Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 8

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 8
192 LÆKNABLAÐIÐ orsakir burðarmálsdauða á íslandi. Petta var fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi (4) og náði yfir 310 krufningar. Helstu dánarorsakir reyndust vera miðað við 100 dána: Ildisskortur 31, hýalínhimnusjúkdómur 17, lungnabólga 10, fæðingaráverkar á höfði 9 og annað 9. Með því að skipta þessum 10 árum í tvö 5 ára tímabil 1955-1960 og 1961-1965 kom í ljós að ildisskortur (anoxia) og höfuðáverkar lækkuðu nokkuð sem banamein, vanskapnaður stóð í stað en hýalínhimnusjúkdómur óx frá 12 í 24 af hundraði p.e.a.s. tvöfaldaðist. Þetta reyndist ekki fjarri pví sem pekkt var frá öðrum Norðurlöndum. í núverandi úttekt fundust fleiri vanskapnaðir, en dró úr fæðingaráverk- um og rhesussjúkdómum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Til grundvallar núverandi rannsókn liggja allar skýrslur um krufningar andvana fæddra barna og lifandi fæddra (0-6 daga) fyrir árin 1965-1976, en beitt var samskonar aðferð nú og í fyrri rannsókn 1955-64, enda allar krufn- ingar áranna 1961 til 1976 gerðar af sama manni, p.e. höfundi, eða undir umsjón hans á R.H., en öll tiltæk sýni frá fyrri tíð endurskoð- uð, og allt petta efni metið með hliðsjón af sjúkdómssögum og klínískum sjúkdómsgrein- ingum. Flest börnin höfðu fæðst á Fæðinga- deild Landspítalans (F.L.) en sum flutt pangað rétt eftir fæðingu, eða á Barnaspítala Hrings- ins (B.H.). Hér er alls um að ræða rannsóknar- niðurstöður úr 845 krufningum. Fjöldi fæðinga á F.L. lækkaði mjög pegar Fæðingaheimili Reykjavíkur (F.H.R.) tók til starfa upp úr 1960, og eftir pað fækkaði heimafæðingum mjög mikið og voru reyndar síðast á tímabilinu nánast úr sögunni (5). Þó komu enn flestar erfiðu fæðingarnar á F.L. Fæðingar í Reykjavík 1965-76 voru 24150, p.e. 57-60 % af landsmeðaltali. Fram að árinu 1967 vantaði all mikið á að smæstu fyrirburðir kæmu til krufninga á R.H. og truflar pað nokkuð fyrri úttektir (1955-64). A tímabilinu óx samvinna með læknum R.H. og F.L. og tíðir læknafundir haldnir. Frá og með 1967 voru flest öll lík frá F.L. færð til krufningar á R.H. og mátti pá segja að allur efniviður væri orðinn fullkomlega sambæri- legur. Pá komu brátt allar tiltækar fylgjur til skoðunar og bætti pað mjög möguleika á sjúkdómsgreiningu einkum hvað snerti ildis- skort. Skrásetningarmáti fósturláta, andvana fæddra og lifandi fæddra barna gat einnig verið mismunandi frá einu landi til annars og frá einu tímabili til annars í sama landi. Hér var allt fram til ársins 1971 farið eftir reglu- gerð um petta efni frá 1933 (6). Þar var miðað við 28 vikna meðgöngutíma (1000 g pyngd) og börn pví aðeins lifandi fædd, að pau drægju andann. Frá og með árinu 1972 voru nýjar reglur teknar í notkun og pá mörk lifandi fæddra færð út með pví að taka með öll pau börn, sem sýndu einhver lífsmörk t.d. hjartslátt, pótt ekki drægju pau andann (2, 5, 7, 8, 9). Þessar mismunandi reglur gefa ekki alveg sömu tölfræðilegu útkomu, pegar reiknaður er burðarmálsdauði, pví að tilfærslur verða sam- kvæmt síðari reglunum milli fósturláta og lifandi fæddra í kringum 1000 gramma vigt- armörkin, auk þeirra sem færast á milli and- vanna fæddra og lifandi fæddra, sem útaf fyrir sig hefur ekki áhrif á burðarmálsdauðann, sé lit- ið á heildina. Fyrirburðarfjöldinn kann einnig að breytast. Þetta hefur pó ekki teljandi áhrif á útkomu dánarorsaka samkvæmt vefja- meinafræðilegum rannsóknum, sem hér eru bundnar við afmarkaða flokka. NIÐURSTAÐA KRUFNINGA Á 2. töflu sést heildaryfirlit um dánarorsakir 535 barna árin 1965-1976, miðað við pyngd, ástand burðar, andvana eða lifandi fætt o.fl., auk aðalniðurstöðu krufninga áranna 1955- 1964 (310 börn). Helstu dánarorsakir raða sér nokkuð eftir ástandi burðar. Vansköpun er algengust í hópi lifandi fæddra (58 %), en par munar mest um hjartagalla, en á pá reynir fyrst eftir fæðingu. Ildisskortur er aftur á móti aðaldánarorsök andvana fæddra og þaraf flest í hópi látinna fyrir tíma (63 %), en við pessa meinafræðilegu sjúkdómsgreiningu er ástand fylgju ómissandi forsenda fyrir viðunandi nið- urstöðu. Þriðja aðaldánarorsök burðarmáls kemur aðeins fyrir í hópi lifandi fæddra barna, en par er átt við hýalínhimnusjúkdóm (16 %). Það sést einnig á yfirlitstöflunni, að flestir hinna látnu eru fyrirburðir (63 %), ef miðað er við 2500 g punga, en um pað verður nánar rætt annarstaðar. Meðfæddir vanskapnadir (congenitai malfor- mations). Á 3. töflu má sjá flokkun kvillanna eftir líffærum. Langflestir kvillanna koma fyrir í miðtaugakerfinu. Hjartagallar koma nær eingöngu fyrir í fullþroska lifandi fæddum börnum. Minniháttar gallar í skilveggjum og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.