Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 54
 Matur ÞaÐ BESta Er ÁVaLLt ÓDÝraSt – EKKI SÍSt Í KrEPPu ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Henning Steinfeld, sér-fræðingur hjá Matvæla-stofnun Sameinuðu þjóð- anna, WHO, lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu í Argentínu fyrir skömmu að kjötframleiðsla myndi svo til leggjast af í heiminum inn- an fárra áratuga. Ástæðan er fyr- irsjáanlegur vatnsskortur. Út frá sjónarmiðum vatnsverndar er kjöt- framleiðsla glórulaus sóun. Hver hitaeining í kjöti svelgir í sig fimm- tíufalt vatnsmagn á móti hverri hitaeiningu í rófu. Kjötneysla verður því munaður hinna ofsa- ríku, sagði Henning þessi, þegar raunvirði vatns hefur kippt fótun- um undan fjöldaframleiðslu á kjöti. Þetta hljómar sláandi. En er það kannski ekki þegar betur er að gáð. Það er tiltölulega stutt síðan farið var að rækta dýr einvörðungu vegna kjötsins. Þótt markaðir fyrir kjöt hafi stækkað í kjölfar iðnbylt- ingarinnar magnast framleiðslan ekki fyrr en með verksmiðjurækt- un síðustu áratuga. Ómannúðlegar aðfarir, vatnssóun, sjúkdómar og óheyrileg lyfjanotkun eru merki þess að maðurinn hefur ekki enn náð neinum tökum á þessari fram- leiðslu. Kjötsúpan er fyrir gamalt fé Fyrir tíma fjöldaframleiðslunnar var kjöt fyrst og fremst aukaafurð. Eggin skiluðu varphænum, mjólk- in kálfum, sauðamjólk vorlömbum, ullin haustlömbum og uxinn, sem áður dró plóginn, endaði í kröft- ugum pottrétti. Margar af matar- hefðum og eldunaraðferðum okkar byggjast á kjöti sem aukaafurð. Íslenska kjötsúpan er augljós- lega sprottin fram af þörf fyrir að sjóða kjöt af gömlu dýri án þess að sóa eldiviði um of. Það fer best með kjöt af gömlum skepnum að elda það lengi við vægan hita. Íslend- ingar létu því suðuna koma upp, settu lokið á pottinn, vöfðu hann heyi og settu í kassa þar sem súpan var látin moðsjóða í nokkra klukku- tíma. Það er hins vegar út í hött að elda lambakjöt með þessum hætti. Ungt kjöt er meyrt og það fer best á því að elda það við mikinn hita en skamma stund. Allt hakkað nema hryggurinn Þegar við stöndum fyrir framan kjötborðin sjáum við ekki lengur kjöt af eldri dýrum. Þau fara í puls- ur. En við sjáum heldur ekki kröft- ugri bitana af unga kjötinu. Þeir eru hakkaðir. Það eina sem okkur stendur til boða eru meyrustu bit- arnir af yngstu dýrunum. Og svo hakk og SS-pulsur. Með þetta úrval af kjöti þarf enginn á matreiðslu- bók að halda. Sama regla gildir um allt: Steikið snöggt við háan hita. Um daginn voru fluttar fréttir af gæsaskyttum sem skáru bringurn- ar af gæsunum en skildu hræin eft- ir uppi á heiðum. Þessir menn hafa litið á lærin sem lélegar bringur. En þeir eru ekkert skrítnari en við hin. Við hökkum eiginlega allt sem ekki er hryggvöðvi og borðum svo kjötbollur og spagettí bolognese í annað hvert mál. Þegar við bætist að meyra kjötið af ungu dýrunum verður með kynbótum stöðugt yngra, meyrara og bragðminna er ljóst að við erum á leið frá fjöl- breytileika að leiðindum. Varphænur með bragði Ef þið farið vel að kjötkaupmann- inum ykkar getur hann útvegað