Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 2
3,3%
Lækkun Evru
gagnvart doLLar
Í liðinni viku
Evran veikist en krónan sem klettur
Evran gefur enn eftir gagnvart Banda-
ríkjadal og hélt áfram að veikjast í
gær. Þá kostaði evran 1,3715 dollara
og hafði veikst um 3,3% í liðinni viku.
Það sem veldur þessum viðsnúningi,
að því er fram kemur hjá greiningu Ís-
landsbanka, eru vandamál skuldsettra
evruríkja. Jákvæðar hagtölur vestra
styðja við dollar. Íslenska krónan er
hins vegar stöðug sem klettur, að vísu
í skjóli gjaldeyrishafta. Evra kostar nú
153 krónur en dollar 111 krónur. -jh
grunuð um milljóna
dollara svik
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, er
grunuð um að hafa haft milljónir dollara
af bandarískum auðkýfingi í félagi við
unnusta sinn, vickram Bedi. Parið er sakað
um að hafa haft af roger davidson, tón-
listarmanni og
milljarðaerfingja,
að minnsta kosti
sex milljónir
dollara með því
að telja honum
trú um að lífi
hans væri ógnað. Bedi segir hins vegar að
Davidson hafi greitt af fúsum og frjálsum
vilja til að koma í veg fyrir að upplýs-
ingar úr tölvu, sem var sýkt af tölvuveiru,
kæmust í hendur yfirvalda. Helga og Bedi
eru í gæsluvarðhaldi en þau eru búsett í
new York. -jh
Skatttekjur ríkissjóðs
undir áætlun
Á fyrstu níu mánuðum ársins voru inn-
heimtar tekjur ríkissjóðs rúmlega 335,8
milljarðar króna sem er 28,5 milljarða
króna aukning frá sama tímabili í fyrra.
Þrátt fyrir þessa aukningu eru skatttekjur
og tryggingagjöld undir áætlun. Greining
Íslandsbanka segir ekki koma á óvart að
tekjur ríkissjóðs séu undir áætlun enda hafi
bati efnahagslífsins dregist á langinn. Þá
hafi sumar aðgerðir til aukinnar skatt-
heimtu ekki borið þann ávöxt sem reiknað
var með. -jh
atvinnuleysi eykst
Skráð atvinnuleysi í nýliðnum október
var 7,5% og jókst um 0,4 prósentustig
milli mánaða. Að meðaltali voru 12.062
atvinnulausir í mánuðinum. Meðal karla var
atvinnuleysið 7,8% en 7,2% meðal kvenna.
Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi
aukist í nóvember og verði á bilinu 7,6-8%.
Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins
kemur fram að á næstu sex mánuðum
áforma fyrirtæki að fækka starfsfólki um
1,1%, sem nemur tæplega þúsund störfum.
-jh
Hæstiréttur þyngdi dóm
yfir Sophiu Hansen
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir Sophiu
Hansen fyrir að bera rangar sakargiftir
á Sigurð Pétur Harðarson. Héraðsdómur
hafði dæmt Sophiu í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi en Hæstiréttur dæmdi
hana í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Tekist var á um undirskrift á þremur
viðskiptabréfum, að upphæð rúmlega 42
milljónir króna, þar sem Sophia taldi að
nafn sitt hefði verið falsað af Sigurði Pétri.
Hann var hreinsaður af sökunum þar sem
rithandarsérfræðingar töldu að Sophia
hefði sennilega sjálf skrifað undir bréfin. -jh
Þ etta var nú ekki sölusýning en mörg verkin voru seld áður en sýn-ingin var opnuð og þau sem eftir
voru fóru fljótt,“ segir Eggert Pétursson
myndlistarmaður. Blómamyndir Eggerts
eru mjög eftirsóttar og hjá galleríinu i8,
sem höndlar með verk Eggerts, eru alltaf
einhverjir á biðlista eftir myndum. „Það
er alltaf fólk sem bíður eftir því að eignast
verk og það var búið að tala við einhverja
af þeim fyrir sýninguna.“
Eggert lætur eftirspurnina þó hvergi
raska ró sinni og stendur ekki sveittur við
að mála myndir til þess eins að anna eftir-
spurninni. „Fólk verður bara að gjöra svo
vel að bíða. Ég geri það sem mér sýnist
hverju sinni og svo kemur bara í ljós hvort
einhver vill það eða ekki, enda er það ekk-
ert endilega takmarkið að selja verkin.“
Börkur Arnarson hjá i8 segir verðlag-
ið á verkum Eggerts misjafnt og ráðist
meðal annars af viðfangsefni listamanns-
ins hverju sinni, sem og stærð verkanna.
