Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 46

Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 46
 MatartíMinn Staða SauðSinS í íSlenSkri Matarhefð Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! ar gu s 04 -0 71 3 Þ að er svo langt liðið á sláturtíðina að nú er farið að slátra eldra fé. Og þá er réttur tími til að fjalla um stöðu íslensku sauðkindarinnar í matarhefðum okkar. Sauðkindin er sennilega elsta húsdýrið á eftir hundinum. Þar ræður líklega mestu að féð er ekki stórt. Unglingur getur tekið kind í fangið. Sauðkindin er hópdýr og unir sér í stórum hjörðum. Sauðfé var því kjörin æfing fyrir manninn á leið sinni frá veiðimennsku og söfnun að hirðingjalífi og landbúnaði. Það er einkum tvenns konar nyt sem menn hafa haft af sauðfé. Annars vegar mjólk og hins vegar ull. Og það er augljóst að menn höfðu meiri áhuga á mjólkinni á hlýrri svæðum en lögðu meiri rækt við ullina eftir því sem norðar dró. Við sjáum þessa skiptingu enn glöggt hjá fjarskyldum ættingjum sauðkindarinnar, geitunum. Geitur gefa af sér frábæra mjólk en lakari ull. Þær eru því hafðar í hávegum við Miðjarðarhafið en hafa nánast horfið úr ullarbeltinu. Ull gefur haustlömb, ostur gefur vorlömb Samhliða mjólkurvinnslu og ullarfram- leiðslu borðuðu menn að sjálfsögðu kjötið af fénu. Þar sem mjólkin er nýtt er lömb- unum slátrað fárra vikna gömlum. Þetta eru ljósbleiku og meyru vorlömbin sem við þekkjum frá Miðjarðarhafslöndunum. Þar sem sauðfé er ræktað vegna ullarinnar fáum við haustlömb, sem eru hætt á spena og smakkast eins og hálft skref í átt að full- orðnu dýri. Af báðum svæðum þekkjum við síðan sauðakjöt af dýrum sem eru eins til tveggja ára og ærkjöt af eldri skepnum. Þótt sauðamjólk hafi verið nýtt að ein- hverju marki á Íslandi þá var það bæði í litlum mæli og á löngu liðnum tíma. Í raun má segja að það sé einn af harmleikjum þessarar þjóðar að þótt sauðkindin hafi nagað landið niður í eyðimörk þá fengum við ekki einn þokkalegan sauðaost í stað- inn. Nei, íslensk sauðfjárræktun var fyrst og fremst ræktun á ull. Vaðmál var lengst af eina afurð íslenskra býla sem gat talist markaðsvara. Öll önnur framleiðsla var til heimabrúks. Við erum því ullar- og haust- lambamegin í lífinu. Vegna þess hversu stutt íslenska sum- arið er, er íslenska haustlambið aðeins yngra þegar því er slátrað og dálítið minna en haustlömbin á Bretlandseyjum eða í Frakklandi. Það er hins vegar álíka gamalt og áströlsk lömb og nýsjálensk. Það má líta á þetta sem kost þar sem íslenska lambið getur bæði leikið hlutverk vorlambs í eld- unarhefðum Miðjarðarhafsins og verið haustlamb fyrir þá sem eru hrifnari að hægri og vægri eldamennsku. Á móti má segja að það nái hvorugu hlutverkinu full- komlega. Ofeldun eins og hvert annað óhóf Þótt hæg og væg eldamennska eigi betur við kjöt af eldri skepnum er það ekki eina ástæða þess að eitthvert form moðsuðu eða -steikingar er til í flestum kaldari löndum. Meginástæðan er sú að eldiviður var dýr. Fólk lét því suðuna koma upp, tók pottinn af hlóðunum, byrgði hann og lét kjötið eld- ast í þá tvo, þrjá tíma sem það tók hitann að falla frá suðumarki og niður í um 50 gráður eða svo. Þetta hefur án efa verið meginaðferð Ís- lendinga við eldun lamba- og kindakjöts fram að tíma rafmagnsins. Fyrstu Rafha- eldavélarnar voru þannig með moðsteik- ingarskúffu undir ofninum. En fólk hætti fljótlega að nota þessar skúffur. Eins og svo oft fyrr og síðar í sögu sinni gerðust Ís- lendingar óhófsneytendur á rafmagn. Það varð lenska að steikja og sjóða við of háan hita og of lengi. Þurrt lambalæri er því af- kvæmi Sogsvirkjananna miklu fremur en arfleifð aftan úr öldum. Náttúrulegt kjöt sem byggist á eyðingu náttúru  Sauðkindin góð náttúruafurð?  Soðið eða Steikt Sneitt Með Skeið Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 46 matur Helgin 12.