Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 20
netið. Nú gengur ekki að vera
netlaus því mikið af heimanám-
inu er á netinu og þetta þarf allt
að borga.“ Hún fær 120 þúsund
krónur í örorkubætur á mánuði
auk meðlags með börnunum.
Börnin fá ekki að vita
„Ráðstöfunartekjur mínar eft-
ir að ég hef greitt þessi föstu
gjöld eru á milli 40 og 50 þús-
und krónur,“ segir hún. „Ég fæ
föt hér hjá Fjölskylduhjálpinni
og líka hjá eldri frændsystkin-
um barnanna. Elsti drengurinn
fær föt af bróður mínum og þau
eru sem himnasending.“ Ungu
mæðurnar sækja einnig aðstoð
hjá öðrum hjálparstofnunum og
voru nýkomnar frá Hjálparstofn-
un kirkjunnar.
„Við verðum samt að koma
hingað líka því þótt við fáum mat
hjá kirkjunni er þar enga mjólk
eða aðra ferskvöru að fá eins og
hér.“ Hún fær skóladótið fyrir
börnin sín í kirkjunni og segir
þau ekki vita af því að hún sæki
aðstoð fyrir heimilið til hjálpar-
stofnana. „Í þeirra huga kaupi
ég vörurnar.“ Hún vill ekki að
þau upplifi sig fátæk.
„Ég vil ekki að þau tali um
það við vini sína að við þurf-
um að fá mat og föt gefins.
Börn geta verið svo and-
styggileg og grimm og
erfitt að hugsa til þess
að börnin mín yrðu skot-
mörk vegna þess hve
ég hef úr litlu að
spila.“
Vinkona henn-
ar er einnig ör-
yrki en rekur
bíl, greiðir leik-
skólagjöld fyrir drenginn sinn
og húsaleigu. Hún er ein með
barnið og engin tengsl eru við
föður þess. Hún fær 125 þúsund
krónur í bætur. „Eftirstöðvarnar
eru mjög litlar, þrjátíu, fjörutíu,
fimmtíu þúsund – það er mis-
jafnt milli mánaða.“
Þær segja matargjafirnar end-
ast þeim fram í vikuna. Í grunn-
inn fái þær sömu vörurnar milli
vikna. „En kvöldmaturinn sem
maður fær, breytist alveg stund-
um. Þetta eru þó allt unnar kjöt-
vörur – krakkabúðingur og kjöt-
fars. Þetta er ekki matur sem ég
myndi kaupa úti í búð ef ég gæti
valið,“ segir sú með börnin þrjú.
Hvorug þeirra leyfir sér þann
munað að setjast inn á kaffihús
eða eyða fé í búðarápi í Kringl-
unni. „Það er nú bara munaður.
Jú, auðvitað labbar maður stund-
um um Kringluna, en maður
gerir sér nú engar vonir um
að geta keypt neitt þar – nema
þá þegar koma barnabætur, þá
kaupir maður það sem helst
vantar; nærföt eða eitthvað ann-
að spes.“
Úr leik eftir hjartaáfall
Æ fleiri safnast í röðina fyrir
utan hús Fjölskylduhjálparinn-
ar. Vel til hafður maður situr á
barði beint á móti innganginum
og bíður rólegur eftir hjálpinni.
Hann er 62 ára og hefur verið ör-
yrki frá því hann fékk hjartaáfall
fyrir fjórtán árum.
„108 þúsund eftir skatta á
mánuði. Það dugar ekki,“ segir
hann. „Oft eru peningarnir bún-
ir um miðjan mánuðinn. Þá þarf
ég að leita til hjálparstofnana, en
það sem ég fæ hér úthlutað dug-
ar mér ekki út vikuna. Ég reyni
að spara matinn og kaupi vel
inn um mánaðamótin og frysti.
Þá get ég gripið í það þegar allt
þrýtur. Ég þarf ekki mikið, en
reyni þó að borða eina heita mál-
tíð á dag og læt það duga.“
Hann greiðir um áttatíu þús-
und krónur með hússjóði fyrir
félagslega íbúð hjá borginni.
