Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 47
DV Ferðalög föstudagur 23. mars 2007 47 U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni Heimsins stærsta flugvélflugframleiðandinn airbus hefur framleitt stærstu flugvél í heimi, a380, en hún tekur meira en 500 farþega. Vélin kostaði í kringum 300 milljón dollara enda ekkert til sparað í hönnuninni. Vélin er nú í kynningarflugi en fyrsta vélin fer í almennt flug hjá singapore airlines í haust. Það þarf enga tékkneskukunnáttu til að njóta leikhúslífs í Prag. Innan tíð- ar hefjast að nýju beinar flugferðir til þessarar fallegu borgar, sem sjálf er eins og eitt stórt listaverk. Tilvalið er fyrir íslenska ferða- langa að heimsækja leikhúsið Lat- erna Magika, eða Töfralampann, sem er í nýtískulegri byggingu áfast við Þjóðleikhúsið við götuna Narod- ní. Laterna Magika á fimmtíu ára af- mæli á næsta ári; hóf starfsemi sína í tengslum við heimsýninguna EXPO í Brussel árið 1958. Töfrar leikhúss- ins felast í því að þar fer fram jafn- hliða leikur án orða á leiksviði og kvikmyndatjaldi. Sýningarnar eru sannkallað augnakonfekt, þar sem saman fer leikur, dans, hljóðlist, ljósasýningar og „black light theat- er“, sem Tékkar eru þekktir fyrir. Í byrjun aprílmánaðar verða sýning- ar á Rendez-Vouz og Magical Cirkus, en almennt eru fimm mismunandi sýningar settar upp árlega. Miða er hægt að panta hjá: pokladna@lat- erna.cz. Heimasíða leikhússins er laterna.cz. Íslenskir ferðamenn í Prag þurfa ekki að kunna orð í tékknesku til að njóta leiklistar: Töfralampinn í Prag Smári Stefánsson fékk áhuga á fjallamennsku eftir að hafa villst í þoku og verið bjargað af björgunarsveit. Eftir þá afdrifaríku för nam hann útivist í Noregi, gekk í björgunarsveit og kennir nú útivist við Íþróttabraut Kennaraháskóla Íslands. Vatnspípubarir í hættu Nú fer hver að verða síðastur að heimsækja vatnspípubari Lúndúnar- borgar. slíka bari er að finna víða um borgina og fara menn gagngert þangað til þess að drekka arabískt te og reykja ávaxtatóbak. Nú er spurning hvað verður um þessa bari með tilkomu reykingabannsins 1. júlí en þessi mynd er frá slíkum bar á Edgeware road. Á Íslandi hefur verið hægt að njóta svipaðrar stemningar á Café Puccini við Vitastíg. Töfrasirkusinn. fimm mismunandi leiksýningar eru á fjölunum hjá Laterna magika árlega. Þessi mynd er úr einni vinsælustu sýningu hússins, magical sircus, eða töfrasirkusinn, sem gengið hefur fyrir fullu húsi í meira en áratug. Fastur á Fjöllum Heimsins stærsta smáflöskusafn Í Osló er að finna afar skemmtilegt safn sem kallast the mini Bottle gallery. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða dágott safn smáflaskna sem er reyndar stærsta sinnar tegundar í heiminum. Eigandi safnsins, Christian ringnes, hefur safnað smáflöskum frá því að hann var 7 ára gamall en árið 2003 keypti hann húsnæði á þremur hæðum undir safnið. Þar geta gestir barið flöskurnar augum um helgar en einnig geta hópar pantað sérstakar skoðunarferðir um safnið með mat og drykk enda verða margir nokkuð þyrstir af því að sjá allar þessar smávöxnu áfengisflöskur. um 50.000 flöskur er að finna í safninu og eru þær ekki bara frá öllum heimshornum heldur eru þær margar hverjar afar undarlegar að gerð og formi, auk þess sem að á safninu er einnig að finna 50 skúlptúra úr flöskum. Áhugasamir geta kíkt inn á heimasíðuna www. minibottlegallery.com Þitt heimili er mitt Það má spara mikla peninga á því að gera íbúðaskipti í fríinu í stað þess að panta sér gistingu á hóteli eða gistiheimili. sífellt fleiri eru að uppgötva þennan möguleika en hægt er að finna fjöldann allan af heimasíð- um sem sérhæfa sig í þessu á Netinu. Íbúðaskipti fara í stuttu máli þannig fram að þú lánar þitt heimili á móti öðru heimili einhversstaðar erlendis. Íbúðareigendurn- ir koma sér saman um komu- og brottfarardag og skiptast jafnvel einnig á bílum. slík skipti koma sér ekki bara vel fyrir budduna því einnig getur verið gott að hafa einhvern í íbúðinni þegar farið er í frí sem vörn gegn þjófum. Áhugasamir geta til