Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 30
Við vorum vinir
og samband
okkar þróaðist
út í ástarsam-
band. Það
bara gerðist.
Ég harma að
þetta hafi gerst
en það er mjög
auðvelt að
elska Styrmi.
É
g óttast mest að það fari í gang skíta-
herferð gegn Gunnari manninum mín-
um. Ég veit hvernig þessir menn vinna
og í ljósi þess hver á Birting [innsk.
blm. Hreinn Loftsson] þá kæmi mér
ekki á óvart að einhver birtist á for-
síðu Vikunnar og sakaði Gunnar um að hafa brotið
á sér. Annað hræðist ég nú ekki,“ segir Jónína hálf-
hvíslandi, spurð út í hvað hún óttist mest þegar bókin
kemur út. „Það er auðveldara að ráðast á þann sem
stendur mér næst heldur en mig sjálfa,“ segir hún.
Og bókin er vissulega eldfim. Í henni greinir hún á
opinskáan hátt frá sambandi sínu við Jóhannes Jóns-
son, samskiptum við son hans Jón Ásgeir og við-
skiptafélaga hans. Hún gerir upp tölvupóstsmálið
fræga og samband sitt við Styrmi Gunnarsson og
lýsir því hvernig hún hótaði þekktum bankastjóra að
segja eiginkonunni frá samskiptum hans við vændis-
konur.
Af hverju skrifaðir þú þessa bók?
„Ég ætlaði alltaf að skrifa bók og segja söguna eins
og hún væri til að fyrirbyggja að þeir atburðir sem
leiddu til hrunsins gætu gerst. Þetta átti upphaflega
að vera bók um viðskiptaklíkur og meðferð þeirra á
íslensku samfélagi en alls ekki á persónulegum nót-
um. Það breyttist hins vegar allt þegar Sölvi kom að
þessu. Hann vildi ræða um tilfinningar og þess vegna
tók þessi bók þá stefnu sem hún tók. Hann hefur
engan áhuga á viðskiptum heldur er svona húmanisti
og vill bara ræða um tilfinningar og svoleiðis. Ég er
karlinn í þessu sambandi okkar Sölva. Hann vill bara
sjá mig gráta,“ segir Jónína og hlær.
Auðvelt að elska Styrmi
Stóra tölvupóstsmálið árið 2005 er sennilega stærsta
málið sem Jónína hefur verið viðriðin undanfarin ár.
Þá birti Fréttablaðið einkatölvupósta á milli Jónínu
og Styrmis Gunnarssonar, þáverandi ritstjóra Morg-
unblaðsins. Jónína reyndi að fá lögbann á póstana
en tapaði því máli fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.
Bókin markar
ákveðna lokun á
kafla í lífi mínu
Hún ákvað að áfrýja því til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu og beið lægri hlut þar líka. Í póstunum koma fram
upplýsingar sem margir segja að marki upphaf Baugs-
málsins, það er hvernig Jón Gerald Sullenberger fékk
leiðbeiningar við að koma til lögreglu þeim upplýsing-
um sem leiddu til húsleitar og síðan ákæru. Til að bæta
gráu ofan á svart birti DV frétt þess efnis að Jónína og
Styrmir hefðu verið elskendur. Jónína svaraði þeirri
spurningu aldrei á sínum tíma og fór í meiðyrðamál við
blaðið, mál sem samið var um utan dómstóla.
En voru Jónína og Styrmir elskendur?
„Við vorum vinir og samband okkar þróaðist út í ást-
arsamband. Það bara gerðist. Ef ég mætti vinda ofan
af því myndi ég gera það en það er bara of seint. Ég
harma að þetta hafi gerst en það er mjög auðvelt að
elska Styrmi. Hann er að mínu viti mjög geðugur og
yndislegur maður,“ segir Jónína alvarleg.
Jón Ásgeir er barn alkóhólista
Jónína hefur lengi haft horn í síðu athafnamannsins
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem var um nokkurra ára
skeið stjúpsonur hennar. Hún gefur lítið fyrir viðskipta-
manninn Jón Ásgeir og það kemur skýrt fram í bókinni.
