Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 25
24 viðtal viðtal 25 Helgin 8.-10. október 2010 Helgin 8.-10. október 2010 Hefurðu velt því fyrir þér hvort tengsl séu á milli andlegs álags og krabbameins? „Já, ég er alveg viss um það. Vegna þess að það er ekki brjóstakrabbamein í minni ætt. Þegar mörg áföll verða á tiltölulega stuttum tíma tel ég það geta haft áhrif á að brenglaðar frumuskiptingar eigi sér stað í líkamanum. Eflaust eiga einhverjir eftir að hrista höfuðið þegar þeir lesa þetta. Maður getur náttúrlega aldrei verið viss. Sumir tala um að erfið lífsreynsla styrki mann og þroski. En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur verið sterkur og ofboðslega þroskaður. Ég hlýt að vera orðin ofþroskuð!“ dóttir, systir, hjúkrunarfræðingur, kyn- vera og svo margt fleira. Þetta má aldrei gleymast. Ég afneita því ekki að ég sé veik. En þegar erfiðustu meðferðunum er lokið má maður ekki vera of upptek- inn af sjúkdómnum.“ Þú ert greinilega sterkur karakter. Hefur það hjálpað þér í gegnum þetta? „Það er góð spurning. Stundum skil ég ekki alveg hvernig ég get þetta. Þeg- ar systir mín veiktist var ég í hlutverki sáluhjálparans. Núna er sáluhjálparinn veikur og til að byrja með vorum við pínulítið týnd, þar sem hlutverkaskip- an er breytt. Það er erfitt fyrir mig að finna einhvern einn til að vera minn sáluhjálpari.“ Hvað myndirðu ráðleggja fólki sem hefur nýlega greinst með krabbamein? „Ég myndi náttúrlega ráðleggja því að hafa samband við mig!“ segir Ágústa og hlær. „Nei, ég myndi ráðleggja fólki að leita til fagaðila og leita í félögin. Reyna að vera opið. Sumir eru í afneit- un fram í rauðan dauðann. Viðurkenna ekki að þeir séu mjög veikir eða deyj- andi. Svo er mikilvægt að lifa í núinu. Ég er sjálf að vinna í því.“ Ertu meðvituð um dauðann eftir að hafa komist í návígi við hann í starfi? „Ég hugsa ekki mikið á þeim nótum en auðvitað kemur það fyrir. Ég veit að það getur brugðið til beggja vona. Ég veit að ég er með hættulegan sjúkdóm. Sem betur fer hef ég þá von og trú í hjarta mínu að mér sé ætlað að komast í gegnum þetta. En ef ekki þá ætla ég að gera það vel, eins og annað sem ég tek mér fyrir hendur. Mitt mottó er að gera þetta fallega, sama hvernig fer.“ Að læra að þiggja Ágústa segir það ekki hafa verið sér- lega þungbært að missa hárið, þrátt fyrir allt. „Þetta hár skiptir mig ekki svo miklu máli en auðvitað gerir það mann veik- indalegan að missa það. Það sem mér fannst erfiðast var að missa sjálfstæðið, að þurfa t.d. aðstoð við böðun og að geta ekki farið ein út í göngutúr, svo eitthvað sé nefnt. Í dag þarf m.a. að skutla mér, versla og elda fyrir mig. Ég þyrfti að geta sagt við sjálfa mig: Hingað og ekki lengra, ég þarf á þessu að halda og þarf að þiggja! Ég er ofboðslega þakklát. En þetta er samt erfitt. Ég styrkist þó með degi hverjum og vonast til að öðlast sjálf- stæði á ný sem fyrst.“ Nú er upplausnarástand í þjóðfélag- inu. Hvernig horfir það við manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu í bók- staflegri merkingu? „Ég skil fólkið á Austurvelli. Mér finnst ömurlegt hvað það er mikil spill- ing í þessu landi. Ég horfi ekki á sjón- varpsfréttir, hlusta ekki á útvarpsfréttir og les ekki blöðin. Það er bara af því að fréttirnar eru svo neikvæðar. Ég mæli með því að veikt fólk sleppi því að fylgj- ast með fréttum. Mér finnst að það ætti að styðja betur við bakið á þeim sem eru veikir í stað þess að afskrifa lán hjá útrásarvíkingum. Ég finn fyrir niður- skurði í heilbrigðiskerfinu, t.d. varð- andi rannsóknir. En það jákvæðasta við heilbrigðiskerfið er að mínu mati Heimahlynning LSH, sem bjargaði lífi mínu í sumar, og Líknardeildin í Kóp- vogi. Um daginn dvaldi ég þar á fimm daga deildinni, í fjórar vikur, og þar er unnið frábært starf. Fólk er hrætt við orðið líknardeild. Vinkona mín hringdi hágrátandi í aðra vinkonu mína þegar hún frétti að ég væri komin inn á líkn- ardeild. En líkn er ekki það sama og dauði. Þarna var bara verið að byggja mig upp og hjálpa mér inn í lífið,“ út- skýrir Ágústa. Fram undan er erfið barátta upp á líf og dauða. Þótt Ágústu finnist hlutskipti sitt ekki sanngjarnt er hún ákveðin í að takast á við það af æðruleysi, með húm- orinn og vonina að vopni. „Ég kann ekki almennilega að berj- ast fyrir sjálfa mig. Það hefur verið mitt líf og yndi að hjálpa öðrum og gefa af mér. Ég hef fengið mörg falleg símtöl og pósta frá fólki sem ég hef hjálpað í gegn- um tíðina. Fyrir jólin í fyrra hringdi t.d. móðir eins skjólstæðings míns í mig og bauð mér í kakó. Mikið þótti mér vænt um það! Ég trúi því að einn tilgangurinn með þessu sé sá að ég læri að þiggja og einnig að ég átti mig á því hvað ég hef hjálpað öðrum mikið,“ segir hún. Ágústa stefnir að því að komast út í óhefðbundnar lækningameðferðir sem bundnar eru miklar vonir við. „Svo er ég í yndislegum bænahóp. Ég er með allt þetta fólk í kringum mig sem hugsar um mig, fallega til mín og biður fyrir mér. Viljinn og vonarneistinn eru til staðar. Hugarfarið skiptir öllu máli,“ segir hún með áherslu. „Oft er talað um að hug- urinn beri mann hálfa leið. Þannig er það. Það sem máli skiptir eru lífsgæðin. Kærleikur í mannlegum samskiptum. Að eiga innihaldsríkt líf. Að því er ég að einbeita mér núna. Ég hlakka svo til að eignast þetta innihaldsríka líf mitt aftur!“ Oft er sagt að það sem drepi mann ekki styrki mann. Það er algjört kjaftæði. Stundum verða áföllin einfaldlega of mörg. Mörg andlit Ágústu. Myndir frá fyrirsætuárunum. Systurnar saman á góðri stundu. Systurnar Ágústa Erna og Hildur Björk ásamt móður þeirra. Myndin er tekin fyrr á þessu ári. Ágústa, ásamt systkinum sínum og föður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.