„Svo fæ ég húsaleigubætur, rúm
tuttugu þúsund, og heimilisupp-
bót, 12 þúsund kall á mánuði. Ég
hef ekki efni á að reka bíl – er
bara á hjóli.“ Hann skildi fyrir
fjórum árum og segist einmana.
„Ég stunda lítið félagslíf og gerði
það heldur ekki þegar ég vann.
Mátti ekki vera að því.“ Hann
var sjómaður en hætti þegar
honum bauðst betra starf í landi.
„Þrekið þraut þegar ég fékk
hjartaáfallið. Ég reyndi að vinna
eftir þetta, en það gekk ekki. Nú
dröslast ég áfram,“ segir hann
og bætir við að hann muni aldrei
ná sér út úr þessu.
Tengslin við fjölskylduna eru
góð, að hans sögn, og hún veit
að hann þarf að leita til hjálpar-
stofnana. „Ég fer líka stundum
niður í Mæðró, en ég fer ekk-
ert nema þegar ég er orðinn
peningalaus. Það er ekkert
skemmtilegt að þurfa að leita
eftir hjálp.“
Sækja hjálpina saman
Nú stendur á annað hundraðið
og bíður þess að klukkan verði
tvö. Fyrir innan eru um tuttugu
sjálfboðaliðar að tína vörur í
poka; rófur, kál, brauð, mjólk og
þennan miðvikudag fá fjölskyld-
ur tannbursta fyrir börnin. Með-
al þeirra sem bíða eru mæðgur í
afar erfiðri stöðu.
„Ég á þrjú börn og sjálf er ég
MS-sjúklingur,“ segir dóttirin,
tæplega fertug. „Ég hef lengi
þurft að stóla á hjálparstofn-
anir eins og Fjölskylduhjálpina.
Maðurinn minn hefur verið at-
vinnulaus í eitt ár. Hann missti
vinnuna eftir fimmtán ár á sama
stað.“
Hún þarf að sækja matarað-
stoð í hverri viku. „Ég er í allt-
of litlu félagslegu húsnæði, um
hundrað fermetra, með börn-
in þrjú. Tvö þeirra eru fötluð
og þurfa að deila herbergi.“
Þau ganga í Öskjuhlíðarskóla.
Drengurinn er þroskaheftur,
málfatlaður, einhverfur og floga-
veikur. Stúlkan er þroskaheft
og málfötluð. Þær mæðgurnar
hjálpast að en amma barnanna
er einnig öryrki. Hún er heyrn-
arskert. Maður hennar glímir
við krabbamein. „Þetta er svaka-
lega erfitt. Hann er með æxli í
heiladinglinum sem við bíðum
eftir að verði tekið. Það er búið
að reyna einu sinni en mistókst.“
Hún reiknar ekki með að hann
verði vinnufær eftir aðgerðina
og hagur fjölskyldunnar vænk-
ist. Þau séu komin á aldur.
Dóttirin segir sjálfboðaliða
Fjölskylduhjálparinnar þekkja
aðstæður fjölskyldunnar. Hún
fái fyrir vikið stærri skammta.
Hún segir elsta barnið vita um
þessar erfiðu aðstæður foreldr-
anna. „Það segir vinum sínum
ekki frá þessu og tekst að halda
þessu leyndu.“
Fjölskylduhjálpin
Fjölskylduhjálpin ríflega fimm-
faldaði veltuna á milli áranna
2008 og 2009.
Þar vinna hátt í fjörutíu sjálf-
boðaliðar í hverri viku, um
sjötíu prósent þeirra öryrkjar.
Hjálparsamtökin þiggja styrki
frá fyrirtækjum, tvær milljónir
frá ríkinu og annað eins frá
borginni, en greiðir einnig
fyrir leigu á húsnæðinu, tólf
hundruð þúsund á ári, til
borgarinnar.
Úthlutanir Fjölskylduhjálpar-
innar fara fram alla miðviku-
daga milli klukkan 14 og 17.
Móðir þriggja barna,
tveggja þeirra fatlaðra, stóð
ásamt heyrnarskertri móður
sinni og beið þess að fá mat
hjá Fjölskylduhjálp Íslands á
sólardegi síðla september-
mánaðar.
