Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 46
34 viðhorf Helgin 8.-10. október 2010 Í slands óhamingju verður allt að vopni, segir í frægu kvæði, og sjálfsagt hafa ófáir muldrað þá línu með sjálfum sér síðastliðin tvö ár. Óhamingja og ógæfa hvers manns er hins vegar ósjaldan sjálfsprottin, og það á að miklu leyti við um þá ógæfu sem nú hangir yfir okkur. Ég er ekki að tala um það hvernig við komum okkur inn í það erfiða landslag sem við blasir; leyfðum peningaöflum að breyta Íslandi í eins konar tilrauna- stöð fyrir nýfrjálshyggju. Látum þá sögu liggja kyrra í augnablikinu. Ég á við þá daga sem nú líða. Dagar óvissu, reiði, gjaldþrots, mótmæla. Dagar tor- tryggni. En hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að fara í gegnum erfiðan skafl, og það verð- ur vont. Það er hins vegar ekki sama hvernig við förum í gegnum hann; um leið og við erfiðum okkur í gegnum skaflinn, erum við að leggja grunn að framtíðinni, hvernig samfélagi við vilj- um lifa í. Vopnin, eða verkfærin, sem við þurfum á að halda eru heiðarleiki, fagmennska, hugrekki. Ég veit ekki með hugrekkið, en hitt tvennt, heiðar- leiki og fagmennska, hafa því miður lengi verið skorin við nögl hér á landi. Þess vegna treysta svo fáir Alþingi, fjölmiðlum og stofnunum ríkisins. Heiftin stjórnar Hádegismóum Það er ólán okkar, óhamingja, að hafa ekki nógu öfluga fjölmiðla. Dagblöðin eru annaðhvort veik eða múlbundin á klafa eigenda. Morgunblaðinu ritstýrt af kvótaveldi, DV grefur undan sjálfu sér með tilfinningaklámi, Fréttablað- ið skortir dýpt og þjónar auglýsendum stundum betur en lesendum; það kom átakanlega í ljós í síðasta þriðjudags- blaði þegar stórar, litríkar auglýsing- ar frá Arion-banka kaffærðu myndir af mótmælendum utan við Alþingis- húsið. Morgunblaðið, þetta fyrrum stórveldi, er þó á sérplani. Ritstýrt af manni sem seint verður kenndur við sátt og fagmennsku, enda ganga óhreinindi og eiturörvar frá ritstjóran- um og helstu liðsforingjum hans yfir samfélagið. Það er heiftin sem stjórn- ar Hádegismóum, ekki fagmennska. Einsýni, ekki víðsýni. Okkur vantar svo sárlega öflugt dagblað að það svíð- ur undan. Það verða því gerðar miklar kröfur til Fréttatímans! Í gegnum skaflinn Leið gærdagsins liggur í gegnum nöfn eins og Davíð Oddsson, Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, Val- gerði Sverrisdóttur. Það er leið þar sem hagsmunir eru mikilvægari en fagmennskan, flokkurinn mikilvæg- ari en Alþingi. Leið gærdagsins er að gera dýralækni að fjármálaráðherra. Leið gærdagsins er að byrja að reisa álver án þess að huga að orkunni. Leið gærdagsins er að fordæma fag- legt umhverfismat. Leið gærdagsins er að kalla alla afturhaldsseggi sem efast um að álver séu töfralausnir. Leið gærdagsins er hamagangur; ekki hugsa langt, heldur skammt. Leið gærdagsins er okkar óhamingja. Hún gæti þó sjálfsagt komið okkur í gegnum skaflinn – en þá einungis til að fleygja okkur inn í næstu kreppu. Hollusta við flokk eru svik við þjóðina Eina rétta leiðin liggur í gegnum fag- mennsku, heiðarleika, hugrekki og þolinmæði. Og það þýðir að ríkis- stjórnin verður að sýna hugrekki til að gera það sem þarf að gera, en alls ekki síður að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök, hlusta á stjórnar- andstöðu, ýmis hagsmunasamtök, og nýta sér það besta úr þeirra rök- um. Það þýðir að stjórnarandstaðan verður að láta af landlægum morfís- klækjum sínum, sem eru beinlínis mannskemmandi og fylla almenning annaðhvort vonleysi eða reiði, og við- urkenna það sem ríkisstjórnin gerir vel. Þingmenn verða, hver og einn með tölu, að starfa fyrir þjóð sína og samvisku; flokkurinn á að koma síð- ast. Í dag er hollusta við flokk einfald- lega svik við þjóðina. Okkur stendur flestum hjartanlega á sama um það hvort Lilja Mósesdóttir er ósátt við ríkisstjórnina eða ekki, hvort Ög- mundur er ráðherra eða í fýlu utan stjórnar, hvort einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks eru reiðir út í þing- menn Samfylkingar. Allt þetta verða þingmenn að eiga við sjálfa sig. Það eina sem skiptir máli núna er að þjóna þjóð sinni, leggjast á eitt við að kom- ast í gegnum skaflinn, sá fræjum sam- heldni, ekki tortryggni, og bölvun sé yfir þeim sem grafa sig núna niður í pólitískar skotgrafir. Ef þingmenn láta ekki umsvifalaust af sinni vana- bundnu hegðun, hanga í morfísklækj- um, ódýrum vinsældabrellum og neita samvinnu þvert á flokka, þá bregðast þeir þjóð sinni. Og skömmin mun brennimerkja þá alla. