Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 50

Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 50
38 viðhorf Helgin 8.-10. október 2010 Ég viðurkenni að ég hef ekki alltaf verið duglegur að ryksuga. Því gat ég ekkert sagt þegar konan kom heim með sjálfvirka ryk- sugu á dögunum, apparat sem hún sagði að sæi hér eftir um að halda gólfum hreinum og ryklausum. „Við þurfum ekkert að gera,“ fullyrti hún, „annað en að setja hana af stað og svo sér hún um að ryksuga á meðan við erum í vinnunni. „Guð láti gott á vita,“ sagði ég og leyndi vantrú minni á þessu tækniundri. Ég kíkti á tækið sem var kringlulaga eins og búlduleitt andlit. Það minnti mig á mynd af konu sem ég sá forðum daga í sovésku áróðursriti frá MÍR, Menningartengslum Íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, á traktor á þarlendu sam- yrkjubúi. Undir myndinni af þessari stæði- legu konu með eplakinnar stóð með augljósu stolti: Olga á dráttarvélinni. Olgunafnið fest- ist við þessa nýju vinnukonu á okkar sam- yrkjubúi. Eiginkona mín tók að sér að sjá um Olgu. Hún hlóð hana rafmagni og setti stefnuvita á sinn stað til að stýra ferðum hennar. Sölu- maður ryksugunnar hafði lýst því fjálglega að eftirleikurinn væri einfaldur. Tækið ynni á því svæði sem stefnuvitarnir mörkuðu, það bakkaði út úr ógöngum og sogaði til sín allt tiltækt ryk. Við fylgdumst með fyrstu ferðum Olgu eins og barns sem er að stíga sín fyrstu skref og það verður að segjast eins og er; ferðalag hennar var jafn stefnulaust og smábarns. Munurinn er hins vegar sá að barnið þrosk- ast og nær tökum á ferðum sínum. Það sama varð ekki sagt um Olgu. Hún virtist ekki taka neinum framförum. „Hún á að læra,“ sagði konan og hafði það eftir sölumanninum að Olga lærði af mistökum sínum. Ég dró það í efa, sá ekki betur en hún væri tröllheimsk. Sú búlduleita stímdi á veggi og húsgögn, festist hér og þar, brunaði fram og aftur eftir sömu braut en lét aðra hluta gólfs- ins ósnerta. „Hún ryksugar verr en þú,“ sagði konan sem hafði bundið svo miklar vonir við Olgu, „en ég ætla að prófa að láta hana ganga á morgun á meðan við förum í vinnuna og sjá svo til með þetta. Ég prófa hana um leið og öryggiskarlinn er farinn á morgun.“ Sá var á vegum öryggisfyrir- tækis og átti að setja þjófavarnarkerfi í húsið.       „Eru gæludýr á heimilinu?“ spurði starfsmaður öryggis- fyrirtækisins áður en hann hóf uppsetningu kerfisins morguninn eftir að við prófuðum Olgu. „Nei,“ sögðum við hjónin einum rómi, „í okkar hús hefur enginn fjórfætlingur drep- ið niður fæti síðan við losnuðum við Alla albí- nóa, hamsturskvikindi sem dóttur okkar var gefið fyrir margt löngu. Öryggismaðurinn stoppaði okkur af, hafði greinilega takmark- aðan áhuga á bleikeygum hamstri. Hann útskýrði fyrir okkur að stilla þyrfti hreyfi- skynjara kerfisins sérstaklega ef hundur eða köttur væri á ferli í íbúðinni og kerfið á. Á því var augljóslega engin þörf. Að lokinni uppsetningu kenndi maðurinn okkur á kerfið. Við meðtókum fræðsluna, kláruðum úr kaffibollunum og gerðum okk- ur klár til brottfarar. Áður en við læstum og settum kerfið á leysti konan Olgu úr búri sínu. Hún suðaði lítillega og gerði sig klára til sinna verka. „Það verður ekki rykkorn hérna þegar við komum heim,“ sagði konan, bjartsýn á að Olga spjaraði sig þrátt fyrir byrjunarerfiðleika gærdagsins. Við áttum spölkorn ófarið í vinnuna þegar vörður öryggisfyrirtækisins hringdi neyðar- hringingu í farsíma konunnar. Ég sá að hún fölnaði upp um leið og hún stundi, „já, við komum strax.“ „Hvað er að?“ spurði ég. „Það er einhver inni hjá okkur, það hefur verið brotist inn,“ sagði konan á innsoginu. „Það var eins gott að við fengum okkur þetta öryggiskerfi.“ Við komum að húsinu á sama tíma og ör- yggisvörðurinn renndi í hlað. „Farðu inn með honum, ég bíð hér,“ sagði konan. „Ætti ég að hringja á lögregluna?“ bætti hún við. „Nei, hafi einhver farið inn hefur hann örugglega forðað sér þegar djöfulgangurinn í bjöllunni byrjaði,“ sagði ég og reyndi að bera mig karlmannlega þótt röddin titraði örlítið. Öryggisvörðurinn opnaði og slökkti á ólát- um kerfisins. Ég fylgdi í humáttina. Saman sáum við sökudólginn sem hafði ekki haft vit á að forða sér þrátt fyrir ærandi bjölluhring- inguna. Öryggisvörðurinn greip hann en ég snerist á hæli og aftur út í bíl. „Hún hamaðist á stólfæti, eins og hundur á tík, og setti allt draslið í gang,“ sagði ég óðamála um leið og ég reif upp bílhurðina hjá konunni, „og það var einmitt þannig sem kerfið nam hana – sem hund.“ „Hver var þetta?