Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 15

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 15
LÆKNABLADID 197 vita menn um orsakir þessa né heldur, hvað valdi pessum algenga kvilla, sem ekkert hefur minnkað, hvorki hér á landi né i nágranna- löndunum, en hefur pvert á móti heldur auk- ist eins og fyrr segir. Miðað við fæðingar á F.L. og F.H.R. og með hliðsjón af búsetu á pessu svæði er heilaleysi 0.06 af púsundi allra fæddra barna, svipað og í fyrra úrtaki, sem pá svipaði mjög til niðurstöðu samsvarandi úr- taka í öðrum löndum. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um orsakir heilaleysis, t.d. umhverfisáhrif, jarðfræðileg og landfræðileg, vírussjúkdómar móður og svo síðast en ekki síst legskekkja (retroversion) (13). Par sem hryggraufarbörn lifa oft fram yfir burðarmálstíma (7 daga) koma fá peirra hér á skrá, en pessu er pveröfugt farið með heila- leysi. í heildaryfirliti á töflu 2 sést fjölgun van- skapnaða úr 14 í 20 af hundraði á milli úrtaka 1955-64 og 1965-76, og er sá munur mark- tækur miðið við krufningu með 3 °/o marki, (p< 0.03, p.e. probably significant). Hýalínhimnusjúkdómur (H.M.D.). Þessi alvar- legi lungnasjúkdómur var ópekktur hér á landi par til hann var fyrst greindur 1961. Hinn 2. september 1961 var í fyrsta sinn greindur hér á landi á Rannsóknastofu Háskólans (R.H.) hýa- límhimnusjúkdómur í lungum meybarns, sem hafði látist kl. 19:00 daginn áður á Fæðinga- deild Landspítalans (F.L.), 35 klst. gamalt. Fæðingavigt pessa barns var 1850 g. I>að voru einnig blæðingar í heila og rof á heilasigð (falx cerebri). Allt reyndust petta dæmigerð ein- kenni í fylgd hýalínhimnusjúkdóms eins og síðar kom í ljós. Þessi sjúkdómur reyndist pegar betur var að gáð, samkvæmt rannsóknum undirritaðs, sem náði yfir árin 1955-1976, sannkölluð drepsótt lítilla fyrirburða á fyrstu dögum lífshlaupsins (43 %). Ef miðað var við alla fædda, smáa og stóra, var dánartala pessa eina sjúkdóms mörg árin, t.d. 1960-1965 jafnhá vanskapnaði og lungnabólgu til samans (33 %). A allra síðustu árum tímabilsins fer pó að draga úr hýalín- himnusóttinni, en hinum síðarnefndu dán- arorsökum fjölgar. Við endurskoðun tiltækra eldri sýna frá og með 1951 kom í ljós að sjúkdómurinn hefur komið fyrir hér miklu fyrr án pess að vera greindur, enda ekki kominn inn í kennslubæk- ur svo sem »biblíur« meinafræðinga peirra tíma í barnasjúkdómum, sem pá var m.a. Pathology of the Foetus and the Newborn eftir Edith Potter, Chicago 1952, 1. útgafa, en í 2. útgáfu 1961 var orðin breyting á og pessi sjúkdómur kominn inn í umræður um alvar- lega lungnasjúkdóma. Finninn Akvenainen hafði pegar á árinu 1947 (14) verið farinn að velta pessu máli fyrir sér. M var litið svo á að fósturfarði »vernix« úr legvatni gæti sest í lungu barns og myndað himnu par eftir fæðingu. í sama streng tók R.E. Benitz 1952 (15), en pað mun varla hafa verið fyrr en 1953 að meinafræði pessa sjúkdóms fékk núverandi mynd í umfjöllun A.E. Chlaire- aux (16), pótt enn væri langt í að aðalorsök sjúkdómsins fyndist, en pað hefur reynst vera vöntun á einhverskonar hlífðarefni, »hlífðar- hjúp«, (»surfactant«) innan á lungnablöðrum. Pessi hlífðarhjúpur byrjar fyrst að myndast á 20.-24. viku meðgöngutíma, og er ekki að fullu lokið myndun hans fyrr en á 35. viku pegar barnið er orðið sem næst fullburða (4). Pegar fyrirburðir með óproskuð lungu purfa eftir fæðingu að mæta álagi við stjórn á vökvajafn- vægi líkamans innan frá og ertandi áhrifum andrúmslofts utan frá (17) er hætta yfirvofandi á hýalínhimnumyndun. Pað mátti fylgjast með myndun »hlífðarhjúpsins« með sýnatöku úr legvatni og pannig meta horfur fyrirfram og pörf aðgerða byggð á hlutfalli »lecitins«/ »sphingomyelins«, (L/S), (18, 19). Segja má að greining hýalínhimnusjúkdóms hér 1961 hafi orðið kveikja að rannsóknum höfundar á orsökum burðarmálsdauða. í fyrsta 5 ára yfirlitinu 1955-1960 var byggt á tiltækum eldri sýnum og sneiðum og par kann að hafa vantað í, en sjúkdómurinn fannst í 12 af hundraði allra krufninga pá og 1961-1965 fannst hann í 24 af hundraði allra krufninga og pað samsvaraði niðurstöðum kannana í Nor- egi og víðar á Norðurlöndum, eins og fyrr segir. Dánartala hýalínhimnusjúklinga, sem lengi hefir borið hæst í hópi nýbura innan sjö daga virðist við lok umrædds tímabils vera á hröðu undanhaldi (einkum síðustu árin). Þetta hefir verið sannkölluð drepsótt lítilla fyrir- burða peirra, sem lifðu af fæðinguna (43 % í úrtaki 1965-76). Þessvegna eru fyrirburðir og varnir gegn pví að börn fæðist fyrir tímann mjög áhugavert mál, ekki aðeins vegna hýalín- himnusjúkdóms, heldur og vegna pess að í pessum flokki er að finna 63% (áður 71 %) allra dauðsfalla í umræddu úrtaki. Um pennan stóra áhættuhóp er nú ekki lengur getið í heilbrigðisskýrslum (frá og með 1972).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.