Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 24
– TILBOÐ MÁNAÐARINS HJARTAMAGNÝL 689 KR. Þ að ætti flestum að vera kunn-ugt um nýsköpun og mikilvægt hlutverk frumkvöðla í annasömu samfélagi dagsins í dag. Nýjar hug- myndir geta verið gulls ígildi og aukið hagvöxt þjóða þannig að jafnvel skuld- ugustu ríkjum heims er spáð velgengni í náinni framtíð; ef mannauður ríkjanna finnur upp nýjar aðferðir eða vörur sem öðrum líkar. En hvað er nýsköpun? Og hvað ein- kennir frumkvöðla? Gætir þú lumað á hugmynd sem væri svo mikils virði að efnahagur Íslands gæti snarsnúist frá mínus yfir í plús? EMBLUR, félagsskapur kvenna sem hafa útskrifast með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stóð fyrir há- degisfundi í vikunni þar sem einn helsti sérfræðingur heims á sviði nýsköpunar, Daniel Isenberg, ræddi meðal annars stöðu Íslands í þessum efnum. Daniel er sjálfur frumkvöðull og fjár- festir. Þetta er annað árið sem hann kennir grein um nýsköpun fyrirtækja hér á landi við Háskólann í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að hann kemur hing- að og kennir er einföld; honum líkar landið og fólkið sem það byggir. „Það sem mér finnst hvað mikilvæg- ast í allri umræðu um nýsköpun er að fólk átti sig á hvað frumkvöðlar gera og hvað þeir gera ekki,“ segir Daniel og heldur áfram: „Til að flokkast sem frumkvöðull þarftu að sjá tækifærin sem öðrum eru hulin. Það er ákveðin nýsköpun innbyggð í ferilinn og því fer fjarri að allir þeir sem stofna fyrirtæki séu frum- kvöðlar. Hins vegar felur nýsköpun oft ekki í sér heildræna uppfinningu – hún getur verið hugmynd sem þekkist í öðrum samfélögum aðlöguð að nýju samfélagi og svo framvegis. En hug- myndin þarf að fela í sér ný tækifæri,“ segir hann. Að breyta heilum menningar- heimum í þágu frumkvöðla Daniel Isenberg er með doktorspróf í félagssálfræði frá Harvard-háskóla, hefur kennt við skólann í ein ellefu ár og tók nýverið við nýsköpunarsviði Babson-háskóla. Hann stýrir nýju frumkvöðlaverkefni skólans sem ber heitið Babson Entrepreneurship Eco- system Project (BEEP). Verkefnið fel- ur í sér að aðstoða heilu samfélögin í því að búa til umhverfi sem eflir og eykur starfsemi frumkvöðla. „Við höfum komist að því í gegnum rannsóknir okkar að það er hægt að gera samfélög og heilu þjóðirnar bet- ur í stakk búin fyrir frumkvöðla með markvissri vinnu. Það má segja að við vinnum ekki samkvæmt hinni hefð- ubundnu akademísku aðferð – heldur brettum við upp ermarnar og förum inn í samfélögin sem þykir mjög ný- stárleg aðferð. En við sjáum mælan- legan árangur erfiðisins,“ segir hann. Þess ber að geta að ekki er liðið nema rúmlega ár síðan farið var af stað með þessa hugmynd, svo hún er á byrjunarstigi. En nú þegar er verið að aðstoða þjóðir á borð við Spán, Sádi- Arabíu og Púertó Ríkó. En eru ekki ennþá margir þjóðar- leiðtogar sem spyrja; af hverju nýsköp- un? „Nei, ég held að flestir leiðtogar spyrji heldur hvernig við eflum hana. En fyrir þá sem eru ennþá að velta fyrir sér „af hverju nýsköpun“, þá má svara því með einföldu hugtaki sem hag- fræðingar kalla smitáhrif (spill over effect). Auðsjáanlegustu smitáhrifin eru án efa þau að nýsköpun skapar at- vinnu, hún eykur auð þeirra einstak- linga sem að nýsköpuninni standa og eykur jafnframt hagvöxt. Það sem ég vil svo leggja sérstaka áherslu á er sú staðreynd að ný- sköpun virðist vera bæði smitandi og ávanabind- andi. Athuganir okkar sýna að frumkvöðlar vilja smita aðra af nýsköpun og nýjum tækifærum. Þeir vilja vera nálægt öðr- um frumkvöðlum og hafa tilhneigingu til að fjár- festa sjálfir í áhugaverð- um tækifærum annarra. Sumir fara að kenna, aðr- ir verða ráðgjafar minni eða stærri fyrirtækja. Það er eins og velgengni á þessu sviði ali af sér meiri velgengni.