alls kyns kjöt annað en það sem stillt er fram. Þið getið til dæmis breytt varphænum frá Brúneggi í klassískan hana í víni. Varphænur eru allt önnur tegund en holdakjúk- lingar. Þær eru helmingi léttari, kjötið er dökkt og bragðið minnir á fashana frekar en verksmiðju- kjúkling. Nútímakjúklingur getur aldrei orðið almennilegur hani í víni. Þeir verða of þurrir við langa eldun og hafa lítið bragð að gefa sósunni. En geymum hænurnar og bíðum eftir að kjöt af sauðum og fullorðnu fé verði fáanlegt þegar líður á slát- urtíðina. Á meðan útveguðu karl- arnir í Melabúðinni okkur brjóst- vöðva af nauti og seldu okkur á sama verði og hakk, enda er uxa- brjóstið vanalega hakkað. Sem er synd. Brjóstvöðvinn er kröftugur vöðvi með mikla sögu, ekki síst úr gyðingaeldhúsinu. Ef uxabrjóst er eldað blíðlega og af þolinmæði virkar bragðmild nautalundin sem norskt strákaband við hliðina á Neil Young. Bestu bitarnir enda í hakkavélinni Iðnvæðing matarframleiðslunnar hefur leitt til meiri einhæfni. Kjötið er af sífellt yngri skepnum, meyrara en bragðminna. Kjöt af eldri skepnum og grófari bitar hafa horfið úr búð- unum. Og með þeim hverfa stórir kaflar úr matarhefðinni – oft bestu kaflarnir. Tveir góðir frá Jerúsalem Uppskrift Fullgildir grænmetisréttir Uppskrift Til að vega upp hinar holdlegu uxabringur er ráð að bera fram með þeim fullgilda grænmetisrétti frekar en hefðbundið meðlæti svo fólk geti sjálft ráðið vægi kjötsins á disknum. Andi þessara tveggja rétta er sóttur til veitingastaða í London sem tveir félagar ættaðir frá Jerú- salem eiga, annar gyðingur en hinn Palestínuarabi. Veitingastaðirnir heita eftir Ottolenghi sem bakar. Það er hins vegar Sami Tamimi sem er snillingurinn. Hér eru sætar kartöflur og íslenskt bygg í anda hans. Föstudagur (í dag): 15.00 Búið til krydd- blöndu. Einn hluti af hverju: pipar, sinnepsfræ, tímían og salvía og þrír hlutar sjávarsalt. Myljið og nuddið kryddinu inn í uxabringuna. Steikið um 200 g af reyktu svínafleski skornu í strimla þar til það er stökkt. (Biðjið kjötkaupmanninn um fleskið. Ekki kaupa pækil- og sprautusaltað beikon í plastumslögunum.) Veiðið fleskið upp úr og steikið uxabringuna upp úr feitinni í um 5 til 10 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið upp úr og hendið fitunni. Notið hálfan lítra af nautasoði til að leysa upp steikarskánina af pönnunni og hellið soðinu yfir í pott með loki. (Ef þið notið ekki pott sem bæði er hægt að nota á hellurnar og í ofninn.) Bætið einni Egils malt saman við fleskið, nokkrum lárviðarlaufum og átta steinlausum sveskjum. Setjið kjötið á fituhliðina í pottinn og þrjá lauka sneidda í hálfhringi ofan á það. Leggið lokið á, setjið pottinn inn í kaldan ofn og stillið á 90°C. Snúið ykkur að öðru í tvo og hálfan tíma. Hlustið t.d. á Das Rheingold eftir Wagner. 17.00 Snúið kjötinu við svo að laukurinn falli ofan í soðið. 18.00 Hækkið hitann í 120°C. Setjið Die Walküre í tækið. Kíkið á pottinn eftir fyrsta þátt. Soðið má ekki sjóða. Lækkið hitann örlítið ef loftbólurnar eru of stórar eða ólmar. 