Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 32

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 32
208 LÆKNABLADID kennandi er fyrir frumsýkingu (sjá síðar). Fjörutíu og sex sjúklingar (74 %) höfðu fengið augnáblástur áður, mismunandi oft, eins og fram kemur á mynd 2. Sjúkdómsespandi atridi (provocatio). Við 36 innlagnir (39 %) komu fram í sjúkrasögu aðstæður, sem taldar eru geta stuðlað að áblæstri bæði í auga og annars staðar. Lang- oftast var um að ræða umgangspest með hita, 11, eða kvef, 7, en önnur sjúkdómsespandi atriði voru: Sterameðferð 9, meiðsli 3, háls- bólga 2, hettusótt 1, mislingar 1, sólbruni 1 og alvarlegur meltingarsjúkdómur, garnengju- vottur og garnasmokkun 1. Sjúkdómsmynd. Flokkun sjúkdómsmyndar skv. töflu III er gróf, en gefur pó mikilvægar Table I. Seasonal varíation of ocular herpes sim- plex. (Initial symptoms). Month Number of admissions % January 8 9 February 9 10 March 11 12 April 7 8 May 6 6 June 5 5 July 6 6 August 11 12 September 8 9 October 11 12 November 5 5 December 6 6 Total 93 100 Table II. Invoived eye Right Left Both eyes n % n % n % Females............ 13 (42) 17 (55) 1 (3) Males ............. 18 (58) 12 (39) I (3) All patients 31 (50) 29 (47) 2 (3) Table III. Clinical form of ocular herpes simplex at first admission. Clinical form Number % Blepharokeratoconjunctivitis............ 7 11 Epithelial ............................ 16 26 Epithelial and stromal ................ 34 55 Disciform............................... 5 8 Total 62 100 upplýsingar. Hér er um að ræða sjúkdóms- mynd við fyrstu innlögn hvers sjúklings á rannsóknartímabilinu. Fjöldi áblástra á hornhimnu, sem hver sjúklingur hafði fengið fyrir fyrstu innlögn á rannsóknartímabilinu, er sýndur á mynd 2. í nokkrum tilvikum, sérstaklega ef um mörg köst var að ræða, varð að áætla töluna. Flokkunin (sérstaklega 5-9 og 10 + ) er því gróf. Legutími. Meðallegutími var 12.0 dagar (3- 59). Nánari skipting legutíma (93 innlagnir) kemur fram á mynd 3. Fylgikvillar. Þrjátíu og sjö (40 %) sjúkling- anna höfðu lithimnubólgu. í 27 tilvikum voru upplýsingar of takmarkaðar, til að unnt væri að meta, hvort sjúklingur hefði lithimnubólgu eða ekki. Prír sjúklingar höfðu fylgigláku, og purfti einn þeirra að gangast undir glákuað- gerð. Tveir sjúklingar fengu gat á hornhimn- una (perforatio), sem loka þurfti með aðgerð. Einn fékk ofnæmi fyrir augnlyfi, líklega atropi- ni. Medferd, í töflu IV er gerð grein fyrir meðferð sjúklinganna í meginatriðum, og töfl- unni skipt niður eftir árum til að sýna breyt- ingar á meðferð (tilhneigingar). Skurðaðgerð- ir voru alls 11, (sjá töflu V). Sjónskerpa við útskrift. í sjúkraskrá fyrir síðustu legu hvers sjúklings á rannsóknartíma- bilinu var einungis getið um sjónskerpu við útskrift hjá 35 sjúklingum (tæplega 60 %). Einungis þrír (9 %) höfðu sjónskerpu 6/6 eða betri á sjúka auganu, fimmtán (43 %) höfðu sjón á bilinu 6/9-6/18, sex (17 %) höfðu 6/24- 6/60 og ellefu (31 %) höfðu lakari sjónskerpu en 6/60 (blindumörkin). UMRÆÐA Tíðni. Með tíðni í þessari grein er átt við heildartíðni allra sjúkdómsmynda (overall rate, occurrence rate). Orðið nýgengi (inciden- ce) getur ekki átt við afturköst (recurrences), en einungis um frumsýkingu augnáblásturs. Mjög erfitt er að finna tíðni augnáblásturs (nýgengi eða algengi) nema með sjúkdómsleit í ákveðnu úrtaki. Talsverður hluti sjúklinga með þennan sjúkdóm er eingöngu meðhöndl- aður af augnlæknum á stofu. Þó er unnt að ákvarða »lágmarkstíðni« sjúkdómsins eftir fjölda sjúklinga, sem innlagðir voru á þessum árum, þannig: Meðalfjöldi innlagna á ári vegna augnáblásturs 1974-78 var 18.6. Mannfjöldi á íslandi á miðju tímabilinu var um 220 þúsund.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.