Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 25

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 25
LÆK.NABLADID 203 sókn til undirbúnings umfangsmeiri rannsókna á geislaskömmtum sjúklinga viö röntgenrann- sóknir á íslandi. Ráðgert er, að rannsóknirnar nái til sem flestra röntgendeilda landsins og áætlað er, að framkvæmd og úrvinnsla muni taka 2-3 ár. Markmið þessara rannsókna eru eftirfar- andi: 1. Ákvarða meðalstærð geislaskammta til nokkurra mikilvægra líffæra, svo og meðal yfirfærða orku við »geislaþungar« röntgen- rannsóknir. 2. Finna aldurs- og kyndreifingu sjúklinga við hinar ýmsu röntgenrannsóknir. 3. Á grundvelli 1 og 2 að ákvarða »collective« geislaskammt til íslensku þjóðarinnar vegna röntgenrannsókna. 4. Á grundvelli 1, 2, 3 að reikna út »genetically significant dose« fyrir íslensku þjóðina, þ.e. meta þá erfðafræðilegu áhættu, sem fylgir röntgenrannsóknum. 5. Á grundvelli 1, 2, 3 að reikna út »somatical- ly significant dose« fyrir íslensku þjóðina, þ.e. meta þá áhættu fyrir einstaklinginn, sem fylgir röntgenrannsóknum. Forrannsóknir (þilot studies) með mælingum fóru fram á Röntgendeild Borgarsþítalans sumrin 1980, 1981 og 1982. Nú eru hafnar umfangsmiklar mælingar á Röntgendeild Borgarsþítalans. Er ætlunin að ljúka þeim haustið 1983, og er svo stefnt að áframhaldandi mælingum á röntgendeildum annarra sjúkrahúsa. Til þessa verkefnis hafa höfundar notið stuðnings Vísindasjóðs og stjórnvalda. Einnig hefur verið veittur styrkur til þess úr Vísindasjóði Borgarspítalans. Kunn- um við þessum aðilum öllum bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Hugtök og einingar. Til glöggvunar verður hér gerð nokkur grein fyrir þeim hugtökum og einingum, sem notuð eru til að lýsa jónandi geislum og áhrifum þeirra. Þegar jónandi geislar víxlverka við kjarna og rafeindir efnis þá missa þeir hluta orku sinnar til efnisins. Geislaskammtur D er mælikvarði á þá orku, sem geislarnir missa á massaeiningu þess efnis, sem geislað er. Eining fyrir geislaskammt er gray, Gy. Geislaskammtur, sem er 1 Gy svarar til þess, að geislarnir missi 1 joule á kílógramm efnis, sem geislað er (1 joule = 107 erg). Til skamms tíma var einingin rad notuð fyrir geislaskammt (radiation absorbed dose). Um þessar einingar gildir, að 1 Gy = 100 rad. Til þess að geta lýst líffræðilegum áhrifum jón- andi geisla, þá er ekki nægilegt að þekkja geislaskammtinn. Líffræðileg áhrif jónandi geisla eru mismun- andi, eftir því um hvaða tegund geisla er að ræða, efnisgeislun-rafsegulgeislun, þannig að sami skammtur geisla hefur mismunandi líf- fræðileg áhrif. Til dæmis eru líffræðileg áhrif nifteinda tífalt meiri en röntgengeisla. Þessu er lýst með svonefndum Q-gildum, sem ákveðin eru af Alþjóða Geislavarnaráðinu, sjá töflu 1. Umrædd Q-gildi hafa aðeins merkingu fyrir geislaskammta lægri en 1 Gy, og eru því fyrst og fremst hugsuð til notkunar við geislavarnir. Geislaskammtsjafngildi H er það hugtak, sem notað er til að lýsa líffræðilegum áhrifum jónandi geisla. Eining fyrir geislaskammts- jafngildi er sievert (Sv), og það er skilgreint. H = Q • D • N, þar sem N er margfeldi þeirra þátta annarra en Q-gildis, sem hafa áhrif á líffræðilega verkun jónandi geisla. Að ráði Alþjóðageisla- varnarráðsins er nú reiknað með N = l, sem m.a. þýðir, að við lága geislakammta eru líffræðileg áhrif óháð geislunarhraða. Til skamms tíma var einingin rem (Roent- gen Equivalent Man) notuð fyrir geisla- skammtsjafngildi. Milli þessara eininga er sama samband og milli eininga fyrir geisla- skammt, þ.e. 1 Sv = 100 rem. Það skal ítrekað, að hugtakið geislaskammts- jafngildi á aðeins við lága geislaskammta, og að það er sérstaklega ætlað til notkunar við geislavarnir. Þau Q-gildi sem notuð eru, svo og gildi N, eru endurskoðuð reglulega í Ijósi nýrrar þekkingar (2). Um röntgengeisla gildir, að geislun svarandi til 1 röntgen veldur geislaskammti, sem er mjög nálægt 1 rad og, vegna þess að Q-gildi röntgengeisla er 1, þá er geislaskammtsjafn- gildið einnig mjög nálægt 1 rem. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Framkvæmd forrannsóknar. Til þess að geta borið saman niðurstöður forrannsóknar við Tafla 1. Q-gildi. Röntgen- og gammageislar, rafeindir ......... 1 Nifteindir, prótonur og sambærilegar agnir með eina hleðslu............................. 10 a-agnir og aðrar agnir með fleiri en eina hleðslu. Agnir með óþekkta hleðslu........... 20

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.