Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 14

Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 14
V ið fögnum því að vera kom-in með alla starfsemi okkar á einn stað. Það er mikil ánægja með húsnæðið og það sem það gerir okkur kleift að gera í okk- ar starfi,“ segir Ari Kristinn Jóns- son, rektor Háskólans í Reykjavík, en nýbygging skólans við Öskju- hlíð var vígð í gær að viðstöddu fjölmenni. Hann segir aðalhlutverk hússins vera umgjörð og stuðning og að þarna fari saman fallegt hús í fallegu umhverfi sem styðji vel við starfsemi skólans. „Við buðum útskrifuðum nemend- um skólans að koma fyrir vígsluat- höfnina og hitta starfsmenn deilda og skoða húsið. Við viljum halda vel utan um þá hópa sem hafa lagt leið sína í gegnum skólann og eru núna úti í atvinnulífinu,“ segir rektor. Auk forseta Íslands, rektors, menntamálaráðherra, borgarstjóra og fulltrúa byggingaraðila tók for- maður stúdentafélags skólans þátt í þeim hluta dagskrár er hornsteinn skólans var lagður, en ákveðið var að nota loftstein í stað hornsteins. Nærvera fulltrúa nemenda var við hæfi, að sögn rektors, enda mikil áhersla lögð á nemendur í starfi skólans. Sameiningarviðræðum við Bifröst lokið í bili Menn gleðjast yfir glæsilegri að- stöðu Háskólans í Reykjavík en há- skólar standa nú frammi fyrir niður- skurði. Meðal þess sem rætt hefur verið að undanförnu er sameining HR og Háskólans á Bifröst. Þeim viðræðum hefur nú verið hætt, a.m.k. í bili. Ari Kristinn segir að eftir því hafi verið leitað af hálfu stjórnvalda hvort hægt væri að ná samstarfi eða jafnvel sameiningu skóla. „Rektor Háskólans á Bifröst nálgaðist okkur í sumar og síðan höfum við verið að skoða þetta. Sú vinna fólst í því að athuga hvort þetta væri skynsamlegt, fjárhags- lega og faglega, en engin ákveðin niðurstaða var komin. Eftir afger- andi breytta afstöðu rektors Háskól- ans á Bifröst sjáum við ekki að hægt sé að halda þessari vinnu áfram, að svo stöddu,“ segir Ari Kristinn. „Þessu er því lokið í bili en við erum opin fyrir því að skoða þessa leið eða aðrar svo fremi að það verði til að efla háskólastarf því það eru tak- markaðir fjármunir sem við höfum. Við verðum því að nýta þá eins vel og við getum.“ Stöndum vörð um gæði náms á okkar kjarnasviðum Almennt um niðurskurð til há- skólanna segir Ari Kristinn mikil- vægt að horfa til lengri tíma en næsta árs. „Háskólar voru illa fjár- magnaðir fyrir, sérstaklega þegar horft er til samanburðar við ná- grannalönd. Við fengum aðeins um helming fjárframlaga á nemanda, t.d. í samanburði við skóla annars staðar á Norðurlöndum. Síðan hefur verið skorið niður. Við höfum reynt að mæta því með hagræðingu og starfsfólk hefur tekið á sig launa- lækkun. Nú er hins vegar svo komið að þetta er ekki hagræðing lengur, Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR  menntamál nýbygging HR Vígð í gæR Fallegt hús í fallegu umhverfi sem styður starf- semi skólans Sameiningarviðræðum Háskólans í Reykjavík við Há- skólann á Bifröst er lokið, í bili að minnsta kosti. HR mun standa vörð um gæði á kjarnasviðum skólans enda segir Ari Kristinn Jónsson rektor að aldrei megi fórna gæðum í háskólanámi. Við vígslu nýbyggingar Háskólans í Reykjvík í gær kynnti Jón Gnarr borgarstjóri nýjan samstarfssamning Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um uppbygg- ingu og uppgræðslu Öskjuhlíðar sem útivistarperlu borgarinnar. „Við erum að taka fyrsta skrefið í þessa átt enda þykir okkur í HR mjög vænt um umhverfi okkar, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík, og því fylgir ábyrgð,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor um þann grunn sem lagður hefur verið að samstarfi skólans, borgarinnar og Skóg- ræktarfélags Íslands. „Umhverfið hér er alger perla en það er hægt að gera enn betur og til þess eru ótal tækifæri,” segir Ari sem sér fram á tengingu Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur við háskólasvæðið, m.a. með skóg- rækt. „Þegar fólk kemur á þetta svæði er margt hægt að gera; fara í Öskjuhlíðina, njóta Nauthólsvíkur og koma svo inn í skólann og fræðast um það sem þar er að gerast, setjast þar á kaffihús eða fara í Perluna. Skólinn er opinn þeim sem sækja þetta svæði. Miðjan í honum, sem við köllum Sólina, er opin almenningi. Við höfum lagt áherslu á að sá hluti skólabyggingarinnar sé hluti af umhverfinu, hluti af svæði Reykvíkinga. Þannig náum við að gefa innsýn í það sem er að gerast í skólanum. Þessi hluti byggingarinnar er líka tilvalinn til að miðla fræðsluefni og þar er hægt að vera með viðburði sem tengja skólann betur við samfélagið og atvinnulífið. Við höfum alltaf litið svo á að háskóli eigi að vera vel tengdur út í samfélagið, þekkjum það erlendis frá þar sem háskólasvæði er hluti borgar og gefur henni ákveðinn anda og svæðinu í kring.“ -jh  samninguR samstaRf HR, boRgaR og skógRæktaR Uppbygging útivistarperlu 14 fréttaviðtal Helgin 12.-14. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.