Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 20
200 LÆKNABLADID Tafla I: Breytingar á dánartiðni vegna umferðarslysa í nokkrum löndum á árunum 1970 til 1980. 1970= 100. 1970 1975 1978 1979 1980 1. Finnland .............................. 100 86 58 62 52 2. Danmörk ............................... 100 68 70 60 57 Lögleidd öryggis- 3. Svíþjóð ............................... 100 90 79 71 65 belti ásamt viður- 4. Noregur ............................... 100 96 78 78 65 lögum 1975 5. Bretland .............................. 100 85 91 85 83 6. USA.................................. 100 85 96 97 Öryggisbelti 7. ísland................................. 100 165 135 135 125 ekki lögleidd öllum slösuðum vera á aldrinum 0-20 ára en á síðara tímabilinu rúm 50 %. Athyglisvert er að unglingum 15-20 ára er 4-5 sinnum hættara við sári eða bana í umferð en fólki 25-64 ára. Med hliðsjón af hinni háu slysatíðni meðal unglinga verður að fara vel ofan í saumana á öku- kennslu og peim reglum er gilda um veitingu réttinda dl pess að aka vélhjólum og bifreið- um. Ljóst er að verulegum hluta unglinga er skilað út á götuna alls ófærum um að stjórna ökutækjum. Sumir álíta að skráning slysa sé betri hér en í nágrannalöndum og þar af leiðandi séu tíðnitölur slysa hærri hér en þar. Nákvæmni skráningar dáinna í umferðaslysum ætti þó að vera sambærileg og því eru uþþlýsingar um fjölda þeirra hér. Samanburður við önnur lönd er okkur íslendingum óhagstæður eins og sjá má í töflu I yfir breytingar á dánartíðni í nágrannalönd- um vegna umferðarslysa á árunum 1970-1980 (Statistics of Road Traffic Accidents in Europe United Nations 1981). Af þessari töflu má sjá að dánartíðni hefur stórlækkað í löndum 1-4 enda er öryggisbelta- notkun þar 80-90 % meðal ökumanna. Aftur á móti hefur lítið gerst í löndum 5-7 þar sem öryggisbeltanotkun er 10-20 %. Síðan hefur öryggisbeltanotkun verið lögleidd á íslandi án verulegs árangurs enda engin viðurlög. Aksturslengd á íbúa er nokkuð styttri hér- lendis en almennt gerist á öðrum Norður- löndum (9). Hver er ástæða pess að dánartíðni vegna umferðarslysa eykst á íslandi en minnkar annars staðar á Norðurlöndum ? Aðstæður er nokkuð ólíkar í þesgum lönd- um og allur samanburður orkar því tvímælis. Hér á eftir verða þó nefnd nokkur atriði er hafa þýðingu við slíkan samanburð. Bílafjöldi á íbúa er nú mestur á íslandi miðað við Norðurlönd en á því tímabili sem að framan getur var fjöldi bifreiða svipaður og í Svíþjóð og Danmörku (8). Minna er af steinsteyptum vegum hérlendis en víða erlendis, en vegum á íslandi svipar til vega í Norður-Skandinavíu og í Norður- Finnlandi. Notkun öryggisbúnaðar í bifreiðum s.s. bíl- belta er innan við 15 % meðal ökumanna hér á landi en 80-90 % í nágrannalöndum (10). Athyglisvert er að dánartíðni lækkaði fljót- lega allt að 30 % í nágrannalöndum í kjölfar lögleiðinga á notkun öryggisbelta og jafn- framt á viðurlögum ef notkun þeirra var ekki sinnt. í ljós hefur komið, að tíðni slysa meðal gangandi vegfarenda er hærri hérlendis en í nágrannalöndum (3). Fleira mætti telja til en flest bendir til pess að mun minni notkun öryggisbelta hér á landi samanborið við ná- grannalöndin ásamt almennu andvara- og skipulagsleysi valdi pví að umferðarslys eru tíðari hérlendis. Pessum atriðum eru gerð frekari skil í fræðsluritum landlæknisembætt- isins. Á íslandi var gerð tilraun til þess að lögleiða öryggisbeltanotkun í bifreiðum á árunum 1973-74 en þingmenn höfnuðu frumvarpinu. Málið var tekið upp aftur 1979 eftir að upplýsingar voru birtar um hækkandi slysa- tíðni í umferð á íslandi en jafnframt getið um verulega lækkun dánartíðni í nágrannalöndum í kjölfar lögbundinnar notkunar öryggisbelta í bifreiðum þar (2, 11). Á vordögum 1981 voru lög um þetta efni samþykkt á Alþingi með Tafla 11. Aksturslengd (1000 kílómetrar) á íbúa. Land 1978 ísland.................................... 9,5 Finnland.................................. 9,4 Danmörk................................... 10,8 Noregur................................... 10,2 Svíþjóð................................... 10,5 Norðurlönd 10,3 (meðaltal).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.