Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 19
HEIMASÍMI GSM INTERNET MINNA BRUðl. MEIRA TAl. KoMdU á TAl.IS, HAfðU SAMBANd Í 1817 EðA KÍKTU Í KAffI Í NæSTU vERSlUN oG SEGðU oKKUR HvERNIG þjóNUSTU þú þARfT oG HvAð þú vIlT BoRGA. þú RæðUR. 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum 30% afsláttur af Uldahl og Ancora vörum Íslands og Stefán Már Stefánsson unnu þá úttekt. Niðurstaðan liggur fyrir og ég hvet menn til að kynna sér hana. Í stuttu máli sagt þá voru engar athugasemdir gerðar við fjárfestingar félagsins. Ég sat aldrei í stjórn þessara félaga, hvorki Gift- ar né Samvinnutrygginga. Einu formlegu tengsl mín við Gift eru þau að ég sat í 24 manna fulltrúaráði félaganna sem kemur saman einu sinni á ári og hefur ekkert með fjárfestingar að gera. Í skamman tíma sat ég í stjórn Samvinnusjóðsins en í þeim sjóði var engin starfsemi né fjárfest- ingar. Afskipti mín af fjárfestingum Gift- ar voru þau að Glitnir var að leita að fjár- festum í Icelandair og ég hafði forgöngu um að kynna þann fjárfestingarkost fyrir Gift sem endaði með því að stjórn Giftar ákvað að fjárfesta í félaginu enda var það stefna félagsins að fjárfesta í traustum og stórum félögum í íslensku atvinnulífi. Um tíma var talað um að Gift myndi greiða út mikla fjármuni til tryggingataka Samvinnutrygginga. Hvernig gat félagið tapað öllum þessum peningum? „Ég er nú ekki rétti maðurinn til að tala fyrir Gift en niðurstaða lagastofnunar HÍ í skýrslunni um Gift er að árið 1994 hefði átt að slíta Samvinnutryggingum og skipta þeim fjármunum sem þá voru til milli tryggingatakanna. Það var hins vegar ekki gert. Eiginfjárstaða forvera Giftar eða Sam- vinnutrygginga var ekki sterk. Hún styrktist hins vegar gríðarlega við söl- una á VÍS árið 2006. Þá var það hlutverk stjórnarinnar í Gift og reyndar krafa um að þeir peningar yrðu ávaxtaðir vel. Þegar ávöxtunin var í hæstu hæðum var verið að fjárfesta í öllum tryggustu bréfum á markaðnum. Það var í bönkunum og fé- lögum sem allir töldu mjög sterk. Eigið fé fór úr nokkrum hundruðum milljóna í 25 milljarða þegar bankarnir voru í hæstu hæðum. Við bankahrunið þurrkuðust þessar eignir út. Nú geta menn auðvitað verið vitrir eftir á og sagt að fjárfesta hefði átt einhvern veginn öðruvísi. Hefðu menn gert það, eða ekki fjárfest í neinu, þá hefði eigiðféð aldrei orðið svona mikið.“ Ég og mín félög högnuðumst aldrei á einkavæðingunni Aðeins aftur að einkavæðingu Búnaðar- bankans á sínum tíma. Var staðið eðlilega að þessu ferli? „Það er ekki mitt að leggja mat á það. Ég vil hins vegar halda því til haga að ég var farinn af hinum pólitíska vettvangi þegar ákvörðun var tekin um að selja Bún- aðarbankann og Landsbankann. Ég hafði hins vegar forgöngu um það að hluta- félagavæða báða bankana árið 1997. Þá þurftu báðir þessir bankar á auknu eig- infé að halda. Það blasti við að ríkið hefði þurft að leggja þeim til fé ef þeir áttu að standast CAD-reglur [innsk. blm. reglur um eigiðfé banka]. Þess vegna varð ofan á að fara frekar þá leið og auka hlutafé bankanna árið 1998. Þar var almenningi gefinn kostur á að eignast hlut í bönk- unum. Tæplega hundrað þúsund manns gerðust hluthafar í Búnaðarbankanum við það tækifæri. Þannig var staðan í árslok 1999 þegar ég yfirgaf stjórnmálin, að al- menningur átti stóran hlut í báðum bönk- unum. Ég vil hins vegar geta þess að ég lagði til ári áður að Enskilda bankanum í Svíþjóð yrði seldur um 25% hlutur í Lands- bankanum. Voru það mistök að selja þeim ekki? „Það er svo auðvelt að horfa í baksýnis- spegilinn og dæma; það ætla ég ekki að gera en Enskilda bankinn er enn starf- andi og kannski væri staðan önnur ef það hefði gengið eftir. Ákvarðanir varðandi sjálfa einkavæðinguna eru svo teknar eftir aldamótin og þá er ég horfinn af vettvangi stjórnmálanna og kominn inn í Seðlabankann. Það næsta sem ég tengist þessari einkavæðingu er að ég er ráðinn forstjóri VÍS í nóvember 2002 og geng frá kaupsamningi í janúar 2003 fyrir hönd VÍS á 3ja prósentna hlut í bankanum. En Stjórnmála- menn sem tala alltaf eins og þeir halda að al- menningur vilji heyra eru ekki raunveru- legir stjór- nmálamenn. Það eru lýð- skrumarar sem hafa enga sann- færingu til að fylgja. viðtal 19 Helgin 12.-14. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.