Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 27

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 27
LÆKN ABLADID 205 Útreikningar. Milli yfirfærörar orku og flat- armálsgeislunar er línulegt samband: E = C' • A par sem E er yfirfærð orka, C' er stuðull, reiknaður af C. Carlsson (8) A er mæld flatarmálsgeislun. Um stuðulinn C1 gildir, að stærð hans er háð spennu röntgentækis svo og deyfingu röntgengeislans. Hvað snertir geislun og geislaskammt pá er samband milli pessara stærða: D = C • X par sem D er geislaskammtur, C er stuðull með mismunandi gildi, eftir pví um hvaða líffæri er að ræða, X er mæld geislun. Stuð- ullinn C er ákvarðaður með fræðilegum út- reikningum. Gert er ráð fyrir, að vefir líkamans nema bein samsvari vöðva, hvað snertir hömlun geislunar. Það er fremur einfalt að reikna út gildi stuðulsins fyrir líffæri, svo sem skjaldkirtil og eistu, en mjög erfitt að reikna nákvæmlega gildi hans fyrir stór líffæri, t.d. brjóst, eða líffæri, sem liggja djúpt í líkamanum, svo sem eggjastokka. Petta veldur verulegri óvissu (6). Hér hafa eftirfarandi gildi verið notuð fyrir stuðulinn C: Skjaldkirtill......... C = 0.0084 Gy/R Brjóst ............... C = 0.0074 Gy/R Eistu................. C = 0.0084 Gy/R Eggjastokkar.......... C = 0.0093 Gy/R- 0.0186 Gy/R Eftir pví um hvaða rannsókn er að ræða. Sökum pess hve erfitt er að reikna út geislaskammt fyrir blóðmerg, pá er yfirleitt gert ráð fyrir línulegu sambandi milli flatar- málsgeislunar og geislaskammts. Fyrir pær rannsóknir, sem hér um ræðir, er petta viðun- andi nálgun. Gildi stuðulsins C eru 0.003 • 10' 4-> 0.015 • 10'4 Gy/R cm2, eftir pví um hvaða rannsókn er að ræða. NIÐURSTÖÐUR Rétt er að gera grein fyrir peim óvissupáttum, sem áhrif hafa á niðurstöðurnar. Óvissa í mæliniðurstöðum er minni en 10 %. Óvissa við útreikning á yfirfærðri orku er einnig minni en 10 %. Mesta óvissan liggur í útreikningi geisla- skammta fyrir einstök líffæri, p.e. ákvörðun stuðulsins C svo og staðsetningu TLD-mælis. Veruleg óvissa er pví í peim niðurstöðum, sem hér verða kynntar. Vert er að benda á, að aðeins hafa verið framkvæmdar fáar mælingar í samanburði við pann mikla fjölda í sænsku rannsókninni, sem niðurstöðurnar verða born- ar saman við (6), en við framkvæmd hennar fóru fram púsundir mælinga á 13 sjúkrahúsum. Þess vegna má ekki taka pær niðurstöður, sem nú liggja fyrir, of bókstaflega, heldur aðeins líta á pær sem leiðbeinandi, enda má ætla, að óvissan á niðurstöðunum geti verið nálægt 50 %. Meðalgildi geislaskammta til einstakra líffæra, svo og yfirfærð orka eru gefin í töflu 2. Til samanburðar eru par einnig gefin efri og neðri mörk á peim niðurstöðum, sem fengust í sænsku rannsókninni. í töflu 3 eru niðurstöður pær, er fengust í sænsku rannsókninni. Segja má, að íslensku niðurstöðurnar séu í samræmi við pær sænsku, og liggja í flestum tilfellum milli efri og neðri marka peirra meðalgilda, sem mældust í sænsku sjúkrahúsunum prettán. Pó er marktækur mismunur hvað snertir geislaskammt í eggjastokka við ristilrannsókn- ir (merkt ristilli), par er munurinn tífaldur. Einnig er mikill munur á geislaskömmtum á eggjastokka við ristilrannsóknir frá mismun- andi tímabilum (merkt rístilli og ristill2). Þenn- an mikla mismun má skýra við samanburð á skyggnitíma og fjölda tekinna mynda við ristilrannsóknir á pessum tímabilum, sjá töflu 4. Virðist pví, sem hér hafi verið um að ræða Tafla IV. Samanburdur á skyggnitíma og fjölda tekinna myna við ristil{ og ristil2. Nr. Fjöldi mynda Ri R2 Skyggnitími (mín.) R, R2 i . 23 14 18 2 . 16 15 17 6.5 3 . 17 13 25 8 4 . 17 12 16 8.5 5 . 10 11 8 7 6 . 15 20 17 11 7 . 14 12 13 8 8 . 14 13 5 9 9 . 14 10 7 5 10 . 17 10 11 11 . 6 4.5 12 . 17 7 13 . 13 6 14 . 18 13 Að meðaltali voru teknar 15 myndir við ristili og 13 við ristil; 2. Meðal skyggnitími við ristilj voru 12 mínútur og 6.3 mínútur vid ristil2.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.