Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 34
210 LÆK.NABLAÐIÐ ástæðunnar, sem fyrr er getið. Vonandi verður síðar unnt að framkvæma skipulega könnun á þessu atriði. Aldur. Eins og sést á mynd 1, voru flestir sjúklingar í aldurshópnum 0-9 ára og 60-69 ára. Ef tíðnin í hverjum aldurshóp er borin saman við þá tíðni, sem búast má við í þjóðfélaginu ((0-E)2/E, goodness-of-fit), kem- ur í ljós, að tíðnin er hæst og tölfræðilega marktækt hærri en búast mætti við í aldurs- hópunum 60-69 ára (p< 0.0001), og 70-79 ára (p< 0.0001). Ef tíðnidreifing fyrir alla aldurs- flokka samanlagða er athuguð (Chi-square og goodness-of-fit próf), kemur í ljós tölfræðilega marktækt frávik (p<0.05) frá því, sem búast mætti við. Ekki er nein ástæða til að ætla, að tíðnin meðal barna sé verulega lægri en í öðrum aldurshópum, því þéttleiki mótefna í blóði gegn áblástursveirunni er lægst á aldrin- um 6 mánaða til 2ja ára, og er smithættan því líklega mest á þeim aldri (16). Tiltölulega fáir höfundar (6, 9) hafa þó fundið eins háa tíðni (% af heildarfjölda sjúklinga) á fyrsta áratugn- um og hér kemur fram. Gundersen í USA 1936 (9) fann mjög háa tíðni í þessum aldurs- flokki eða 24 % af sjúklingahópnum, þrátt fyrir að könnun hans var gerð á göngudeild- arsjúklingum. Borið saman við aldursdreif- ingu mannfjöldans á upptökusvæðinu var tíðnin mun hærri en búast hefði mátt við. í rannsókn Norn í Danmörku 1970 (6) voru 15.3% allra sjúklinganna í þessum aldurs- flokki (göngudeildarsjúklingar). Aðrir höfundar hafa fundið mun lægri tíðni í yngsta aldurs- hópnum (8, 10, 13, 16, 17, 18). Fáeinar þessara rannsókna voru gerðar af læknum á stofu, t.d., sú danska (8), þar sem tíðnin er lægst í þessum aldursflokki af öllum tiltækum heimildum, einungis 2,8 %, en það var verulega lægra en við hefði mátt búast með samanburði við hlutfallslega stærð aldursflokksins. Hin háa tíðni augnáblásturs í aldurshópnum 60-69 ára, 16.1 %, er verulega meiri en búast má við og, eins og áður er getið, er frávikið tölfræðilega marktækt. Erfitt er að skýra þetta, nema á þann hátt, að hér sé um minnkaða mótstöðu gegn sýklinum að ræða vegna versnandi almennrar heilsu. A.m.k. tvær rannsóknir (18, 19) hafa þó leitt í Ijós svipaða tíðni í þessum aldursflokki, þó e.t.v. ekki eins greinilegan og afmarkaðan topp. Þessar rann- sóknir báðar voru gerðar á innlögðum sjúk- lingum eingöngu. Tíðnin í aldurshópnum 70-79 ára er líka verulega hærri en búast má við. Aðrir höf- undar hafa þó lýst svipaðri tíðni í þessum aldursflokki (6, 8, 18). Tíðnin í aldursflokknum 30-39 ára, 8.1 %, sýnist vera of lág miðað við stærð aldurshóps- ins, en það er ekki tölfræðilega marktækt (p = 0.54). Einungis einn höfundur hefur fundið svipaða tíðni í þessum aldursflokki (19), og við könnun í Danmörku á árunum 1958-64 kom fram eilítið hærri tíðni (6). Fyrri könnunin (19) var gerð á innlögðum sjúklingum eingöngu, svo e.t.v. er skýringin sú, að hraust og virkt fólk á þessum aldri færist undan innlögn vegna þessa sjúkdóms og kýs frekar meðferð á stofu eða göngudeild. Tíðnin í aldursflokknum 10-19 ára virðist samanborið við flestar heimildir vera óvenju há, en er reyndar lægri en búast mætti við með hliðsjón af hlutfallslegri stærð aldurshópsins. Petta er þó ekki tölfræðilega markvert (p = 0.26). Tvær heimildir sýna svipaða tíðni (9, 18), en allar aðrar tiltækar heimildir (5, 6, 8, 10, 13, 16, 17) sýna lægri tíðni, frá 6.3-10.3 %, meðal- tal 7.8 %. Engin góð skýring er tiltæk á þessu misræmi, nema ef vera skyldi tiltölulega há þéttni mótefna í blóði og virkt frumuónæmi vegna nýlegrar frumsýkingar. Meðalaldur sjúklinganna í þessari könnun, 37.5 ár, er mun lægri en fannst við nýlega danska könnun (8), en sú könnun var gerð á utanspítalasjúklingum, og tíðnin í yngsta ald- ursflokknum var mjög lág, eins og áður er greint. Hins vegar sýndi austurþýsk könnun (2), sem náði yfir mjög langt tímabil, 1907-61, að meðalaldurinn fyrir allt tímabilið var svipað- ur og hér, 38.0 ár. Meðalaldurinn hafði hins vegar hækkað með árunum úr u.þ.b. 30 árum, 1907-26, í 50 ár, 1952-61. Töldu höfundarnir helstu skýringuna vera hækkaðan meðalaldur í þjóðfélaginu. Margir höfundar (8, 10, 13, 16, 17, 18) hafa fundið hæsta tíðni í aldurshópunum 30-70 ára og 64-75 % sjúklinganna væru á þessum aldri. Niðurstöður þessarar könnunar hafa ekki staðfest þetta, heildartíðnin í þessum aldurs- flokkum er einungis 45 %, sem er þó lítillega hærra en við er að búast. Tveir höfundar (6, 19) hafa fundið svipaða heildartíðni í þessum aldurshópum, þó dálítið hærri. Kyn Nákvæmlega jafn margir sjúklingar voru af hvoru kyni. Kyndreifingin eftir aldurshópum er þó talsvert ójöfn, en sá munur er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.