Það sem vekur hins vegar athygli er að í bókinni kemur
fram að hún hafi vissan skilning og samúð með Jóni Ás-
geiri þrátt fyrir allt.
„Jón Ásgeir er barn alkóhólista og það hefur markað
hann. Ég náði aldrei neinu sambandi við hann, hitti
hann bara nokkrum sinnum og ræddi aðeins einu sinni
við hann almennilega. Hann ber þess merki að hafa átt
erfiða æsku og ekki hjálpaði að hann leit á mig sem
djöfulinn sem stal pabba hans frá mömmu hans sem
hann elskar mjög mikið. Vissulega hef ég samúð með
honum þótt það breyti ekki áliti mínu á honum sem við-
skiptamanni. Þar er hann óheiðarlegur og margt sem
hann hefur gert þolir ekki dagsljósið,“ segir Jónína.
Hún og Jóhannes Jónsson, einatt kenndur við Bón-
us, voru mest umtalaða og umdeildasta par landsins á
fyrstu árum þessarar aldar. Í bókinni lýsir hún fyrstu
kynnum þeirra í flugvél á leið til Kaupmannahafnar,
tilhugalífinu og sambandinu sem varði í þrjú ár. Þrátt
fyrir hún hafi látið stór orð falla um Jóhannes á undan-
förnum árum er ekki annað að sjá í bókinni en að hún
hafi sæst við hann.
„Auðvitað óska ég þess stundum að ég hefði tekið
aðra flugvél, til dæmis til London, þegar ég hugsa til
baka,“ segir hún og rifjar upp fyrsta skiptið sem þau
hittust. Það var snemma árs 1999 í flugvél sem var á
leiðinni til Kaupmannahafnar.
„Ég vissi ekkert hver maðurinn var þegar ég hitti
hann fyrst en hann þekkti Stefán, manninn minn. En
eftir þessa flugferð varð ekki aftur snúið. Lífið hefði
sennilega verið einfaldara ef ég hefði ekki farið til Kaup-
mannahafnar þennan dag,“ segir Jónína og brosir.
Veit eiginkonan af þessu, Hreiðar?
Hún nafngreinir þrjá menn í tengslum við dómkvaðn-
ingu í Bandaríkjunum vegna viðskipta við bandarísku
vændisþjónustuna Miami Beach Escort Service. Um-
ræddir menn eru Kaupþingsstjórarnir Sigurður Einars-
son og Hreiðar Már Sigurðsson og Tryggvi Jónsson,
fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Spurð hvort henni
finnist það nauðsynlegt segir hún að þetta séu opinber
gögn sem hún vitni til.
„Þessi gögn hafa verið opin almenningi á baugsmal-
id.is undanfarin ár en enginn blaðamaður hefur nennt
að skoða þetta. Þetta eru opinber gögn og í þeim kemur
ekkert annað fram en að þessir aðilir þurfi að mæta
fyrir dómstól í Bandaríkjunum og leggja fram gögn í
tengslum við viðskipti við þessa vændisþjónustu,“ segir
Jónína ákveðin.
En Jónína gerir meira en það. Á einum stað í bókinni
hótar hún Hreiðari Má að segja eiginkonu hans frá at-
höfnum hans á Delano-hótelinu á Miami og í bátnum
fræga, Thee Viking. Þetta gerðist á einkafundi þeirra
í höfuðstöðvum Kaupþings. Þar spyr hún hann hvort
eiginkonan viti af kvaðningunni og hvað henni myndi
finnast um athafnir hans á Miami. Á endanum brotnar
Hreiðar Már niður og grátbiður hana að segja ekki frá
þessu. Samkvæmt bókinni endar Jónína samtalið á orð-
Athafnakonan umdeilda, Jónína Benediktsdóttir, gefur út ævisöguna
Jónína Ben í samvinnu við fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason. Bókin,
sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, kemur út í dag,
föstudag, og verður aðeins seld í verslunum N1. Óskar Hrafn Þorvaldsson
hitti Jónínu á heimili hennar og ræddi við hana um bókina.
Ljósmyndir/Hari
30 fréttir Helgin 12.-14. október 2010