“ hrópaði konan skelkuð og óttaðist hið versta. „Nú, þessi Olga, en ekki hver!“ Olga Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík 8 – 10.október Meðal sýninga laugardag og sunnudag Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna Listasafni Reykjavíkur laugardag kl 20 Ókeypis aðgangur Eyjaskegg Brimhúsinu við höfnina laugardag kl 23 Miðasala við innganginn, Aðeins 1.500 krónur It ´s definitely a spirtual thing Tjarnarbíó laugardag kl 24 - á miðnætti Ókeypis aðgangur Teach us to outgrow our madness Norðurpólnum, Seltjarnarnesi Sunnudag kl 18 Miðasala við innganginn Aðeins 2.000 krónur Upplýsingar um allar sýningar á www.kedja.id.is Heildardagskrá á www.tjarnarbio.is Y firstandandi vika hefur verið athyglisverð. Það er ekki til-viljun að mótmælin á Austur- velli síðastliðið mánudagskvöld voru þau fjölmennustu frá því að efnahags- hrunið dundi yfir. Það er mikilvægt að átta sig á því hvað er að gerast og hvers vegna. Á mánudagskvöldið mátti sjá þverskurð þjóðarinnar saman kominn á Austurvelli, fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum og þjóð- félagshópum. Það var ekki bara samsetning hópsins sem var athygli verð heldur einnig inntak mótmælanna. Mótmæl- in strax í kjölfar hrunsins snerust að stærstum hluta um að kalla menn til ábyrgðar, að knýja á um breytta for- ystu í stjórnmálum og sýna mótstöðu gegn þeim efnahagslegu afleiðingum sem hrunið hafði. Í dag standa enn fjölmörg heimili frammi fyrir því að eiga enga fjárhagslega framtíð og fjöldi þeirra vex. Að auki fjölgar þeim sem hafa misst þolinmæðina gagn- vart því að það muni horfa til betri vegar á næstunni. Það merkilegasta er þó að sá hópur sem í þessari viku hefur bæst í raðir mótmælenda eru þeir sem hafa misst trúna á fram- tíðarhorfurnar. Skortur á framtíðarsýn Efnahagshrunið var stórt og hafði í för með sér margs konar vanda sem var ekki auðleystur. Flestir skyn- samir einstaklingar hafa þó haft skilning á því að lausnir taki tíma og sem betur fer missti þorri þjóðar- innar ekki sjónar af því að til lengri tíma litið væru horfur Íslands góðar. Við eigum unga og tiltölulega vel menntaða þjóð, við höfum fjárfest í innviðum mennta- og heilbrigðis- kerfis og eigum náttúruauðlindir sem hæglega má nýta á skynsam- legan og sjálfbæran máta. Því miður hefur skortur á samvinnu og einingu um framtíðarsýn meðal þingheims og annarra ráðandi afla gert það að verkum að æ fleiri efast um að hér verði lífvænleg framtíð. Þess vegna fjölgar mótmælendum. Skortur á framtíðarsýn hefur graf- alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það eru því miður alltof margir, ekki síst þingmenn, sem halda því fram að sökum aðsteðjandi vandmála höfum við hvorki tíma til né efni á að spá í framtíðina. Ég vil síst gera lítið úr brýnum vanda sem krefst tafarlausr- ar lausnar en ef menn setja lausnir ekki í samhengi við langtímastefnu og markmið er eins víst að önnur og stærri vandamál fylgi í kjölfarið. Það er afar brýnt að ákveða hvern- ig við skilgreinum langtímaárangur og hverjir séu lykilþættir þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem nær árangri til lengri tíma. Takist þetta, verður að sama skapi miklu auðveldara að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum og augljósara hvern- ig takast eigi á við skammtímavanda. Sérhagsmunum þjónað Stærsta vandamálið er þó að skamm- tímahugsun er innbyggð í þankagang Alþingis og stjórnmálamanna. Þar snúast leikreglurnar um að ná skjót- fengnum árangri, hvort sem er sem einstaklingur eða flokkur, og færast þannig ofar í goggunarröðina hjá kollegum eða kjósendum. Auk þess má ná enn skjótari frama með því að þjóna sérhagsmunum valdamikilla aðila. Þannig eru skammtímalausnir og hagsmunagæsla verðlaunuð en langtímalausnum ýtt til hliðar. Því miður er niðurstaðan sú að þar sem langtímasjónarmið skortir eru líkurnar á raunverulegum árangri og umbótum litlar. Þessu ástandi mótmælir fólk nú. Það er nokkuð ljóst að alþingi og stjórnmálamenn ráða ekki við verk- efnið. Til þess þurfum við fleiri aðila að borðinu. Til að sameinast um framtíðarstefnu og markmið þurfum við að nýta þá hæfileika sem búa í hæfu og skynsömu fólki sem ekki er bundið sérhagsmunum. Einungis þannig náum við að takast á við þær áskoranir sem nútíð og framtíð búa yfir. Skammtímahugsun á Alþingi Fleiri aðila að borðinu Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri samskipta & viðskiptaþróunar Auðar Capital Skortur á framtíðarsýn hefur grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Te ik ni ng /H ar i

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.