú þegar þessi loforð stjórnmálaflokka og verslana verða efnd. Enda miða mörg þeirra að því að auðvelda fólki að lifa umhverfis- vænna lífi en það gerir í dag. kristjan@dv.is Grætt á samvisku umhverfissinna Vond samviska breskra flug- farþega vegna þeirrar mengun- ar sem ferðalögum þeirra valda hefur getið af sér fjölda nýrra þjónustufyrirtækja í landinu. Samkvæmt frétt The Economist bjóðast fyrirtækin til að binda ákveðið magn af kolefnum fyrir viðskiptavini sína sem vegur upp á móti þeirri losun gróðurhúsaloftteg- unda sem ferðalag þeirra olli. Þannig verður ferðalangurinn kolefnishlutlaus. Kannanir sýna að tíundi hver Breti er til í að íhuga að borga fyrir svona þjónustu. Í grein blaðsins er hins vegar bent á að starfs- hættir margra þessara fyrir- tækja séu vafasamir. Þannig eru verðskrár þeirra mjög misjafnar og eins útreikningar á hversu mik- il losun hafi átt sér stað. Enda skipt- ir veður og fjöldi farþega miklu máli hvað þetta varðar. Einnig er ekkert samræmi milli fyrirtækja um hversu mikið eitt tré bindur af kolefnum. Verðið fyrir að bæta upp fyrir losun á einu tonni af koltvíoxíð getur því hlaupið frá innan við tvö hundruð krónum og allt upp í tæpar þrjú þúsund krónur. Tesco ætlar að verja fimm hundruð millj- ónum punda í græna neytendabyltingu á næstu fimm árum sem mun minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda verulega. Tesco-verslun Úrval náttúruvænni matvara mun aukast í Bretlandi standi verslunareigendur við loforð sín. Marks & spencer matvara í verslunum marks & spencer sem flutt er með flugi er merkt sérstaklega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: