Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 7

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 7
LÆKNABLADID 69,191-198,1983 191 Baldur Johnsen ORSAKIR BURÐARMÁLSDAUÐA Á ÍSLANDI 1955-1976 Yfirlit Hér eru raktar helstu orsakir burðarmáls- dauða á íslandi og er byggt á 535 krufningum á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg árin 1965-76 með hliðsjón af fyrri rannsókn slíkra dánarorsaka frá 1955-1964, með 310 krufningum, þannig að yfirlitið tekur yfir 845 krufningar. Flest pessara tilfella hafa komið frá fæð- ingastofnun Landspítaians Reykjavík og nokk- ur utan peirrar stofnunar bæði frá fæðinga- deildum annars staðar og frá barnadeildum spítala. Aðal orsakir burðarmálsdauða hér á landi (sem hlutfall af krufningum), eru ildisskortur 36.8 %, meðfæddir vanskapnaðir 20 %, hýalín- himnusjúkdómur 16% og lungnabólga 12%. Dánartölur í þessum sjúkdómsflokkum hafa yfirleitt farið vaxandi nema hýalínhimnusjúk- dómurinn, sem virðist standa í stað þegar á heildina er litið. Hér er alls staðar um að ræða hundraðshluta af 535 krufningum á R.H. Hin allra síðustu ár má segja, að verulega hafi dauðsföllum af völdum hýalínhimnusjúk- dóms farið fækkandi. Einnig er mjög greini- legt að fæðingaráverkum á höfði fækkar mjög svo og þeim tilfellum sem ekki hefur tekist að greina, sem þakka ber betri efnivið þar á meðal betri heimtum á andvana fæddum börnum og á fylgjum. Rhesus-tilfellum hefir og fækkað svo um munar. INNGANGUR Fyrir u.þ.b. 20 árum vaknaði mikill áhugi meðal lækna hér á landi á orsökum burðar- málsdauða. í>á hafði um tíma talsvert áunnist til lækkunar ungbarnadauða fyrsta árs, en lítil hreyfing orðið á burðarmálsdauða þ.e.a.s. and- vana fæddra barna og látinna innan viku, samanber töflu 1. Hér þótti skorta á und- Frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræöi, forstöðu- maður lónas Hallgrímsson, prófessor. Greinin barst 22/04/- 1983. Sampykkt til birtingar 26/04/1983 og send í prent- smiðju. irstöðuþekkingu. Bætt samvinna fæðingas- tofnana og rannsóknastofu í meinafræði auk samræmingar á rannsóknaaðferðum, skrán- ingaraðferðum og hugtökum bar þó brátt á- vöxt. Augljóst var orðið að stefna þurfti að víð- tækari meinafræðilegum rannsóknum allra þessara dauðsfalla sem reyndar höfðu áður verið talin lítt áhugaverð, enda jafnvel talin ó- hjákvæmileg og fámennu starfsliði betur varið í annað. Segja má að Finnar hafi fyrstir riðið á vaðið á sviði nýrra skráningaaðferða (1), síðan komu aðrar Norðurlandaþjóðir, Bretar og Banda- ríkjamenn. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) lét þessi mál mikið til sín taka (2), og lagði m.a. til 1957 að börn 600-2500 að þyngd verði skráð lifandi fædd sýni þau einhver lífsmörk þótt ekki dragi þau andann. fetta voru raunar upphaflegu tillögur Ylppös í Finnlandi 1947 (1). Kane (3) lagði 1964 mjög þunga áherslu á krufningu allra látinna og andvana fæddra fyrirburða, því að þar nái sjúkraskoðun ein skammt. Höfundur þessar greinar starfaði á R.H. frá 1960-1977 sérílagi að almennum barnakrufn- ingum og það einvörðungu frá og með 1970, en hafði áður verið héraðs- og sjúkrahús- læknir. Árið 1966 tók höfundur saman grein um Table I. Total births, stillbirths early neonatal deaths andperinatal mortality in Iceland 1951-1976. Years Total births Still births Early neonatal deaths Perinatal mortality rate per 1000 births N per 1000 births N per 1000 births 1951-55 21451 337 15.7 214 9.9 25.6 1956-60 24039 317 13.2 209 8.7 21.9 1961-65 23954 329 13.8 245 10.2 24.0 1967-71 21376 227 10.6 194 9.1 19.8 1972-76 22609 193 8.5 165 7.3 15.8

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.