Fréttatíminn - 12.11.2010, Page 42
42 viðhorf Helgin 12.-14. nóvember 2010
Almennt þykir ekki góð latína að birta tölvu
pósta annarra en nauðsyn brýtur lög. Ólyg
inn sagði að neðangreindir póstar hefðu farið
á milli dýralæknis á Suðurlandi og ráðherra
við Rauðarárstíg. Vafasamt sem það er að
hnýsast í ókunnugra manna bréfaskipti þykir
þó meira um vert að sýna þá mannlegu hlýju
og bræðralag sem þar kemur fram. Á önug
um tímum, eins og nú, er flestum tamara að
bregða fæti fyrir náungann en aðstoða.
Sá kærleikur réttlætir birtinguna.
Bréf frá Árna, dýralækni á Suðurlandi:
Kæri Össur.
Gerðu mér nú greiða, gamli vin. Ég er að
fríka út á þessu dýralæknastússi. Það er að
eins fyrir unga menn að þvælast milli bæja og
tékka á júgurbólgu og garnaflækjum í belj
um, gelda hesta og hunda og fylgjast með
riðu í sauðfé. Raunar var ég orðinn verulega
ryðgaður í fræðunum og hefði alls ekki leitað
í þetta aftur nema af illri nauðsyn.
Auðvitað hefði ég átt að taka slaginn við
Þorgerði Katrínu í stað þess að hætta fyrir
síðustu kosningar. Ég hef ekki trú á öðru
en gamla kosningamaskínan í Hafnarfirði
hefði hrokkið í gang, þrátt fyrir allt. Ég er þó
Mathiesen, hvað sem öðru líður. Það hefði
verið skömminni skárra að vera óbreyttur
á þingi en á þessum eilífa þvælingi á Suður
landi í öllum veðrum. Það ber varla kýr í hér
aðinu án þess að hringt sé í mig, jafnt á nóttu
sem degi.
Ég viðurkenni að ég var ekki með vinsæl
ustu mönnum eftir hrunið og lét mér vaxa
alskegg svo ég þekktist síð
ur. Ég get samt ómögulega
tekið ábyrgðina á þessu
rugli. Það voru bankastrák
arnir sem keyrðu allt á kaf.
Við réðum hvorki við Sigur
jón digra né Sigga.
Kannski hefði ég aldrei
átt að hringja í Darling,
sællar minningar. Hann
var eitthvað pirraður og
hélt allan tímann að ég væri
Bjöggi bankaráðherra.
Við svo búið má ekki
standa. Ég sá auglýst ágætt
djobb hjá FAO í Róm. Værir
þú ekki til í að mæla með
gömlum samráðherra ef ég
sæki um. Ég verð að kom
ast í þokkalega innivinnu
á ný.
Vanti þig eitthvað frá Ít
alíu, gangi þetta eftir, verð
ég þér innan handar.
Kær kveðja, Árni Matt.
Ps. Það væri fínt ef þú létir
vera að minnast á Icesave.
Bréf Össurar,
ráðherra við Rauðarárstíg:
Félagi Árni.
Ég sé um þetta, skárra væri nú. Ef Matvæla
stofnun SÞ tekur mark á einhverjum þá er
það á gömlum doktor í kynlífi laxfiska. Styðji
ég dýralækni að auki er málið dautt. Ég get
þess, en aðeins í framhjáhlaupi, að þú hafir
verið sjávarútvegsráðherra. Þeir hjá FAO
vita kannski ekki margt um Ísland en þó að
við veiðum fisk.
Ég nefni ekki að þú hafir verið fjármála
ráðherra, er ekki viss um að það virki.
Heldur ekki að þú hafir verið í bankaráði
Búnaðarbankans á sínum tíma og í stjórn
stofnlánadeildar landbúnaðarins. Það gæti
misskilist.
Meðmælin fylgja með í viðhengi.
Bestu kveðjur, Össur.
Ps. Hafðu engar áhyggjur af Icesave.
Viðhengi
Til þess er málið varðar.
[Lauslega þýtt úr ensku]
Á. M. Mathiesen er íslenskur dýralæknir,
menntaður í Skotlandi. Hr. Mathiesen sinnti
dýralæknastörfum eftir að hann kom heim
frá námi árið 1983. Hann tók sér hlé frá dýra
lækningum um nokkurra ára skeið meðan
hann sinnti öðrum áhugamálum, sat m.a.