Stærstu myndirnar seljist á eitthvað í
kringum sex milljónir króna. „Hann legg-
ur mikla vinnu í verk sín, mikinn undir-
búning og rannsóknarvinnu, og listinn
EggErt Pétursson Langur biðListi Eftir bLómamyndum
Þetta var nú
ekki sölusýn-
ing en mörg
verkin voru
seld áður en
sýningin var
opnuð og
þau sem eftir
voru fóru
fljótt.
Eggert seldi verk
fyrir 42 milljónir
Málverk listmálarans Eggerts Péturssonar af íslenskum blómum eru eftirsótt af listunnendum.
Eggert opnaði nýlega sýningu á sjö verkum í Hafnarborg og þau seldust öll á augabragði. Hvert
verk er metið á um sex milljónir króna þannig að ætla má að söluverðmæti sýningarinnar hafi verið
í kringum 42 milljónir.
Eggert Pétursson hefur um árabil málað íslenska flóru. Myndir hans af blómum njóta mikilla vinsælda og biðlistinn er langur.
yfir þá sem bíða eftir myndum hans er
langur,“ segir Börkur sem telur að íslensk-
ir aðilar hafi keypt flest ef ekki öll verkin.
Aðspurður segist Eggert vera sáttur við
verðmatið á myndunum. „Jújú. Ætli það
ekki. Þetta er hátt verð, og þó. Kannski
ekki. Ég veit það ekki. Ætli það fari ekki
eftir því hvernig á það er litið. Og vissulega
eru stóru myndirnar mjög tímafrekar.“
Í verkunum sem eru til sýnis í Hafnar-
borg sækir Eggert innblástur í smágerðan
gróður sem vex í hrauninu í nágrenni við
sumarbústað hans í Úthlíðarhrauni í Bisk-
upstungum. Hann hefur undanfarin ár ein-
beitt sér að gróðri á þessum slóðum þar
sem hann fer í langa göngutúra. Sýningin
nú markar ákveðin tímamót þar sem Egg-
ert hyggst snúa sér að öðrum svæðum í
bili. „Ég er búinn að vera á gangi í Úthlíð-
arhrauni í sjö eða átta ár og sótt innblástur
í blómin í hrauninu og finnst kominn tími
til að hvíla þetta svæði. En ég held mig að
sjálfsögðu áfram við það að mála blóm.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
rEykjavíkurborg LaunagjöLd
Launakostnaður menntasviðs
á pari við lítinn grunnskóla
Launakostnaður aðalskrifstofu mennta-
sviðs Reykjavíkur var 197 milljónir króna á
síðasta ári, rétt tíu milljónum lægri heldur
en Grandaskóla sem sér um að mennta
255 börn í 1. til 7. bekk. Aðspurð hvort
kostnaður við yfirstjórn grunnskólanna sé
farinn úr böndunum segir Oddný Sturlu-
dóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur-
borgar, að allt sé til skoðunar. „Við veltum
við hverjum steini í þeirri viðleitni okkar
að hagræða. Við skoðum að sjálfsögðu
miðlæga stjórnsýslu [innsk. blm. eins og
til að mynda aðalskrifstofu menntasviðs]
í því sambandi,“ segir Oddný.
Aðspurð segir Oddný að starf mennta-
sviðs sé mjög víðtækt og starfsemin viða-
mikil. „Þar fer fram stefnumótun, eftirlit
og síðan eru það auðvitað mannauðsmál-
in. Það starfar gríðarlegur fjöldi kennara
undir þessu sviði og því gefur það auga-
leið að launakostnaðurinn er mikill,“ segir
Oddný. -óhþ
Launa-
kostnaður
menntasviðs
er hærri en
Hvassaleitisskóla
Selásskóla
Ártúnsskóla
korpuskóla
Sæmundarskóla
Klébergsskóla
oddný
Sturludóttir,
formaður
menntaráðs
reykjavíkur-
borgar.
2 fréttir Helgin 12.-14. nóvember 2010