Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 6
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is Hvað kostar að fá kvef? Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is Nýjar á náttborðið Tvær frábærar kiljur! Arsenikturninn eftir metsöluhöfundinn Önnu B. Ragde, höfund Berlínaraspanna „... mikil fjölskyldusaga ... afskaplega fallegur stíll og hún er vel skrifuð. Bók sem höfðar til margra ...“ Þorgerður E. Sigurðardóttir / Kiljan „Aðdáendur Hennings Mankell, Karinar Fossum og Arnaldar Indriðasonar fá hér bók við sitt hæfi.“ Publishers Weekly Blóðnætur eftir sænsku glæpasagna- drottninguna Åsu Larsson H eild arlisti 2 9 .0 9 -0 5 .1 0 .1 0 H eild arlisti 2 9 .0 9 -0 5 .1 0 .1 0 2. prentun væntanleg 2. prentun væntanleg Verðkönnun – Algengar vörur til að berjast við kvef Garðsapótek, Sogavegi 108 Lyfjaver, Suður- landsbraut Skipholts- apótek Apótekarinn, Melhaga Lyf og heilsa, Hringbraut Lyfja, Lágmúla Paratabs 500 mg, 30 töflur 290 285 394 394 427 378 Ibufen, 400 mg - 30 töflur 440 470 542 542 587 566 Nezeril nefúði, blár 7.5 ml 416 410 428 428 462 510 Pinex barnastílar, 125 mg, 10 stk 340 407 435 435 472 496 Pektólín, hóstasaft, 150 ml 490 490 548 548 592 575 Strepsils, hunungs og sítrónu, 24 stk. 890 870 857 938 928 1272 Voxis-hálstöflur 300 302 318 296 318 379 Panodil Hot, 500 mg, 10 stk 1090 1230 1201 1201 1299 1259 Vicks Vaporub-krem 1200 1241 1349 1349 1349 1199 Vicks-nefstautur 800 877 934 934 934 998 SAMTALS: 6256 6582 7006 7065 7368 7632 Nú er kjörtími kvefs. Horinn byrjar að leka úr nösunum, beinverkir herja á og hitavella, hósti og almenn leiðindi. Engin lækning er til við kvefi og allt kemur fyrir ekki, hvernig sem fólk belgir sig út af nátt- úrulyfjum. Þar til kvefið rjátlast af manni af sjálfu sér má reyna að gera sér kvefið sem bærilegast. Til þess eru ýmis hjálparmeðul. Hver býður svo best í kvefvörnum? Ég gerði verðkönnun á tíu kveftengdum vörum, fór í sex apótek á höfuðborgarsvæðinu og tók niður verð. Hér koma niðurstöðurnar. Kvefið fer á endanum en hinn klassíski Vicks- nefstautur og fleiri vörur gera það bærilegra á meðan það þvælist fyrir manni. Garðsapótek kemur best út úr þessari könnun. Það munar 1.376 krónum á verði tíu vara hjá þeim og dýrasta apótekinu, Lyfju. Garðsapótek hefur verið einkarekið apótek í fimmtíu ár og tekur fram á heimasíðu sinni að það tengist hvorki lyfjakeðj- um né eignarhaldsfélög- um. Lyfja er hins vegar með meira en þrjátíu útibú um allt land. Það væri hægt að álykta sem svo að markaðsstærð fyrirtækisins skilaði sér í einhverju öðru en að það væri dýrasta apótek höfuðborgarsvæðisins. Svo er þó ekki. F orvirkar rannsóknarheimild-ir mega ekki vera á kostnað almennra mannréttinda, seg- ir Ömundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra. Hann segir þó mikilvægt að rannsóknar- heimildir fari fyrir dómstóla og að lögreglan sé ekki sjálfráð um að beita forvirkum rannsóknarheim- ildum. „Hins vegar á að mæta þeim hópum af einurð sem koma hingað til lands í glæpsamlegum tilgangi,“ segir hann spurður um þá stefnu stjórnvalda að vísa öllum meðlimum Hells Angels úr landi. Þurfa að ná betri árangri Lögregluyfirvöld hér á landi hafa bent á nauðsyn forvirkra rannsókn- arheimilda til þess að þau geti fylgst með mönnum sem þau telja að muni brjóta af sér; mönnum eins og með- limum MC Iceland, sem sótt hafa um inngöngu í Hells Angels-vél- hjólasamtökin. Jóhann R. Benediktsson, fyrr- verandi lögreglustjóri, segir ljóst að skipulögð glæpastarfsemi á Ís- landi sé að komast á annað stig. Lögreglan beiti því öllum löglegum ráðum til að fylgjast með félögum MC Iceland. Hún þyrfti að nota for- virkar rannsóknarheimildir til að ná betri árangri því ljóst sé að ekki hafi tekist að stöðva myndun vél- hjólagengja sem tengjast glæpa- starfsemi: „Staðan mun versna úr þessu, fái íslensk lögregluyfirvöld ekki að beita sömu rannsóknar- heimildum og lögregluyfirvöld í nágrannaríkjum okkar.“ Má ekki misnota Bæði Ögmundur og Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður benda á að slíkar rannsóknar- heimildir hafi verið misnotaðar erlendis. Ragnar segir að tryggja verði að það gerist ekki hér. „Þótt slík mál fari fyrir dómara er enginn sem kemur fram og segir að rök lögreglunnar eigi ekki við.“ Því sé sá öryggisventill gegn misnotkun ekki endilega nægur. Hann bendir á að í Danmörku fái þeir sem lög- reglan vill eltast við talsmann. „Ég er samt ekki alveg viss um að það virki þar sem talsmaðurinn getur ekki rætt við umbjóðendur sína. En þetta er ein þeirra aðferða sem kæmi til álita, eigi að leyfa slíkt,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Forvirkar rannsóknarheimildir Sýna erlendum glæpa- mönnum enga linkind Dómsmála- og mannréttindaráðherra segir að lögreglan fengi aðeins forvirkar rannsóknarheimildir ef beiðnir hennar um að beita þeim færu fyrir dómstóla. Mikilvægt sé að mæta mönnum sem hingað komi í glæpsamlegum tilgangi af einurð. Fyrrum lögreglustjóri segir skipulagða glæpastarfsemi vaxandi. Jóhann R. Benediktsson segir lögregluna nauðsynlega þurfa forvirkar rann- sóknarheimildir. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.