dæmis kíkt inn á vefsíðurnar www. homeexchange.com og www. homeforexchange.com. Þeir sem ekki hafa eigin íbúð að bjóða geta kíkt inn á heimasíðuna www.couchsurfing. com en þar býður fólk hvort öðru endurgjaldslaust gistingu á sófanum hjá sér, á dýnu á gólfinu eða jafnvel að tjalda í bakgarðinum. gestirnir bjóða í staðinn fram sinn félagsskap og fá tækifæri til að endurgjalda greiðann seinna meir. sófabýtti eru sérlega hentugur ferðamáti fyrir ungt fólk sem hefur ekki mikið fé milli handanna en langar samt út í heim. Í síðasta helgarblaði sagði Pálmi Hilmarsson húsvörður við Mennta- skólann á Laugarvatni frá fjallinu Hlöðufelli og skoraði því næst á Smára Stefánsson að segja lesendum frá sínum uppáhaldsstöðum. Hann tók afar vel í það. Smári á reyndar líka sterkar minningar frá Hlöðu- felli því árið 2000 villtist hann þar í þoku ásamt samnemendum sínum við Íþróttabraut Kennaraháskólans á Laugarvatni. Hópurinn þurfti að eyða nótt á fjallinu þar sem svarta- þoka villti þeim sýn og þau fundu ekki leiðina tilbaka af fjallstoppn- um. „Þegar björgunarsveitarmenn- irnir fundu okkur næsta morgun gát- um við nánast ekki hreyft okkur fyrir kulda,“minnist Smári sem þrátt fyr- ir þessa dramatísku upplifun segist fyrst hafa fengið virkilegan áhuga á útivist eftir þessa ferð. Smári kennir nú útivist við sinn gamla skóla á Laugarvatni, er í stjórn Íslenska Alpaklúbbsins og félagi í tveimur björgunarsveitum. Þegar Smári er beðinn um að segja frá einhverjum af sínum uppá- haldsstöðum nefnir hann fyrst Hlöðufellið en síðan fjallið Kerlingu í Eyjafirði sem er á hans heimaslóð- um, Akureyri. „Til að komast upp á Kerlingu er keyrt inn Eyjafjörðinn, fram hjá Blómaskálanum Vín og inn að Finnastöðum en þaðan er gengið upp. Fjallið er 1536 m á hæð og þeir sem hafa eitthvað gengið á fjöll ráða vel við þessa leið,“ segir Smári sem sjálfur hefur þó aldrei gengið á fjallið frá þessum stað heldur fór hann árið 2005 frá skíðaskálanum í Hlíðarfjalli og tók þá reyndar allan Glerárdals- hringinn. „Ferðin var á vegum félags- ins 24X24 og gangan er nú orðin að árlegum viðburði. Á 24 tímum eru 24 tindar sigraðir en heildarvegalengd göngunnar eru tæpir 50 km. Kerl- ing er hæsta fjallið á leiðinni,“segir Smári. Hann segir ennfremur að ekki sé nauðsynlegt að ganga allan hring- inn til þess að geta tekið þátt í göng- unni, því hægt sé að komast niður á nokkrum stöðum. Og í þessarri fyrstu ferð árið 2005 voru einhverjir sem nýttu sér það. Í ár verður hringurinn genginn þann 7.júlí en hægt er að fá allar nánari upplýsingar um ferðina á heimasíðunni www.glerardalur.is Frá því í haust hefur Smári kennt útivist við Íþróttakennaraskólann. Þar standa nú yfir ýmsar breytingar á náminu sem fela í sér aukna áherslu á útivist. „Svo vorum við að detta inn í norrænt samstarf við aðra háskóla á norðurlöndunum. Samstarfið felst í því að nemendur fara á milli landa og læra um útivistarmöguleika hvers lands fyrir sig en hver nemandi fer til fjögurra landa,“segir Smári. Aðspurður að því hvort hann fari í einhverjar fjallaferðir í frítímanum segir hann að það sé nauðsynlegt því slíkar ferðir séu allt öðruvísi en sú útivist sem hann stundi í vinnu- tímanum. „Í sumar ætla ég að ganga Laugarveginn og fara á skíðum á Hvannadalshnjúk. Svo er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara Glerár- hringinn aftur,“segir Smári sem skor- ar á formann Íslenska Alpaklúbbs- ins, Frey Inga Björnsson, til að fylla næstu síðu með sögum af sínum uppáhaldsstöðum. snaefridur@dv.is Fjallið Kerling Kerling er hæsta fjall glerárdals. Árlega gengur hópur manna svokallaðan glerárdals- hring á 24 tímum og er þá farið á 24 tinda. Í ár verður hringurinn genginn þann 7.júlí. Fjallageit síðan smári lenti í hremming- um á fjallinu Hlöðufelli árið 2000 hefur hann meir og minna verið fastur á fjöllum. Hann lærði útivist í Noregi og miðlar nú af reynslu sinni til nemenda á íþróttabraut KHÍ á Laugarvatni. Fjallaklifur Þessi mynd af smára er tekin í Nissedal í Noregi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.