Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 22
K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722 SÓLNING Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is Mastercraft hefur framleitt dekk síðan 1909 og byggir því á yfir 100 ára reynslu. Mastercraft jeppadekk – nú á lægra verði Dekkin frá Mastercraft eru sérhönnuð fyrir stærri bifreiðar og jeppa, veita hámarksöryggi og eru á sama tíma einkar hljóðlát. Vertu því öruggari í vetur með Mastercraft undir bílnum. „Þetta er í raun mjög falleg lýðræð- isleg tilraun sem verið er að gera. Alþingi framselur vald sitt til þjóðar- innar til að kjósa á stjórnlagaþing. Allir á landinu geta verið á framboði og stjórnmálaflokkarnir skipta sér vonandi ekki af því. Nú er boltinn hjá okkur,“ segir Guðrún Péturs- dóttir, formaður stjórnlaganefndar. „Við vonum að gott fólk bjóði sig fram og nógu margir til að kjósend- ur hafi gott val svo hægt sé að for- gangsraða.” Guðrún leggur áherslu á að at- kvæði manna fullnýtist. “Kjósand- inn dregur ekki úr möguleikum þess sem kosinn er í fyrsta sæti þótt kosinn sé annar í annað sæti og síð- an koll af kolli. Um að gera að kjósa sem flesta og helst 25,” segir hún. „Frumvarpi stjórnlagaþings er síðan skilað til Alþingis eins og þarf að gera. Alþingi getur breytt því, það hefur fullan rétt til þess. Við verðum að fara að gildandi stjórnar- skrá. Það má ekki breyta stjórnar- skrá nema Alþingi samþykki það  Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember Hljótt um afdrifaríkar kosningar K osið verður til stjórnlaga-þings laugardaginn 27. nóvember næstkomandi. Furðu hljótt hefur verið um svo af- drifaríkar kosningar, þ.e. til þings sem setur lýðveldinu Íslandi nýja stjórnarskrá, en framboðsfrestur fyrir stjórnlagaþingskosningarnar rennur út eftir tíu daga, 18. október. Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónu- kosningu og er landið eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið kemur saman eigi síðar en 15. febrúar á næsta ári og skal ljúka störfum tveimur mánuð- um síðar, 15. apríl, en getur ákveð- ið sjálft að ljúka störfum fyrr. Þurfi stjórnlagaþingið lengri tíma er því heimilt að óska eftir því við Alþingi að starfstími þess verði framlengd- ur með þingsályktun um allt að tvo mánuði. Til undirbúnings þinginu verð- ur haldinn þjóðfundur um þúsund manna í Laugardalshöll helgina 6. nóvember. Á þjóðfundinum verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskip- an landsins og stjórnarskrá og breyt- ingar á henni. Stjórnlaganefnd mun vinna úr því sem safnast á þjóðfund- inum og afhendir stjórnlagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar. Stjórnlaganefndin var kosin af Alþingi í júní síðastliðnum en hún sér um skipulag þjóðfundarins og stjórnlagaþingsins. Guðrún Péturs- dóttir er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru: Aðalheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guð- mundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon. Landskjörstjórn upplýsir fyrir 3. nóvember hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins. Kjörgengir til þess eru þeir sem eru kjörgengir til Alþingis. Forseti Íslands, alþingis- menn, varamenn þeirra, ráðherrar og nefndarmenn í stjórnlaganefnd og undirbúningsnefnd eru þó ekki kjörgengir. Með framboði skal fylgja sam- þykki frambjóðanda og nöfn minnst 30 og mest 50 meðmælenda. Með- fylgjandi skal vera skrifleg yfirlýsing frá hverjum meðmælanda sem stað- fest hefur verið af tveimur vottum. Hverjum kosningabærum manni er einungis heimilt að mæla með einum frambjóðanda. Dómsmálaráðuneytið útbýr kynn- ingarefni um frambjóðendur og verður því dreift á öll heimili hér á landi auk þess sem kynningarefnið verður birt á vefsíðu á vegum ráðu- neytisins. Kostnaður hvers fram- bjóðanda vegna kosningabaráttu má að hámarki nema tveimur milljónum króna. -jh guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar Vonumst til að gott fólk bjóði sig fram Lýðræðisleg tilraun þar sem Alþingi framselur vald sitt til þjóðarinnar Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, vonast eftir góðum frambjóðendum og nógu mörgum svo að kjósendur hafi val. Ljósmynd/Hari Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Stjórnlagaþing Framboðsfrestur rennur út 18. október Þjóðfundur 1.000 manna í Laugardalshöll 6. nóvember Stjórnlagaþing kosið 27. nóvember, þingfulltrúar 25-31 Stjórnlagaþing sendir Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga 22 fréttir Helgin 8.-10. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.