Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 19

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 19
LÆKNABLADID 69, 199-201, 1983 199 Ólafur Ólafsson UMFERÐASLYS Á ÍSLANDI Lítið dregur úr umferðarslysum og hörmu- legum afleiðingum peirra á íslandi. í ná- grannalöndum hefur með margvíslegum að- gerðum tekist að draga mjög úr afleiðingum umferðarslysa. T.d. með skyldunotkun bílbelta og viðurlögum ef pau eru ekki notuð, stór- bættri ökukennslu, fræðslu í skólum, betra skipulagi á gatnakerfi o.fl. í Finnlandi var hlutdeild slysa af heildarinnlögnum á sjúkrahús um 24% fyrir 10 árum en er nú um 15%. Svipaða sögu er að segja frá öðrum Norður- löndum. Dánartíðni hefur yfirleitt stórlækkað. (Upplýsingar úr heilbrigðisskýrslum Norðurlanda). UMFERÐASLYS Á ÍSLANDI Um helmingur umferðaslysa verður meðal barna og unglinga. INNGANGUR Slysadauði er nú priðja til fjórða algengasta dánarorsök á íslandi líkt og á Vesturlöndum. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir almennri tíðni umferðaslysa á árunum 1973 til 1980. AÐFERÐ Stuðst er við skýrslur Umferðarráðs og Nor- rænu tölfræðihandbókarinnar (1, 2) yfir um- ferðaslys sem eru byggðar á upplýsingum frá lögregluyfirvöldum. Vegna breytinga á skráningum meiðsla í umferð á árinu 1975 eru aðeins birtar tölur um meiðsl frá árinu 1976 en upplýsingar um dauða frá 1973. Tekið skal fram að skráningu slasaðra í umferð er mjög ábótavant. Samkvæmt könnun landlæknisem- bættisins (Eiríka H. Friðriksdóttir) kom í ljós að í vikutíma skráði lögreglan í Reykjavík aðeins um 30 % allra slysatilfella af Reykjavík- ursvæðinu, sem kom á slysavarðstofuna (3). Elías Davíðsson (4) telur að vanskráning vægra meiðsla vegna umferðar sé svipuð og Frá landlæknisembættinu. Barst ritstjórn 10/04/1983. Sampykkt 19/04/1983 og sent í prentsmiðju. að framan er getið. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður (5, 6, 7). Ymsar skýringar eru á pví að vanskráning lögreglu er sú sem raun ber vitni s.s.: 1. Oft á tíðnum er ekki leitað til lögreglu pegar um vægari meiðsl er að ræða og/eða aðeins einn aðili á í hlut. 2. Við mjög alvarleg slys er oft ekki beðið eftir lögreglu heldur er peim slasaða ekið á sjúkrahús hið bráðasta. M.a. fyrir tilstilli embættisins var komið á peirri reglu að lögreglan fær nú yfirlit um fjölda slysa er koma á slysadeild Borgarspítala reglulega (án persónupplýsinga). Á pað skal bent að sjúkrahús fá ekki alltaf upplýsingar um dánartilfelli er verða vegna umferðaslysa. NIÐURSTÖÐUR Veruleg fjölgun á slysum varð á milli tíma- bilanna 1976/77 og 1978/80, sérlega meðal ungs fólks. Á fyrra tímabilinu reyndust tæp 50 % af Aukning á aldursstuðlaðri slysatíðni vegna umferðaróhappa á árunum 1976/77 og 1978/79/80. Mynd 1. Sýnir aldursskiptingu peirra er dóu eða slösudust í umferd á árunum 1976/77-1978/80 (9).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.