Fréttatíminn - 12.11.2010, Page 64

Fréttatíminn - 12.11.2010, Page 64
64 dægurmál Helgin 12.-14. nóvember 2010  Kauptu stílinn Rachel zoe Vekur athygli hvar sem hún fer Rachel Zoe, 48 ára, er talin vera einn valdamesti stíl- isti heims og er sannur frumkvöðull í tísku. Sumar af best klæddu konunum í Hollywood á borð við Nicole Richie, Keira Knightley og Demi Moore, hafa allar leitað hennar hjálpar og hefur hún leiðbeint þeim við að skapa sinn eigin stíl. Rachel sér fram í tímann, veit hvað til stendur og vekur athygli hvar sem hún fer. Vero Moda 9.900 kr. Copra 4.990 kr. Kaupfélagið 9.990 kr. Karen Millen 22.990 kr. Warehouse 12.990 kr. Friis & company 3.900 kr. 2.990 kr.  Royal extReme VeRðlaunahafi Baileys á smiðjustígnum Una opnar búð Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir (fyrir miðri mynd) opnaði á dögunum búð við Smiðjustíg á móti Kaffibarnum þar sem fatnaður undir merki hennar, Royal Extreme, er á boðstól- um. Una Hlín er ein af þremur konum sem Bai- leys heiðraði á sérstöku listakvöldi um síðustu helgi. Hinar tvær eru Lína Rut myndlistarkona og Harpa Einarsdóttir fatahönnuður. Á samkomunni var eitt verk frá hverri þeirra boðið upp. Bryndís Ásmundsdóttir leikkona stýrði uppboðinu með miklum stæl og seldust öll þrjú verkin. Frá Línu Rut var í boði skúlptúr, Harpa var með málverk og Una Hlín bauð upp á silkislá frá Royal Extreme. Royal Extreme kom fyrst á markað 2009 undir því glaðhlakkalega enska slagorði „More is more, less is a bore“, sem er lýsandi fyrir vörur frá fyrirtækinu, hvort sem um er að ræða fatnað eða fylgihluti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.