Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 43
Fréttatíminn birtir kaFla úr bók loga geirssonar 10.10.10 bílar 31 Helgin 8.-10. október 2010 Þ remur vikum fyrir fyrstu æfingu hjá Lemgo eftir sumarfrí fór ég í stutt frí, ók á blæjubílnum mínum niður á ítölsku rivíeruna ásamt Lúnu litlu og þáverandi kærustu minni. Við keyrðum alla Rivíeruna og það var mikið stuð á okkur og yfir 35 gráðu hiti alla dagana. Á flakki okkar þarna niður frá hitti ég Frakka, Jean Michel að nafni, en hann er umboðsmaður sem ég hafði kynnst á Íslandi áður en ég flutti út. Hann bjó í einhverri villu í hlíðunum með 25 metra sundlaug. Við spjöllum um heima og geima og meðal annars um markað þarna í nágrenninu sem seldi vandaðar eftirlíkingar af frægum merkjum. Við ákváðum að rúlla þangað en lentum í miklum vandræðum með að finna bílastæði við staðinn. Ég endaði með því að leggja fyrir framan eitthvert hús og við hliðina á rampi, ekk- ert sérstaklega vel lagt því ég þrengdi akstursleiðina upp rampinn. Ég var ekki alveg með augun opin því að auki hafði ég lagt ólöglega fyrir utan lögreglustöð bæjarins. Svo löbbuðum við bara á markaðinn og keyptum þar alls konar drasl og vorum rúman klukkutíma í burtu. Þegar við komum til baka stóðu nokkrir lögregluþjónar við bílinn. Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri í gangi en löbbum upp að lögreglunni og spurðum tíðinda. Þeir görguðu eitthvað á mig á ítölsku og ég skildi ekki neitt. Ég benti svo á bílinn og kinkaði kolli, reyndi að gera þeim ljóst að þetta væri minn bíll. Það skipti þá engum togum að þeir rifu mig inn á lög- reglustöðina. Kærastan og Lúna sátu eftir inni í bíl og þurftu að bíða lengi. Lög- reglumennirnir voru með mikla stæla við mig, höfðu hátt og kröfð- ust þess að ég borgaði. Ég spurði fyrir hvað eiginlega? Þeir vildu að ég greiddi 600 evrur fyrir að leggja ólöglega og hindra lögregluna í því að sinna störfum sínum. Ég þénaði vel á þessum tíma en gat ekki tekið út meira en 500 evrur á kortunum mínum. Að lokum fór ég með lögreglunni í hraðbankann, tók út 500 evrur og var með nærri 200 evrur á mér. Ég greiddi þeim 600 evrur. Þá hló ein lögreglan í andlitið á mér og það rann upp fyrir mér að þeir voru bara að hafa af mér fé, það var augljóst. Ég hafði greitt með reiðufé og ekki fengið kvittun. Ég hringdi strax í Giuseppe, ítalskan vin minn og son eigandans á Vesuvio-veit- ingastaðnum í Lemgo og rétti síðan löggunni símann − þeir skelltu nánast strax á hann. Hvað um það, ég stökk út og kom þá strax auga á dráttarbíl. Ég hljóp að bílstjóranum, baðaði út öllum öngum og sagði honum að stoppa um leið og ég smeygði mér inn í bílinn. Gaurinn lét sér ekki segjast og ætl- aði bara að draga bílinn minn burt þó að við kærast- an og Lúna værum inni í honum. Hann vildi greinilega fá eitthvað fyrir sinn snúð líka og lögreglan stóð hlæjandi á hliðarlínunni og fylgdist með. Maðurinn á dráttarbílnum sýndi mér miða sem á stóð 150 evrur, það var það sem hann vildi fá í sinn hlut. Ég er orðinn mjög reiður og kærastan farin að tárast úr hræðslu. Ég hafði engan áhuga á að borga meira og ætlaði að keyra í burtu. Gaurinn á dráttarbílnum náði þá lyklinum úr svissinum og hljóp inn á lög- reglustöðina. Sem betur fer vorum við með varalykil og gátum forðað okkur. Ég man enn eftir svipnum á þeim þremur sem horfðu á mig bruna af stað. Ég hef sjaldan eða aldrei verið eins hræddur um ævina. Leið okkar lá eftir strandgötunni og eftir um fimm mínútur sá ég að gaurinn á dráttarbílnum var á eftir okkur. Ég kíkti í spegilinn og sá náungann nánast froðufellandi fyrir aftan mig. Mér leið eins og ég væri staddur í Die Hard-mynd. Ég var samt ekki jafnsvalur og Bruce Willis því ég var að skíta á mig af hræðslu. Við nálguðumst hraðbrautina og þá var þar kominn upp vegartálmi og allt stopp. Vopnaðir lögreglu- menn gengu á alla bílana en ég vissi ekki þá að þeir voru að leita að bílnum mínum. Um leið og lögreglumennirnir sáu bílinn minn hlupu þeir til okkar. Þrír lögreglumenn tóku mig úr bíln- um og hentu mér á húddið. Þar var ég svo handjárnaður. Kærastan var við að fá taugaáfall í farþegasætinu og hágrét á meðan ég var járnaður. Hún var ekki ein um það því mér var líka öllum lokið. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. Bílaeltingaleikur og handtaka á ítalskri strönd Logi Geirsson gefur út atvinnumannasögu sína á sunnudaginn, á 28 ára afmælinu Mér leið eins og ég væri staddur í Die Hard-mynd. Ég var samt ekki jafnsvalur og Bruce Willis því ég var að skíta á mig af hræðslu. Höfundarnir Logi Geirsson gerir bókina í samstarfi við íþróttafréttamanninn Henry Birgi Gunnarsson. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.