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Ef þingmenn láta ekki umsvifalaust af sinni vana­ bundnu hegðun, hanga í morfís­ klækjum, ódýrum vinsældabrellum og neita sam­ vinnu þvert á flokka, þá bregð­ ast þeir þjóð sinni. Þingmenn verða að starfa fyrir þjóð sína og samvisku; flokkurinn á að koma síðast. Skömmin mun brennimerkja þá Fært til bókar Vefhýsing og tölvupóstur - Google Apps - IP símkerfi - Sala tölvubúnaðar - CRM - Ráðgjöf - Myndaeftirlitskerfi Tölvukerfi ehf. Ármúla 20, 108 Reykjavík Sími 534-4200. www.tolvukerfi.is CRM viðskiptamannakerfi á íslensku sem heldur utan um: Samskiptasögu Tengiliði Sölutækifæri Markaðsherferðir Vantar þig yfirsýn yfir sölur í þínu fyrirtæki? Ertu að missa af sölum? Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gerði sig sekan um alvarleg mistök þegar hann ákvað einhliða að Eyj- ólfur Sverrisson, þjálf- ari U-21 árs landsliðs- ins, gæti valið úr öllum þeim leikmönnum sem væru gjaldgengir í liðið burtséð frá því hvaða hlutverki þeir hafa gegnt í A-lands- liðinu undanfarið ár. Þessa ákvörðun tók Geir án samráðs við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Með öðrum orðum þá tróð hann ákvörðuninni ofan í kok á Ólafi án þess að hann fengi að bera hönd fyrir höfuð sér. Ákvörðun sem felur í sér að Ólafur þurfti að velja lands- liðshóp fyrir leikinn gegn Portúgal án sjö lykilmanna. Þessi framganga Geirs verður seint talin stjórnunar- leg snilld, meira í ætt við valdníðslu. Nú er komin upp sú staða að sá trún- aður og það traust sem hefur ríkt á milli forystu KSÍ og landsliðsþjálf- arans hefur beðið verulegan hnekki. Sem er auðvitað ömurlegt . Eng- inn velkist í vafa um að Geir hefur verið milli steins og sleggju. Öðrum megin var U-21 árs landsliðið og metn- aður til að ná sem lengst en hinum megin áframhaldandi uppbygging A-landsliðsins með ungu mennina í broddi fylkingar. En hann féll á próf- inu. Í stað þess að ráðfæra sig við Ólaf og Eyjólf og komast að niður- stöðu sem allir gætu sætt sig við féll Geir í þá gryfju að líta á sig sem al- máttugan alheimsherra knattspyrn- unnar í fílabeinsturni. Af hliðarlínunni Valdníðsla formanns KSÍ Kristján III Kristján L. Möller leyndi ekki óánægju sinni þegar Jóhanna svipti hann ráðherradómi um daginn. Hann þakkaði pent fyrir sig með síðasta emb- ættisverki sínu og gaf grænt ljós á skrán- ingu herþotna hollenska fyrirtækisins ECA program á Keflavíkurflugvelli. Með því ærði hann Vinstri græn, samstarfs- flokkinn í ríkisstjórninni, enda átti Stef- án Pálsson, áhrifamaður í VG, ekki orð yfir „fáránlegu hefndarbroti“ Kristjáns. Um væri að ræða brot á stjórnarsáttmála sem ekki yrði látið viðgangast. Vafalaust vissi Möller að þær vegtyllur sem biðu í pólitískri framtíð yrðu í þynnri kantinum. Það hefur komið á daginn. Hann var kos- inn varaforseti Alþingis í fyrradag, ekki fyrsti, ekki annar heldur þriðji. Forföllin í forsetaliðinu þurfa því að vera talsverð til þess Siglfirðingurinn komist í þingbjöll- una. Jóhanna slær Spaugstofuna út Árum saman mátti treysta því að Spaug- stofan væri með mesta áhorf allra sjón- varpsþátta Ríkissjónvarpsins. Því mátti líka treysta að skylduútsending sömu stöðvar frá árlegri stefnuræðu forsætis- ráðherra í þingbyrjun væri lítt til vinsælda fallin meðal sjónvarpsáhorfenda. Nú er öldin önnur. Jóhanna Sigurðardóttir sló Spaugstofuna út í vinsældum á 68 ára af- mælisdegi sínum, 4. október síðastliðnn. Rúmlega helmingar þjóðarinnar sá beina útsendingu frá umræðum um stefnuræð- una. Spaugstofan, sem frumsýnir á Stöð 2 á morgun, má því hafa sig alla við ef hún ætlar sér að slá landsmóðurina út. Vera kann að mótmæli þúsunda manna á Aust- urvelli sem sýnd voru samtímis ræðum þingmanna hafi haft einhver áhrif á áhorf- ið enda sum myndskeið þaðan safarík, svo ekki sé meira sagt. Skelfingin í verktakabransanum Tilboðin sem opnuð voru í vikunni í seinni áfanga Suðurstrandarvegar sýna glögg- lega það ástand sem ríkir í verktaka- geiranum. Áætlaður kostnaður Vega- gerðarinnar við 14,6 kílómetra langan vegarkaflann var 433 milljónir króna. Há- fell ehf., sem lauk á dögunum gerð Héð- insfjarðarganga, átti langlægsta tilboðið, eða 179 milljónir króna. Það er aðeins 41,3% af áætluðu kostnaðarverði við vegagerðina. Það þarf ekki mikla hag- spekinga til þess að sjá að slíkt skilar ekki miklum arði. Varla verður slíku tilboði líkt við annað en örvæntingarfulla leið til þess að tryggja áframhaldandi verk- efni. Suðurverk hf. átti næstlægsta tilboð í verkið, 242,3 milljónir, eða sem svarar 56% af kostnaðarverði. Tvö næstu tilboð voru á svipuðu róli, 259,2 milljónir og 266,4 milljónir. Það er barist um hvern brauðmola. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.