-14. nóvember 2010 Eyðingu skóga og land- gæða við upphaf Íslands- byggðar má rekja til þess að landnámsmenn áttuðu sig ekki á að íslenskt gróðurfar endurnýjaði sig hægar en þeir voru vanir af vesturströnd Noregs og skosku eyjunum. Þeir ofnýttu því skóg og beitarlönd. Sauðkindin spilaði þar stórt hlutverk – en var ekki í aðalhlut- verki. Hún hreppti það hlutverk hins vegar í gullæðinu sem greip íslenska bændur í sauðasölunni til Bretlands upp úr miðri nítjándu öld. Þá fjölgaði sauðfé úr 400 í 800 þúsund á örfáum árum. Heiðarnar þoldu ekki þá beit. Og þegar frosið nautakjöt frá Arg- entínu og svínakjöt frá Jótlandi bolaði íslenska sauðnum út af Bretlands- markaði gripu íslensk stjórnvöld til þess að borga bændum út- flutningsbætur og niðurgreiðslur svo að þeir gætu haldið fram- leiðslunni áfram eins og ekkert hefði gerst. Þetta var stærsta „bailo- ut“ Íslandssögunnar. Í áttatíu ár var bændum greitt fyrir að halda 800 til 900 þúsund fjár sem stórskaðaði gróðurfar á heiðum uppi. Þegar kósíkynslóðin á lopapeys- unum dásamar hversu hrátt og nakið íslenskt landslag er, er hún að dásama gróðureyðingu í kjölfar sauðasölunnar. Íslenska lambakjötið er frábær náttúruafurð í þeim skilningi að það er allt að því villibráð. Það elst upp á villtum gróðri. Það er því svo til ósnert af lyfjum sem fylgja þröngbýli í iðnframleiðslu eða áburði af ræktar- túnum. Þessi gæði koma hins vegar með því gjaldi að stórum hluta stofnsins er beitt á ofnýtt land. Að baki frábærum gæðum kjötsins eru gríðarleg náttúruspjöll. Ef þjóðernissjónarmið trufluðu ekki (sem lýsa sér til dæmis í því að lopapeysan – tákn gróðureyðingar – er einkennisbúningur náttúruverndarsinna) væri Landvernd og Landgræðslan fyrir löngu búnar að taka upp vottunarkerfi svo að fólk gæti valið að kaupa lambakjöt af svæðum þar sem beit er í jafnvægi. Neytendur gætu þá bæði notið lambsins sem hreinnar afurðar og beitt sóðana fjárkúgun til að þvo ljótan blett ofbeitar af íslenskum landbúnaði – og þjóðinni allri. Líklega er ofnsteiktur lamba- hryggur með sykurbrún- uðum kartöflum hápunktur nýlendueldhússins íslenska. Þetta er snörun á dönsku pörusteikinni yfir á íslenskt hráefni. Hryggurinn hefur að einhverju leyti fallið í skugg- ann af lærinu. Að hluta til er það vegna þess að lærið er útbreiddari ofnsteik og Íslend- ingar hafa sótt endurnýjun eigin hefða í erlendar upp- skriftir. En að hluta til hefur hryggurinn liðið fyrir að vera feitari en lærið. Það hefur ekki verið til vinsælda fallið síðustu áratugina. Við leggjum til að fólk standi með pörunni og minnist nýlendutímans með því að elda feitan hrygg. Og borða rabarbaragraut á eftir, sem er önnur snilldarleg snörun danskra hefða upp á íslenskt hráefni. Sauðakjöt er næstum horfið af markaðnum vegna minni áherslu á ullarframleiðslu. Það er helst að sauðahangikjöti sé stillt fram í búðum. Þetta er synd. Sauðkjöt er kröft- ugra en lambakjötið og hentar betur til hægrar eldunar. Ærkjöt er víða hægt að fá, en þá aðeins hryggvöðv- ana fitu- hreinsaða. Það er líka synd, því bragð af kjöti liggur í fitunni. Fituhreinsað ærkjöt bragðast næstum eins og fitu- hreinsað folaldakjöt eða nautakjöt. Það ruglast hins vegar enginn á þessum bitum þegar þeir eru steiktir með viðeigandi fitu. Þeir sem óttast rollubragð af ærkjöti geta notað gamalt húsráð frá Wales og soðið rollulæri í vatni í korter áður en það er sett í ofninn. Ullarbragðið situr eftir í soðinu. En hvort sem menn vilja sjóða eða steikja lamb eða sauð, mjúkan vöðva eða skanka, er gott að hafa í huga að ungt kjöt og meyrt byrjar að þorna ef það er hitað umfram 58 gráður en eldra kjöt og seigari hlutar verða ekki meyrir nema þeir séu hitaðir upp í 80 gráður. Ungt og meyrt kjöt er því best að steikja snöggt á pönnu eða í vel heitum ofni skamma stund til að fá steikingarhúð en setja síðan í um 90 gráðu heitan ofn þar til innsti kjarninn er orðinn 58 gráður. Eldra og seigara kjöt þarf lengri tíma. Best er að byrja á sama hátt og með unga kjötið; fá húð við mikinn hita og setja í 90 gráðu heitan ofn í um tvo tíma en bæta síðan við 4-6 tímum í 120 gráðu heitum ofni. Við svona langa eldun losar kjötið gelatín sem gerir það svo mjúkt að maður getur sneitt það með skeið. Þurrt lambalæri er því afkvæmi Sogs- virkjan- anna miklu fremur en arfleifð aftan úr öldum. Hryggur og læri, lamb og sauður Á stórum köflum Íslandssögunnar er erfitt að greina hvort Íslendingar hafi haldið sauðfé eða hvort landsmenn voru sníkjudýr á sauðkindinni. Samlíf þessara tveggja tegunda var svo náið. Íslendingar ræktuðu sauðfé fyrir ullina en ekki mjólkina og það mótaði matarhefð ok- kar. En þar sem sumrin eru stutt og lömbin ung við slátrun er íslenska lambakjötið mitt á milli vor- og haus- tlamba eins og við þekkjum í Evrópu. Ofeldun kom með rafmagninu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.