á þjóðþingi Íslendinga og var sjávarútvegs
ráðherra. Mathiesen tók aftur til við dýra
lækningar árið 2009.
Ég gef Mathiesen dýralækni bestu með
mæli. Hann er stundvís, vinnusamur og glað
ur í góðra vina hópi.
Ö. Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Ís-
lands.
Ps. Mathiesen
reykir ekki.
Til þess er málið varðar
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
H inn 27. nóvember 2010 verður kosið til stjórnlagaþings. Í sögu Íslands hefur kjósendum aldrei áður boðist
jafn bein þátttaka í vali þingmanna. Beint og
óháð úthlutunarkerfi stjórnmálaflokkanna
hafa kjósendur val á milli 523 einstaklinga
sem við fyrstu sýn virðast koma úr flestum
stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Þó að val
milli svo margra frambjóðenda sé kannski
ekki auðvelt er tryggt að litrófið er betra en
sést á gömlum og steingráum vegg pólitískr
ar samtryggingar.
Miðað við fyrirkomulag kosningarinnar
má ætla að hver þeirra 25 fulltrúa sem kosnir
verða hafi vel á annan tug þúsunda stuðn
ingsmanna að baki sér, þó að atkvæðamagn
ið sé talið öðruvísi í þeim reiknireglum sem
gilda fyrir kosninguna. Til samanburðar
má nefna að meðalatkvæðamagn á bak við
hvern alþingismann þjóðarinnar í dag er um
3.600. Enn fremur hefur þing þjóðarinnar
aldrei áður verið kosið þar sem allir lands
menn hafa jafnt atkvæðavægi. Kjósendur
í Norðvesturkjördæmi höfðu til dæmis um
tvöfalt atkvæðavægi á við kjósendur á höfuð
borgarsvæðinu í síðustu
alþingiskosningum.
Lýðræðislegasta
samkundan
Það liggur því fyrir að
stjórnlagaþing getur talist
lýðræðislegasta samkunda
sem þjóðin hefur nokkurn
tíma valið. Íslendingar ættu
að vera stoltir af þessum
tímamótum. Það er mikið
sem lagt er á herðar stjórn
lagaþings og starf þess þarf
að styðja og styrkja svo að
þjóðin megi vaxa og dafna.
Lýðræði þýðir að endan
legt vald er í höndum fólks
ins – þjóðarinnar. Í starfi
stjórnlagaþingsins er þetta
einkar mikilvægt. Stjórnlagaþingið þarf að
taka vald sitt beint frá fólkinu og afrakstur
þingins þarf að fara beint aftur til samþykkt
ar þjóðarinnar. Alþingi hefur þó búið svo um
hnútana að tillögur stjórnlagaþings komi til
meðferðar þess, en ekki til
atkvæðisgreiðslu þjóðarinnar
sjálfrar – nema niðurstaðan
þóknist núverandi þingmeiri
hluta og þá með hverjum þeim
breytingum sem Alþingi vill
gera. En það mætti vel vera
fyrsta verk stjórnlagaþingsins
að taka upp annað verklag.
Þing sem hefur hlotið vald
sitt frá þjóðinni á ekki að
telja sig bundið og undir hæl
stjórnmálanna. Starf stjórn
lagaþings er of mikilvægt til
að gefa skammtíma hrepparíg
og afdönkuðu kökuskiptingar
kerfinu lokaorðið. Stjórnlaga
þingið fer með orð fólksins,
fyrir fólkið.
Það er einnig hefð fyrir því
að útvalinn hópur standi fyrir réttindum
fjöldans gegn þeim sem vilja kúga hann.
Þjóðfundurinn 1851, sem var hornsteinn í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sýndi að rétt
sýnir menn geta hafið það starf sem veltir úr
sessi stjórnskipulagi sem er andstætt vitund
og vilja þegnanna. Mannsaldri fyrir þann
fund hittust í Fíladelfíu í Ameríku fulltrúar
hvaðanæva úr nýlendunum og lýstu yfir sjálf
stæði Bandaríkjanna og frelsi frá bresku
ofríki. Hæft fólk sem tekur verk sínum af
festu og ábyrgð getur breytt sínu nánasta
umhverfi til betri vegar.