20.15 Bætið hálfu kílói af gulrótum og hálfu kílói af sveppum í pottinn. Skorið eftir smekk. 21.50 Slökkvið á ofn- inum þegar síðustu tónar Wagners deyja út. Látið pottinn vera í ofninum. Góða nótt. Laugardagur: 12.00 Takið pottinn út úr ofninum og setjið inn í ísskáp. Sunnudagur: 17.00 Brjótið fituna ofan af soðinu (notið hana til að steikja og ofnbaka kart- öflur). Skerið kjötið í þunnar sneiðar og leggið í eldfast mót og grænmetið ofan á. Sjóðið soðið niður þar til það þykknar eilítið og hellið yfir kjötið. Breiðið álpappír yfir og setjið fatið í kaldan ofn. Stillið á 120°C og hitið í einn og hálfan tíma. Snúið ykkur að meðlætinu; sætum kartöflum, byggi og einföldu grænu salati hússins. 19.00 Verði ykkur að góðu. MatUr Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 42 matur Helgin 8.-10. október 2010 Sætar kartöflur 1. Þvoið tæpt kíló af sætum kartöflum (ekki afhýða þær) og brytjið í um 2 cm bita, veltið upp úr olíu og setjið í skúffu inn í 200°C heitan ofn í um hálf- tíma. Varist að elda þær um of. 2. Setjið um 50 g af pecan-hnetum í ofninn í 5 mínútur og brytjið þær gróflega. 3. Hrærið saman 4 msk. ólívuolíu, 2 msk. maplesíróp, 1 msk. sérríedik (traustara en balsamik, sem oft er falsað), safa úr einni appelsínu og hálfri sítrónu, ½ tsk. kanil og raspið sentimetra af engiferrót út í. Smakkið og fínstillið bragðið. Setjið 50 g af rúsínum út í. 4. Brytið gróft saman flata steinselju, kórí- ander, graslauk, vorlauk, klettasalat eða annað sem er við hönd- ina (sumt af þessu, ekki allt) þar til þið hafið góðar tvær hnefafyllir af einhverju grænu, fersku og kröftugu. 5. Hellið salatolíunni yfir kartöflurnar og blandið saman. Blandið hnetum og jurtunum saman við og kryddið með salti, pipar og ef til vill smávegis af þurrkuðum chiliflögum. Þessi réttur er bestur við stofuhita eða rétt rúmlega það. Íslenskt bygg 1. Sjóðið einn bolla af heilu byggi á móti þremur bollum af vatni í um 45 mínútur. Leyfið korninu að jafna sig í pottinum. 2. Setjið 2 msk.af púðursykri út í um 50 ml af kirsuberjaediki og hrærið. Brytjið einn rauðlauk og þrjá sell- erístilka smátt og leyfið að marínerast í edikinu í klukkustund. 3. Steikið 250 g af sveppum í smjöri og piprið vel. (Grillið kúrbít í staðinn fyrir sveppina ef þið bjóðið upp á uxabringuna hér til hliðar. Það er nóg af sveppum í þeim rétti.) 4. Brytjið saman flata steinselju, tarragon, graslauk, klettasalat, spínat (sumt af þessu, ekki allt) í um einn bolla. 5. Setjið byggið í skál, hellið um 5 msk. af ólívuolíu yfir, þar næst lauknum og edikinu, þá sveppunum og loks þessu græna. Blandið saman, smakkið og kryddið til með pipar og grófu salti. Best við stofuhita. Sættið ykkur ekki við fábreytilegt úrvalið í stórmörk- uðum. Í Melabúð- inni er til dæmis hægt að leggja inn óskalista um varp- hænur, sauðakjöt, uxabrjóst, kálfalifur – hvað eina. Hér hefur Friðrik Guð- mundsson fundið til brjóstvöðva af nauti. Með því að hægelda hann í Egils Maltöli verður hann að drottninga- fæðu í kreppunni. Ljósmynd/Hari Hægeldað uxabrjóst upp úr Egils malti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.