“ Ísland best í heimi? Daniel segist skynja sterka frum- kvöðlamenningu hér á landi og hefur kynnt sér fjölmörg íslensk nýsköp- unarfyrirtæki. Áhugi hans á Íslandi vaknaði upphaflega þegar hann kom til landsins í byrjun ársins 2006, til að skrifa verkefni sem hann vann fyrir Harvard Business-háskóla um Acta- vis og Robert Wessmann. Hann hefur komið reglulega til landsins allar götur síðan. Samkvæmt skýrslu Global Ent- repreneurship Monitor eru um 22 þúsund Íslendingar, eða 11 prósent, á aldrinum 18 til 64 ára virkir þáttak- endur í frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Það hlutfall mun vera með því hæsta sem þekkist á Vesturlöndum. Því leikur okkur forvitni á að vita hvort íslensk stjórnvöld hafa nálgast Babson- háskóla með það fyrir augum að gera gott betra hér á landi? „Íslensk stjórnvöld hafa ekki leitað til okkar en ég vona að við fáum tæki- færi til að efla jarðveginn hér fyrir ný- sköpun. Við mundum sjá mikil áhrif á skömmum tíma því að Ísland er lítið land og mjög menningarlega móttæki- legt fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Daniel og bætir við að á Íslandi felist ótal tækifæri og þá helst í þeim vel menntaða mannauði sem fyrir hendi sé. Eins og lifandi knattspyrnuleikur En nánar um frum- kvöðlana sjálfa. Hvern- ig verður þeim og þeirra umhverfi best lýst? „Ætli það sé ekki einfaldast að lýsa um- hverfinu eins og lif- andi knattspyrnuleik, þar sem leikmennirnir færa sig til á vellinum. Markmiðið er auðvit að að skora og til að ná því þurfa leikmenn að hafa rétt viðhorf, trú á sjálfum sér og gera óteljandi mark- tilraunir,” segir Dani- el og heldur áfram: ,,Ímyndum okkur að þú sért markaskorarinn í myndlíkingu við frum- kvöðulinn. Stundum er fullt af fólki í þínu liði og stundum fáir. Og líkt og tækifærin til að skora í knattspyrnuleik koma og fara, þá koma og stundum hverfa tækifærin í nýsköpun fyrir frumkvöðla.“ En það er fleira sem frumkvöðull verður að hafa til að bera til að ná ár- angri í nýsköpun, ekki satt? „Jú, ég held að það sé afar mikilvægt að hafa hæfileikann til að hlusta á aðra, en gera sér jafnframt grein fyrir því að heimur frumkvöðla samanstendur Frumkvöðlar, skiljið ástríðuna eftir í svefnherberginu! Daniel Isenberg er einn helsti sérfræðingur heims á sviði nýsköpunar. Elínrós Líndal og Hildur Camilla Guðmundsdóttir ræða hér við hann um hvernig mögulegt sé að breyta heilum menningarheimum í þágu frumkvöðla og að hversdagsleg rómantík sé betri en ástríða í heimi nýsköpunar. Daniel Isenberg hefur starfað víða um heiminn jafnt sem kennari, ráðgjafi, frumkvöðull og fjárfestir. Hann stýrir frumkvöðla- deild Babson-háskóla, sem hefur í fjölmörg ár trónað á toppi allmargra lista sem meta bestu skóla heims á sviði frumkvöðlafræða á meistarastigi. Lengst af kenndi Daniel frumkvöðla- fræði við Harvard-háskól- ann, eða í ellefu ár. Aðrir skólar sem Daniel hefur kennt við eru meðal annars Columbia, Insead, Theseus, Technion og Háskólinn í Reykjavík. 24 viðtal Helgin 12.-14. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.