Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 31
LÆKNABLADIÐ 69,207-216,1983
207
Ólafur G. Guðmundsson
AUGNÁBLÁSTUR
Sjúklingar lagðir á augndeild Landakotsspítala 1974-1978
INNGANGUR
Áblástursveiran (herpes simplex) er einn al-
gengasti sýkill, sem hrjáir manninn. Allt aö
90 % fólks hefur smitast fyrir skólaaldur, og
síðan lifir sýkillinn ævilöngu samlífi við hýsil
sinn. í sumum tilvikum er sýking meira til ama
en skaða (herpes labialis), en í öðrum tilfellum
veldur sýkillinn miklum óþægindum, sársauka,
vinnutapi og jafnvel varanlegu, alvarlegu tjóni,
s.s. sjóntapi. Sýkillinn getur valdið dauðsföll-
um, p.e. við heilaáblástur (herpes simplex
encephalitis).
Margir halda því fram, að tíðni augnáblást-
urs hafi aukist verulega undanfarna áratugi
(1, 2). Þetta er erfitt að sanna tölfræðilega, en
hitt er víst, að vissar sjúkdómsmyndir, sem
þessi sýkill veldur, eru að verða æ algengari.
Heimildir styðja þá skoðun, að tíðni alvarlegra
afleiðinga augnáblásturs hafi aukist verulega
(3). Það er e.t.v. kaldhæðni örlaganna, að
tveimur af mikiivægustu lyfjaflokkunum, sem
notaðir eru í nútíma læknisfræði, fúkalyfjum
og' barksterum, hefur verið kennt um
þessa þróun. Peim fyrrnefnda með því að
trufla eðlilega sýklaflóru augans og þeim
síðarnefnda fyrir að minnka mótstöðu gegn
sýkiinum. Sá fræðilegi möguleiki er einnig
fyrir hendi, að sýkillinn hafi breytt hegðun
sinni (virulens).
Augnáblástur er bæði alvarlegasta og mikil-
vægasta augnsýking nútímans og er talinn
einn sér vera valdur að 20 % alls sjúkleika i
augum (4). Sjúkdómurinn getur verið örlaga-
ríkur fyrir þá einstaklinga, sem þjást af honum,
valdið miklu fjárhagslegu tapi, bæði einstak-
lingum og þjóðfélögum, og fáir augnsjúkdóm-
ar eru eins krefjandi og erfiðir í meðferð fyrir
augnlækninn sem augnáblástur.
Greiningin er í flestum tilfellum auðveld
fyrir augnlækna með aðstoð augnsmásjár og
Frá augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti. Barst ritstjórn
15/02/1982. Samþykkt í breyttu formi 20/03/1983 og send í
prentsmiðju.
litarefna (fluorescein eða Rose Bengal), sér-
staklega ef um hríslusár er að ræða. Helsta
mismunagreining er hornhimnubólga af völd-
um bakteria, og er ráðlegt að taka sýni frá
auganu til bakteríu- og veiruræktunar, ef vafi
leikur á greiningu.
EFNIVIÐUR
Þessi könnun byggir á sjúkraskrám allra sjúk-
linga á Landakotsspítala, sem voru innlagðir á
árunum 1974-1978 og fengu útskriftargrein-
inguna herpes simplex (oculi), númer 054 í
alþjóðlegu sjúkdómsgreiningarskránni. Grein-
ingin var í öllum tilvikum gerð á kliniskan hátt
og engar tilraunir gerðar til vírusræktunar.
Við samhliða könnun á öðrum hornhimnu-
sjúkdómum á sjúkrahúsinu á sama tímabili
komu í Ijós fáeinir sjúklingar til viðbótar, sem
höfðu hlotið aðrar sjúkdómsgreiningar en áttu
raunverulega heima í fyrrnefndum hópi.
Einungis 5 sjúklingar voru innlagðir með
þennan sjúkdóm á Akureyrarspítala á rann-
sóknartímabilinu (5). Könnun þessi fjallar því
um 95 % allra augnáblásturssjúklinga, sem
meðhöndlaðir voru á sjúkrahúsi á þessu ára-
bili.
NIÐURSTÖÐUR
Kyn og aldursdreifing er sýnd á mynd 1.
Meðalaldur sjúklinganna við fyrstu innlögn á
rannsóknartímabilinu var 37.5 ár. Yngsti sjúk-
lingurinn var 13 mánaða gamall, en sá elsti 84
ára.
Staða og starf sjúklinganna var mjög mis-
munandi, og skiptust þeir í 22 stöðuhópa.
Arstíðin, þ.e. sá mánuður, er sjúklingur fann
fyrst til einkenna þeirra, sem leiddu til inn-
lagnar, sést á töflu I.
í töflu II er gerð grein fyrir hvort augað eða
bæði voru sjúk við fyrstu innlögn sjúklingsins
á rannsóknartímabilinu.
Frumsýking. Sextán sjúklingar (26 %) höfðu
ekki sögu um augnáblástur áður, en einungis 7
þeirra (11 %) höfðu sjúkdómsmynd, sem ein-