Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 28
Porsche Cayenne S 385 hö Verð 9.900.000,-
Nýskráður 3.2007 - ekinn 59 þús.
Leðurinnrétting, Topplúga, Dráttarbeisli með rafdrifni
innfellingu, 21” álfelgur, Bi-Xenon ökuljós, PDCC
hallavörn, Rafdrifin opnun á afturhlera, Dökkt gler í
afturrúðum o.fl.
Porsche Boxster S 295 hö Verð 7.900.000,-
Nýskráður 7.2007 - ekinn 19 þús.
Leðurinnrétting, Sport sæti, Sport Chrono pakki,
Bi-Xenon ökuljós, Leiðsögukerfi, Cruise Control, 19”
SportDesign álfelgur, Ný dekk, o.fl.
Porsche Cayenne Turbo 450 hö Verð 8.990.000,-
Nýskráður 11.2005 - ekinn 44 þús.
Leðurinnrétting, Glertoppur, Dráttarbeisli með rafdrifni
innfellingu, 20” álfelgur, Bi-Xenon ökuljós, Vetrardekk
fylgja, Dökkar hliðarrúður, Cruise Control, BOSE
hljóðkerfi, o.fl. o.fl.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
fer fram í tólfta sinn dagana 13. til
17. október í Reykjavík. Tónlistar-
unnendur víðsvegar að sækja þessa
stærstu tónlistarhátíð okkar Ís-
lendinga þar sem nýliðar spreyta sig
ásamt þekktari hljómsveitum.
Fréttatíminn skoðar hér fáeina af
mest spennandi listamönnunum í
fjölbreyttum deildum hátíðarinnar
þetta árið, og spyr nokkra gesti
hverju þeir ætla alls ekki að missa
af. -kp
Hiphop/rapp:
Diddi Fel er einn af frumherjunum
í íslensku rappi. Hann hóf feril sinn
árið 1998 með hljómsveitinni Bounce
Borthers.
XXX Rotweiler er ein stærsta hiphop-
hljómsveit landsins. Árið 2001 gaf
hún út sína fyrstu plötu sem komst
á topp 20-listann yfir bestu íslensku
plöturnar frá upphafi.
Steve Sampling
Íslenskur hiphoppari. Þótt hann hafi
mest verið í hiphoppinu fær tónlistin
hans mikinn innblástur frá dupsteb-
og electronica-tónlist.
Rokk
Ham
Rokkhljómsveitin goðsagnakennda
sem starfaði á árunum 1988 til 1994.
Lítið hefur sést til þeirra pilta síðan
þeir hituðu upp fyrir Rammstein
2001, en hún mun nú koma fram á
Airwaves í ár, sem er auðvitað stór-
viðburður.
Agent Fresco
Stofnuð árið 2008 af ungum áhuga-
mönnum um tónlist. Hljómsveitin
sló í gegn á Músíktilraunum og varð
ein af vinsælustu rokkhljómsveitum
Íslands.
Mínus
Mestu rokkarar landsins. Punktur.
Hafa spilað með stórhljómsveitum á
borð við Metalica og Foo Fighters.
Hljómsveitin er vel þekkt úti um allan
heim. Fáir betri á tónleikum.
Indý:
Who knew
Stofnuð árið 2005 af sex tónlistar-
mönnum. Hún spilar sígilda gítar-
tónlist.
Kimono
Íslenskir prog-rokkarar og ríkja eins
og konungar yfir þeirri senu.
Sudden Weather Change
Samanstendur af fimm íslenskum
ungmennum. Hljómsveitin var
stofnuð árið 2006.
Krútt:
Moses Hightower er íslensk hljóm-
sveit sem sækir innblástur sinn mikið
til tónlistar frá áttunda áratugnum.
Stofnuð árið 2007 en sló í gegn á
þessu ári.
Nóra
Var stofnuð af systkinunum Auði og
Agli árið 2006. Síðar bættust vinir
þeirra við og þar tóku við langar og
strembnar hljómsveitaræfingar í
bílskúrnum.
Rökkurró
Íslensk hljómsveit stofnuð af fimm
krökkum árið 2007. Þau leggja mikið
upp úr íslenskri náttúru og semja
tónlistina pínu í takt við hana.
Dans:
FM Belfast
Frábær tónleikasveit sem stofnuð var
árið 2005. Hljómsveitin er geysi-
vinsæl og fær yfirleitt til sín mikinn
fjölda góðra gestaspilara á sviðið.
Kasper Björke
Einn þeirra tónlistamanna sem koma
frá Danmörku og spila á Airwaves-
hátíðinni. Hann er mjög vinsæll
plötusnúður í heimalandi sínu.
Human woman
Tónlistarteymi sem skartar þeim Jóni
Atla og Gísla Galdri, fyrrverandi með-
lim í hljómsveitinni Trabant. Þeir eru
að vinna að sinni fyrstu plötu saman.
Popp:
Robyn
Poppgyðja sem kemur frá Svíþjóð.
Hún er mjög stórt nafn á megin-
landinu og sló rækilega í gegn hérna
hjá okkur þegar hún kom hingað til
lands árið 2008.
Hurts
Breskt tvíeyki sem kemur frá Manc-
hester. Mjög umdeilt í heimalandi
sínu en hefur þó unnið til margra
verðlauna.
Bombay Bicycle Club
Popphljómsveit frá London, stofnuð
árið 2005. Meðlimir hljómsveitarinn-
ar eru hámenntaðir tónlistarmenn.
hverjir eru bestir á AirwAves?
Rokkað, rappað,
dansað og krúttast
28 tónlist Helgin 8.-10. október 2010