Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 6
Á höfuðborgarsvæðinu eru þó nokkuð
margar fiskbúðir. Úrval er mismikið og
framsetning misjöfn. Sumar fiskbúðir eru
nútímalegar og gljáandi og bjóða upp á
framúrstefnulega rétti samhliða hefð-
bundnari, á meðan aðrar búðir líta út eins
og allar fiskbúðir gerðu fyrir þrjátíu árum.
Allar búðirnar eiga það þó sameiginlegt
að kaupa hráefnið af sama uppboðs-
markaðnum, og það virðist ekki vera stíf
verðsamkeppni í fisksölu í Reykjavík. Og
þó. Ég athugaði verð á fimm algengum
fisktegundum/réttum í átta fiskbúðum og
tveimur stórverslunum. Þetta eru niður-
stöðurnar.
Nokkur verðmunur er á ýsuréttum,
plokkfiski og fiskbollum, en það verður að
taka með í reikninginn að innihald rétt-
anna er mismunandi eftir búðum. Þessi
könnun tekur aðeins mið af verði, ekki
gæðum – sumir myndu jafnvel ganga svo
langt að segja að hér væri verið að bera
saman epli og appelsínur.
Samanburður á verði þorsks og skötu-
sels er markvissari. Mestur er munurinn
á skötusel. Tvær verslanir bjóða kílóverð
undir 2.000 krónum og er fiskbúðin í
Spönginni með besta verðið. Það er 84%
lægra en hæsta skötuselskílóverðið sem
ég fann. Mun minni munur er á þorsk-
flökum, þar er 25% munur á hæsta og
lægsta verðinu.
Að lokum má geta þess að fiskur er
hollur og góður – staðreynd sem flestum
ætti að vera fullkunnugt um – og Ís-
lendingar ættu að borða fisk að minnsta
kosti einu sinni í viku, helst tvisvar (eða
oftar!).
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is
Hvað kostar fiskurinn?
Gunnar
Hjálmarsson
drgunni@centrum.is
Verðkönnun á fiski
Þorskflök
(1 kg - roðlaus og beinlaus)
Skötuselur
(1 kg - Úrbeinaður)
Ýsuréttur (1 kg) Plokkfiskur (1 kg) Fiskibollur (1 kg)
Fiskbúðin, Freyjugötu 1590 2490 1290 1290 1090
Hafberg, Gnoðarvogi 1680 2390 1680 1680 1090
Fiskikóngurinn, Sogavegi 1990* 2890 1390 1590 1190
Gallerý Fiskur, Nethyl 1990 3290 1890 1590 1590
Fiskbúðin, Spönginni 1590 1790 1690 1490 1290
Fiskbúðin, Sundlaugavegi 1690 2990 1590 1390 1390
Fiskbúð Hólmgeirs, Þönglabakka 1790 1990 1680 1480 1480
Vegamót, Nesvegi 1790 2990 1690 1690 1490
Hagkaup, Eiðistorgi 1698 Ekki til 998 1498 1398
Nóatún, JL-húsinu 1698 Ekki til 1498 1359 1149
*þorskhnakkar
s kilanefnd Glitnis hef-ur farið fram á kyrr-setningu á lúxusvillu
Lárusar Welding, fyrr-
verandi forstjóra Glitnis,
og Range Rover-bifreið hans
vegna dómsmáls sem skila-
nefndin stendur í gegn Lárusi
og fimm öðrum einstaklingum
tengdum Glitni. Lögmaður Lár-
usar hefur mótmælt kyrrsetn-
ingunni og er tekist á um lögmæti
hennar fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur. Um er að ræða helmings-
hlut í tæplega 300 fermetra ein-
býlishúsi Lárusar og konu hans í
Hlíðunum.
Áður hafði skilanefndin kyrrsett
eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
bæði fasteignir, bifreiðar og jarðir, en
Pálmi Haraldsson greiddi fimm hundr-
uð milljóna króna tryggingu til að kom-
ast hjá kyrrsetningu.
Málið snýst um sex milljarða króna
dómsmÁl kyrrsetningarbeiðni
Skilanefnd Glitnis vill kyrrsetja
lúxusvillu Lárusar Welding
Tekist á um lögmæti kyrrsetningarbeiðni skilanefndarinnar fyrir héraðsdómi.
Lárus Welding berst gegn kyrrsetningunni.
lán Glitnis til FS38, dótturfélags Fons,
sem var í eigu Pálma Haraldssonar,
sumarið 2008 vegna breska skartgripa-
fyrirtækisins Aurum Holding. Með
láninu eignaðist Glitnir veð í Aurum
en FS38 fékk fjóra milljarða sem not-
aðir voru til að greiða skuldir og tvo
milljarða sem runnu annars vegar til
Fons og hins vegar til Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar. Skilanefndin fer fram á
sex milljarða í skaðabætur frá þeim
sex sem er stefnt. Auk Jóns Ásgeirs,
Lárusar og Pálma eru það þau Magnús
Arnar Arngrímsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Rósant
Már Torfason, fyrrverandi fjármála-
stjóri, og Guðný Sigurðardóttir, fyrr-
verandi starfsmaður lánasviðs bank-
ans.
Magnús Arnar hefur farið fram á frá-
vísun málsins og verður sú beiðni tekin
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun
desember.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Hörku-
spennandi
unglingasa
ga
„... spennuþrungin og
mjög skemmtileg.“
Marta María Arnarsdóttir, 13 ára
pressan.is (um Núll núll 9)
Hvernig tengist eldgömul ljósmynd
bíómyndinni Avatar og dularfullum
mannaferðum á Snæfellsnesi?
Þokan er hörkuspennandi unglinga-
saga eftir Þorgrím Þráinsson, sjálf-
stætt framhald metsölubókarinnar
Núll núll 9
Verðlaunahöfundurinn
Þorgrímur Þráinsson
í essinu sínu!
Skilenfd Glitnis vill kyrrsetja þetta glæsihýsi Lárusar í Hlíðunum. Ljósmyndir/Hari
6 fréttir Helgin 12.-14. nóvember 2010