Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 31

Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 31
Jón Ásgeir er barn alkóhólista og það hefur markað hann. Ég náði aldrei neinu sambandi við hann, hitti hann bara nokkrum sinnum og ræddi aðeins einu sinni við hann almennilega. Hann ber þess merki að hafa átt erfiða æsku og ekki hjálpaði að hann leit á mig sem djöfulinn sem stal pabba hans frá mömmu hans sem hann elskar mjög mikið Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að ekkert hafi verið byrj- að á milli mín og Jóhannesar í millitíðinni. Hann hafði boðið mér til Kaupmannahafnar til að skoða líkamsræktarstöðvar með það fyrir augum að hefja rekstur þar. Um leið og ég fór í þessa ferð með Jóhannesi vissi ég að ekki yrði aftur snúið. Þetta var rómans. Maðurinn var einum sautján árum eldri en ég og ekki vel á sig kominn líkamlega þegar við kynnt- umst, þannig að ekki var um að ræða stanslaust kynlíf dag- inn út og inn eins og einhverjir virðast hafa haldið, en ég var ástfangin, um það var ég alveg viss. Persónuleikinn, nær- veran og framkoman heillaði mig upp úr skónum. Ég var mikið í Svíþjóð á þessum tíma og þurfti því ekki að útskýra ferðina til Kaupmannahafnar neitt sérstaklega fyrir Stefáni. Hann var svo upptekinn að hann mátti ekki vera að því að tortryggja mig. Ást okkar Jóhannesar hafði hafist á Ís- landi, en með þessari ferð var hún innsigluð. Framhjáhald á aldrei rétt á sér og ég sé eftir því að hafa ekki haft hugrekki til þess að skilja við Stefán áður en við Jóhannes fórum að hittast. Þó að það sé engin afsökun var samband okkar Stef- áns komið á endastöð löngu áður en við skildum. Það hafði dáið hægt og bítandi árin á undan. Ég hafði elt hann til Svíþjóðar í nám á sínum tíma og svo þegar mér var farið að ganga allt í haginn og var á blúss- andi siglingu elti ég hann aftur heim. Ég var aldrei sátt við það. Ég vildi ekki fara aftur til Íslands. Mér leið vel í Svíþjóð. Margt annað spilaði einnig inn í og tilfinningar okkar hvors til annars, sem við hefðum getað styrkt og ræktað, dofnuðu hratt. Í ljósi þess hve mikið hefur verið ritað og rætt um samskipti okkar Jóhannesar Jónssonar, er rétt að taka fram að það sem hér fer á eftir er mín sy´n á atburðina. Eflaust Jónína Ben Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni Jónína Ben eftir Sölva Tryggvason unum: „Þú ert aumingi.“ En af hverju er þér svona illa við Hreiðar Má? „Hann sveik mig og gerði það að verkum að ég missti íbúðina mína í Bryggjuhverfinu fyrir slikk. Ævistarfið mitt lá í þessari íbúð. Við höfðum gert samkomulag um að Kaupþing keypti af mér íbúðina á 70 milljónir. Áður en skrifað var undir samning gerðist það að ríkislög- reglustjóri framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum Baugs eins og frægt er orðið. Þegar ég hitti Hreiðar Má næst var samkomulagið horfið. Svarið sem ég fékk var að ég ætti sök á því að húsleitin var framkvæmd. Það sann- færði mig um að Hreiðar Már hefði aldrei verið neitt meira en strengjabrúða Jóns Ásgeirs,“ segir Jónína ákveðin. Hafði rétt fyrir mér allan tímann Í bókarlok má sjá að Jónína talar vel um alla eiginmenn sína, sambýlismenn og ástmenn. Hún virðist hafa fund- ið frið í sálinni. Var þessi bók einhvers konar meðferð fyrir þig? Að- ferð til að loka erfiðum kafla í lífinu? „Það má eiginlega segja það. Ég hef upplifað gífur- lega margt neikvætt undanfarin ár og þurfti að tala um það. Stundum leið mér eins og í sálfræðitíma þegar ég talaði og Sölvi skrifaði. Þessi bók markar ákveðin tíma- mót, ákveðna lokun á kafla í mínu lífi. Nú bý ég með manni sem ég elska út af lífinu og geri það sem mér finnst gaman. Ég hef líka upplifað mikinn stuðning frá fólki. Ég neita því ekki að ég efaðist oft um sjálfa mig þegar ég stóð ein úti á torgi og varaði við þessum mönn- um. Ég velti því fyrir mér hvort ég væri svona klikkuð fyrst enginn annar vildi sjá þetta. En hið sanna kom í ljós. Ég hafði rétt fyrir mér allan tímann. Sú vitneskja hefur hjálpað mér að ná jafnvægi og öðlast trú á fram- tíðina. Og sú vitneskja að ég bý með besta og traustasta manni sem til er,“ segir Jónína og lítur ástúðlega til Gunnars Þorsteinssonar, eiginmanns síns, sem mættur er á vettvang.” oskar@frettatiminn.is við erum 31 Helgin 12.-14. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.