Þingið taki sér vald
Stjórnlagaþingið íslenska sem nú er að hefj
ast þarf ekki að fara eftir illa ígrunduðum
vinnureglum og flýta sér svo að betur hefði
verið látið ógert. Þingið getur tekið sér það
vald frá fólkinu að skipuleggja sína vinnu og
kalla til sín sérfróða menn og konur í þeim
mörgu álitamálum sem upp koma. Þingið
má og á að vera sjálfstætt frá ríkjandi öflum;
hin einasta sannfæring þess að búa svo um
hnútana að stjórnskipun landsins sé sú sem
tryggir hag þjóðarinnar allrar. Þingið á að
krefjast þess að Alþingi hafi engin afskipti
af störfum þess og að niðurstaða stjór
nlagaþings verði lögð beint og óbreytt í dóm
þjóðarinnar.
Ákall til stjórnlagaþings
Takmörk, valdtaka og valdatakmörk
Andri Haraldsson
forstjóri sprotafyrirtækis í
Washington
Hollráð gegn innbrotum
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Hurðir og gluggar
Hafið hurðir ætíð læstar og glugga lokaða
og krækta aftur.
Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is
PI
PA
R\
PI
PA
W
A
WBWTB
W
•
SÍ
A
•
13
40
91
34
9
119
Fært til bókar
Skítt með atkvæðin
Stefán Pálsson, frambjóðandi til stjórn-
lagaþings, syndir gegn straumnum
í Pressupistli sínum og lýsir því klárt
og kvitt yfir að hann sé ekki hrifinn af
persónukjöri. Með þessu gengur Stefán
þvert gegn afstöðu flestra annarra
frambjóðenda og segir sjálfur að það
muni kosta sig „skrönsj“ af atkvæðum,
en svo verði þá bara að vera. Stefán
segist í grundvallaratriðum ósammála
þeirri hugmyndafræði sem liggur á bak
við kröfuna um persónukjör. Í henni fel-
ist krafa um valdafærslu, þ.e. frá stjór-
nmálahreyfingum til stjórnmálamanna.
Verkefni í kynjafræði
Ummæli Maríu Sigrúnar Hilmarsdótt-
ur, fréttamanns hjá
Ríkissjónvarp-
inu, í viðtali við
Fréttatímann
fyrir skemmstu,
vöktu við-
brögð, m.a.
í hópi
sumra
femín-
ista. Þar
sagði
María
Sigrún
m.a.:
„Ég hugsa aldrei um mig sem konu þegar
ég er að vinna. Ég held að það sé ekki
vænlegt til árangurs að konur séu alltaf
að velta sér upp úr því að þær séu kon-
ur og að þeim sé mismunað af því að
þær séu konur.“ Viðtalið fræga komst á
annað stig þegar nemendur í kynjafræði
við Háskóla Íslands fengu það verkefni
að leggja mat á ummæli Maríu Sigrúnar.
Fram átti að koma hvort þeir væru sam-
mála eða ósammála umsögn frétta-
mannsins og rökstyðja þá niðurstöðu.
Besti borgarstjórinn
Jón Gnarr borgarstjóri er Jóni Daníels-
syni, þýðanda, samfylkingarmanni og
fyrrverandi blaðamanni, hugleikinn eins
og svo mörgum öðrum. Eftir umtalað
Kastljósviðtal fyrr í vikunni segir hann
nafna sinn sennilega besta borgarstjóra
sem Reykvíkingar hafi nokkru sinni átt.
Hann sé ófeiminn við að sýna heiðarleika
sinn en um leið eigin veikleika. Jón dáist
að því í fari nafna síns að þykjast ekki
hafa vit á öllu sjálfur, heldur viðurkenna
að hann þurfi á aðstoð sérfræðinga að
halda, vel að merkja sérfræðinga sem
starfa hjá borginni og á launum sem slík-
ir. „Hefur nokkur borgarstjóri viðurkennt
það áður? Ég minnist þess ekki,“ segir
Jón Daníelsson sem fagnar manni sem sé
kominn á kaf í pólitík en neiti að gerast
pólitíkus.