Fréttatíminn - 08.10.2010, Blaðsíða 44
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri:
Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is.
Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Hún er furðuleg umræðan um að ríkis-
stjórnin standi sig ekki við að leysa úr
vanda skuldsettra heimila. Jafnvel harðir
hægrimenn hafa farið með þessa þulu
reglulega undanfarin misseri; í sumum
tilvikum sömu menn og eru þekktir
aðdáendur hins frjálsa markaðar og lítilla
ríkisafskipta.
Auðvitað á ríkisstjórnin ekki minni
eignarhlut í þeirri hugmynd að þetta
sé vandamál sem er leysanlegt. For-
ystumenn hennar hafa, í ákafa sínum
við að segja það sem þeir halda að þjóðin
vilji heyra, frekar falið sig á bak við
innistæðulausa frasa um skjaldborgina
um heimilin og meinta
illsku Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, en að ræða þá
sársaukafullu staðreynd
að það verður aldrei
hægt að bjarga öllum úr
skuldavanda sínum.
Það er löngu kominn
tími til að horfast í augu
við að þessi vandi verður
ekki leystur. Það er úti-
lokað. Til þess er vandamálið of stórt.
Við höfum sem þjóð ekki efni á að taka
á okkur skuldir allra þeirra sem eru í
mestu fjárhagsvandræðunum.
Hitt er jafn mikið á hreinu að við sem
þjóð höfum alls ekki efni á því að skilja
illa setta samlanda okkar eftir á berangri.
Vandi þeirra verður ekki leystur, en hann
verður að milda. Samfélagið þarf að finna
leiðir til að uppfylla grunnþarfir með-
bræðra sinna og systra. Það má enginn
vera án húsaskjóls og næringar. Þetta
eru klassísk verkefni stjórnmálanna; að
koma hjálpinni til þeirra sem þurfa mest á
henni að halda.
Því miður virðast stjórnmálamennirnir
okkar ekki átta sig á þessu mikilvæga
hlutverki. Eða hafa það að minnsta kosti
hvorki í fyrsta, öðru né þriðja sæti á
forgangslistanum. Þó er ekkert annað
mikilvægara fram undan við fjárlagagerð
þessa hausts.
Þetta hefur ekki verið sannfærandi hjá
þeim í Alþingishúsinu. Fyrst var ólmast
vegna þess að skattar voru hækkaðir. Því
næst var hamast vegna þess að niður-
skurðurinn er of mikill.
Þótt það hljómi eins og óðs manns æði
að blása til kosninga nú, getur komið að
því að það verði eina lausnin ef flokkarnir
taka ekki á sig rögg og fara að vinna
saman.
Vandamálin munu ekki hverfa við kosn-
ingar en kannski fáum við nýja flokka og
nýtt fólk á þing. Fólk sem getur unnið
saman við að taka þær erfiðu ákvarðanir
sem fram undan eru. Það væri til mikils
að vinna.
32 viðhorf Helgin 8.-10. október 2010
Jónas Kristjánsson
ritstjóri
Vandi þingheims
Kosningar kannski eina lausnin
Hef skammað
alla og er ekki í
neinni valdaklíku.
Er hvorki um-
boðsmaður neins
flokks né neinna
hagsmuna.
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Þitt sjónarmið á erindi
Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010
Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is
Stjórnlagaþing 2011
N ú eru tvö ár síðan e f n a h a g s -
kerfi þjóðarinnar
hrundi. Á einni nóttu
þurrkaðist út sparn-
aður tugþúsunda
fjölskyldna. Fólk,
sem taldi sig áður
vel stætt, varð eigna-
laust og skuldum
vafið. Það átti minna
en ekki neitt. Eins
og hendi væri veifað
voru hlutabréf verð-
laus, húsnæði lækk-
aði í verði og varð
illseljanlegt, margir
misstu vinnuna,
laun voru lækkuð,
lífeyrissjóðir rýrnuðu. Á sama tíma
hækkaði verð á nauðsynjavörum
um tugi prósentna. Þeir sem höfðu
tekið lán sáu þau hækka um þrjátíu
prósent, ef þeir voru heppnir. Hjá
hinum óheppnu tvö- eða jafnvel þref-
ölduðust lánin.
Eftir hrunið hópuðust Íslendingar
á mótmælafundi. Þeim var misboðið
og töldu stjórnmálamenn hafa svikið
sig. Reiðin var gífurleg og stundum
gekk hún of langt. En þegar þús-
undir manna koma saman á Austur-
velli er ekki hægt að afgreiða þá
alla sem öfgamenn eða vitleysinga.
Mótmælendur voru einfaldlega
venjulegt fólk sem fannst það hafa
verið svikið. Ný ríkisstjórn tók við
og mótmælin hættu, því að almenn-
ingur hélt að stjórnmálamenn hefðu
lært sína lexíu. Nú yrði unnið fyrir
fólkið.
Eitt er að missa aleiguna. Verra að
missa vonina. Tveimur árum seinna
hópast fleiri á Austurvöll en nokkru
sinni fyrr. Fólkið sem fyrir tveimur
árum skipulagði mótmælin verður
nú fyrir aðkasti. Þjóðin var svikin í
tryggðum.
Mótmælin byrjuðu ekki á Austur-
velli. Þau hófust í kjörklefunum í
vor. Samfylkingin fékk gult spjald
í flestum sveitarfélögum. VG hafði
nærri verið vikið af velli í Reykjavík,
við lá að flokkurinn fengi engan bæj-
arfulltrúa. Jóhanna og Steingrímur
hlustuðu samt ekki á
friðsamlega viðvörun
kjósenda, heldur
buðu aðeins upp á
sína útjöskuðu plötu
um átján ára óstjórn
Sjálfstæðisflokks.