S jálf glímir hún við MS-sjúkdóminn. Heima biðu eiginmennirnir – hennar
hefur verið án vinnu í ár og faðir
hennar glímir við krabbamein.
Ekki fjarri þeim stóðu vinkon-
ur, báðar einstæðar mæður og
öryrkjar. Aðstæður fólksins í
biðröðinni fyrir utan Fjölskyldu-
hjálpina eru átakanlegar.
Nærri tveir tímar eru í mat-
arúthlutun og nú þegar stendur
á annan tug fólks á öllum aldri
fyrir utan og bíður þess að fá
matargjafir fyrir sig og fjöl-
skyldur sínar.
Án vinnu og á örorkustyrk
„Ég vil ekki segja þér hvað ég
heiti en ég vil segja þér frá að-
stæðum mínum,“ segir kona,
rétt um fertugt, sem situr á
bekk fyrir framan hús Fjöl-
skylduhjálparinnar. Hún er þar
í fyrsta sinn ásamt manninum
sínum. Þau koma frá ríki fyrr-
um Júgóslavíu og hafa búið hér
á landi í rúman áratug.
„Maðurinn minn missti vinn-
una fyrir tæpum tveimur árum.
Hann leitar og leitar að annarri
vinnu en hefur enga fundið,“
segir hún. „Ég hef verið í veik-
indaleyfi í átján mánuði og er
á örorkustyrk. Við náum ekki
endum saman.“
Þau hjónin eiga tvö börn á
grunnskólaaldri, unglings-
stúlku og dreng í þriðja bekk.
„Fjárhagsstaða okkar er mjög
erfið en þetta er í fyrsta skipti
sem við sækjum aðstoð hingað.“
Hún segir að þau hjónin hafi velt
fyrir sér að flytja úr landi en
börnin taki það ekki í mál. „Þau
eiga sína vini hér og vilja ekki
skipta um skóla og umhverfi.“
Einstæðar á örorkubótum
Á hverri mínútu bætist í biðröð-
ina á þessum fallega haustdegi.
Erlenda konan situr ekki ein á
bekknum sem skuggi af húsinu
fellur á, því á hinum enda hans
situr gráhærður eldri maður í
bláum gallabuxum og svartri
úlpu. Hann er ellilífeyrisþegi.
„Ég kem hingað aðra hvora
viku. Hina fer ég á hinn stað-
inn,“ segir hann og vísar til
Mæðrastyrksnefndar. „Ég bý
einn, leigi félagsíbúð og hef úr
litlu að moða þegar ég hef greitt
leiguna. Ég er alltaf einn og þótt
ég komi oft og þekki andlitin
hér í röðinni get ég ekki sagt að
ég þekki fólkið.“
Tvær vinkonur standa utan
við röðina og ræða saman. Sól-
in skín á þær. Báðar eru þær
rétt tæplega þrítugar. Önnur á
eitt barn og býr í Breiðholti en
hin á þrjú börn og býr í austur-
borginni. „Ég er ein með börn-
in mín þrjú og er öryrki,“ segir
hún. Eldri börnin eru hjá feðr-
um sínum aðra hvora viku. Það
yngsta er alveg hjá móður sinni
þar sem faðir þess getur lítið
tekið þátt í uppeldinu.
„Ég hef áður þurft að leita til
Fjölskylduhjálparinnar. Það er
jú ekki mikið eftir þegar ég
er búin að borga leikskóla-
gjöldin, skólann, húsa-
leiguna, rafmagn og fyrir
Ásgerður Jóna
Flosadóttir Ás-
gerður stofnaði
Fjölskylduhjálp-
ina ásamt fleiri
konum árið
2004.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Börnin vita ekki hvaðan hjálpin kemur
Vikuskammturinn Hér má sjá þann skammtinn sem fjögurra manna fjölskylda fær úthlutað á viku.
... auðvitað labbar maður
stundum um Kringluna, en
maður gerir sér nú engar vonir
um að geta keypt neitt þar.
20 fréttaskýring Helgin 8.-10. október 2010