Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 69
dægurmál 57 Helgin 8.-10. október 2010
MATARÆÐI
HANDBÓK UM HOLLUSTU
64 bráðskemmtilegar reglur um hvernig hægt er
að bæta mataræði, heilsu og líðan
Frá Michael Pollan, margverðlaunuðum
metsöluhöfundi og baráttumanni
fyrir hollu mataræði
„Lífleg, einstök og
ómetanleg bók“
Janet Maslin, The New York Times.
• • • • • •
salka.is
Nú um helgina veitir höfundurinn
viðtöku hinum virtu verðlaunum úr
LennonOno-friðarsjóðnum sem
Yoko Ono afhendir við
hátíðlega athöfn.
Bók á mannamáli!
85%
Skrýtin veröld
Bjartmar & Bergrisarnir
Bjartmar var úti á þekju í góðæris-
ruglinu en hann er þess kreppuvænni
og kemur nú sterkur inn með klárum
rokkstrákum. Bjartmars-stíllinn er
klæddur í galvaniseraðan rokkbún-
ing. Þetta er ekki ósvipuð formúla
og þegar Rúnni Júl fékk uppreisn
rokkæru með GCD. Platan er löðrandi
í fínum lögum og gáfalega sniðugum
textum. Besta og heilsteyptasta
plata Bjartmars til þessa. Spilist
hátt!
85%
Innundir skinni
Ólöf Arnalds
Ég fæ sirka það sama út úr því að
hlusta á Ólöfu Arnalds og að hlusta
á Gufuna í sumarbústað. Í rigningu.
Þetta er alúðleg, einlæg og „alvöru“
tónlist. Þessi önnur plata hennar er
margslungnari og þéttari í sér en sú
fyrri, fleiri virkilega góð lög á henni.
Ólöf syngur smá á ensku, enda gefin
út í útlöndum, en það kemur ekki að
sök. Maður heyrir enn í lækjarniðinn
og finnur lykt af lyngi.
75%
Okkar
Miri
Strákarnir í Miri koma frá Aust-
fjörðum og hafa eflaust legið yfir
póstrokki á uppvaxtarárunum.
Kimono eru nánustu skyldmenni
þeirra innanlands, en ýmsir kappar
utanlands eru líka nærri. Nostrað var
við þessa plötu í tvö ár og var séníið
Curver bandinu innan handar. Sánd
er flott og flæði frábært. Alls konar
vel útfærð smáatriði gæða plötuna
lífi. Þetta er skemmtilegt rokkföndur
sem dýrkar gítara.
Plötuhorn Dr. Gunna
Draugar gera
Lady GaGa gaga
Söngkonan og ólíkindatólið
Lady GaGa hefur fyrir löngu
tekið af öll tvímæli um að hún
sé ekki eins og fólk er flest og
nú hefur kvisast út að hún sé
skíthrædd við drauga og illa
anda. Hún bóki sig því aldrei
á hótelherbergi eða leiguhús-
næði á tónleikaferðum sínum
án þess að sérstakir „drau-
gabanar“ fari fyrst í gegnum
vistarverurnar og gangi úr
skugga um að þar séu engir
óhreinir andar á kreiki.
Zuckerberg áhuga-
laus um bíómynd
Hinn 27 ára gamli Jesse Eisenberg sem
leikur Mark Zuckerberg, stofnanda Fa-
cebook, með ótrúlegum tilþrifum í The Soci-
al Network, segist ekki geta ímyndað sér
hvernig tilfinning það sé fyrir Zuckerberg að
sjá líf sitt krufið á hvíta tjaldinu. Sjálfur seg-
ist Zuckerberg ekki hafa nein áform um að
horfa á myndina en í henni birtist hann sem
undirförull, félagslega heftur og hrokafullur
tölvulúði. „Ég myndi ekki vilja sjá bíómynd
um líf mitt og alls ekki þegar ég var nítján
ára. Mér myndi örugglega finnast margt
frekar óþægilegt,“ segir leikarinn ungi.
Fimm milljónir
á eftir Kim
Fyrirsætan Kim Kardashian tvittar við
hvern sinn fingur þessa dagana enda
fylgjast nú hvorki fleiri né færri en fimm
milljónir aðdáenda með henni á Twitter.
Hún segist hafa setið límd við fartölvuna
sína þegar hún sá í hvað stefndi og að
tilfinningin hafi verið ótrúleg þegar
tala áhangenda hennar náði þessum
svimandi hæðum. Hún segist vera
sérstaklega hrifin af samskiptavefnum
þar sem hann færi hana nær hinum
fjölmörgu aðdáendum sínum.