Stjórnarandstaðan
gat samt ekki hrósað
sigri í sveitarstjórnar-
kosningunum. Þrátt
fyrir að sjálfstæðis-
menn væru undir
forustu borgarstjóra,
sem stóð sig afar vel
við erfiðar aðstæður,
tapaði flokkurinn
fylgi í Reykjavík.
Framsókn er nánast
úr leik á höfuðborg-
arsvæðinu.
Hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir
voru rassskelltir, en skelltu skolla-
eyrum við ákalli fólksins. Lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins ákvað
að loka á framtíðina en festa þess í
stað þjóðina í fjötrum krónunnar. Al-
menningi skyldi neitað um að eiga
síðasta orðið um Evrópuumsóknina.
Venjulegt, heiðarlegt fólk kann
ekki að meta stjórnmál heiftar,
haturs og hefndar. Stór hluti hefur
gefist upp á stjórnmálum sem ganga
út á það eitt að vera á móti einhverju.
Þjóðin vill stjórnmálamenn sem eru
með henni í liði, stjórnmálamenn
sem halda leiðum opnum en loka
ekki á sérhverja vonarglætu. Það
eru engar töfralausnir til, en eng-
inn hefur unnið styrjöld með því að
gefast upp.
Stundum gerist það í sögu þjóðar
að aðstæður hafa breyst með þeim
hætti að gömlu stjórnmálaöflin eru
skyndilega orðin úrelt. Hagmunirnir
sem þau börðust fyrir skipta ekki
lengur meginmáli. Gamlir fjand-
menn sameinast um hugmynda-
fræði kyrrstöðu eða afturhalds.
Aðrir taka höndum saman um að
verða hreyfiafl nýrra tíma.
Það er tómarúm í íslenskum
stjórn málum. Framtíð þjóðarinnar
krefst þess að það verði fyllt af þeim
sem vilja vera með henni í liði.
Enginn hefur unnið styrjöld með því að gefast upp
Uppbygging eða
slagsmál í rústunum?
Benedikt Jóhannesson
framkvæmdastjóri
É g hef boðið mig fram til stjórn lagaþings. Lofa að eyða ekki krónu í kosningabaráttu.
Hef skammað alla og er ekki
í neinni valdaklíku. Er hvorki
umboðsmaður neins flokks né
neinna hagsmuna. Hef mestan
áhuga á auknu gegnsæi og afnámi
bankaleyndar. Er einn þeirra, sem
telja verulegra breytinga þörf á
stjórnarskránni.
Farið á heimasíðu mína, sláið inn
“Stjórnlagaþing” og þið sjáið margar
greinar mínar um stjórnlagaþing.
Geri ráð fyrir, að væntanlegur
þjóðfundur sýni okkur, hvað þjóðin
vill hafa í stjórnarskrá. Einnig, að
stjórnlagaþingið noti plöggin frá
þjóðfundinum. Vinni úr þeim
gögnum texta, sem hæfi stjórnar-
skrá. Verður þá ekki lagatæknilegur
kansellí-texti, heldur alþýðlegur texti
bænda eins og í bandarísku stjórnar-
skránni.
Hef enga trú á, að stjórnlagaþing-
ið takmarki sig við orðalagsbreyting-
ar á gömlu stjórnarskránni. Hún er
barn síns tíma, skrifuð af kansel-
listum. Góð stjórnarskrá er ekki
texti í lagatækni. Hún er íslenzkur
texti um væntingar þjóðarinnar til
samfélagsins. Sáttmáli þjóðarinnar
við sjálfa sig.
Í aðdraganda stjórnlagaþings
verður baráttan milli fjórflokksins
Stjórnlagaþingið getur boðið þjóðinni ýmsa kosti
Lofa að eyða ekki krónu
annars vegar og almennings hins
vegar. Flokkar og hagsmunaaðilar
munu senda á vettvang vel til hafða
fulltrúa, sem lítt hafa verið áberandi
í flokkum og poti. Fjölmiðlar þurfa
að finna þá og fletta af þeim dular-
gervinu. Á móti þessu fyrirsjáan-
lega liði lítilla breytinga koma
óskaddaðir frambjóðendur, sem
hafa ekki verið í nánu samfélagi
við stjórnmálaflokka og hags-
munaaðila. Stjórnlagaþingið verður
tæpast sammála um allt. Getur því
vísað nokkrum ágreiningsefnum
í eina þjóðaratkvæðagreiðslu. Það
er að segja, ef ekki er eindreginn
meirihluti um eina leið. Heldur
öflugur minnihluti um aðra leið, til
dæmis átta þingfulltrúar af 31.
Dæmi um slíkt gæti verið: Aðild
að öflugum fjölþjóðastofnunum.
Afnám bankaleyndar, skjalaleyndar
og fundaleyndar. Fjárhagslegur að-
skilnaður ríkis og kirkju. Auðlindir
í eigu þjóðarinnar og afnumið sér-
stakt hugtak nýtingarréttar. Jafn-
rétti hópa, til dæmis allt landið eitt
kjördæmi.
Stjórnlagaþingið getur boðið
þjóðinni ýmsa kosti. Dregið fólk
að fleiri og merkari ákvörðunum.
Slíkt eykur ábyrgð almennings. Á
því er ekki vanþörf. Þjóð, sem axlar
ábyrgð, lendir síður í bankahruni.