Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 38
212 LÆKNABLADID slímhimnu- og hornhimnubólga með eitlinga- prota í slímhimnu, bólgu í eyrnakirtilseitlum og með eða án hvarmabólgu eða útbrota á augnalokum. Hornhimnubólgan er oft fremur væg og grunn með punktsárum en stundum hríslusárum. Bólgan gengur yfir sjálfkrafa, en talið er, að við pessa sýkingu nái veiran fótfestu í mánahnoðunni og valdi þaðan end- urteknum köstum við ákveðin skilyrði, þrátt fyrir að bæði nægileg mótefni og frumuónæmi virðist vera fyrir hendi. Sextán (26 %) sjúklinganna í þessari könnun höfðu ekki sögu um fyrri köst, en einungis 7 (11%) þeirra höfðu einkenni frumsýkingar. Tvær skýringar eru helstar á þessu, annars vegar að margir hafa fengið væga frum- sýkingu í bernsku eða æsku og hafa gleymt því með öllu, og hins vegar er í sumum tilfellum alls ekki um þetta spurt við innlögn. Þessi lága tíðni frumsýkingar, miðað við tíðni endurtek- inna kasta, er óvenjuleg. Langflestar kannanir, sem gerðar hafa verið á augnáblæstri, hafa leitt í ljós miklu lægri tíðni endurtekinna kasta og þar með hærri tíðni frumsýkinga. Aðeins tveir höfundar hafa fundið svipaða tíðni frumsýkinga í könnunum sínum (6, 9). Er þar í báðum tilfellum um göngudeildarsjúklinga að ræða. í öðru tilvikinu voru 24 % sjúklinganna á aldrinum 0-9 ára, eins og áður er getið. í nokkrum hluta fyrri kannana er tíðni frumsýk- inga u.þ.b. 50 % (8, 16, 17). Þær kannanir voru einkum gerðar á sjúklingum á stofu og/eða á göngudeildum. í öðrum könnunum var tíðnin mun hærri eða 60-80% (2, 19, 21). Athyglis- vert er, að tvær þessara síðarnefndu rann- sókna voru gerðar á innlögðum sjúklingum eingöngu (2, 19). Erfitt er að finna skýringu á þessum mun, en e.t.v. er auðveldara að fá upplýsingar um fyrri sjúkrasögu og þar með fyrri augnáblástra hér í fámenninu en víða annars staðar. Ef hins vegar rætt er um hina eiginlegu frumsýkingu, þá er tíðnin hér síst lægri en aðrir hafa fundið. í könnun Norn (6) í Danmörku voru sjö frumsýkingar meðal 109 sjúklinga (6.4 %), og var áblásturinn á báðum augum fjögurra þeirra. Thygeson (21) fann, að 4,5 % sjúklinganna í hans könnun höfðu frumsýkingu. Einn höfundur (7) taldi nýgengi frumsýkinga vera um 0.7/100.000/ári. Ef ný- gengið væri hið sama hér á landi, ættu frumsýkingar að vera samtals 7-8 á hverju 5 ára tímabili, og er það í samræmi við niður- stöður þessarar könnunar, þó líklega sé tíðnin hér eitthvað hærri, því ósennilegt er, að flestir þeir, sem fá frumsýkingu, séu lagðir inn á sjúkrahús. Sjúkdómsespandi þættir Alkunna er, að ýmsir sjúkdómar, meiðsli og önnur atriði geta framkallað eða stuðlað að áblæstri á augum og einnig vörum eða kyn- færum hjá þeim, sem eiga vanda til þess. Mjög margir þættir hafa verið nefndir í þessu sambandi, en langalgengasti þátturinn er sótthiti, venjulega vegna inflúensu eða ann- arra umgangspesta (faraldra). Næstalgengasta atriðið er líklega meiðsli á auga. Önnur algeng atriði eru: Barksterar, sólbruni, kuldi, vindur, tíðir, ofreynsla, áfengisneysla og svæfing (skurðaðgerðir). Ýmsir persónuleikaþættir og tilfinningaátök hafa einnig verið nefnd. í þessari könnun komu slíkir þættir fram í sjúkrasögu tæplega 30 % sjúklinganna. Tíðnin er í samræmi við nýlega danska könnun (8) en er miklu lægri en við tvær eldri bandarískar kannanir (9, 21). Við endurskyggna (retrospec- tive) könnun sem þessa er líklegt, að tíðni slíkra þátta verði of lág, því sérhver sjúklingur er ekki spurður skipulega um tilvist þeirra. Langalgengasta orsökin hér var einhvers kon- ar umgangssótt eða sýking, 22 tilfelli af 36 (60 %). Fáeinir sjúklingar höfðu orðið fyrir meiðslum. Erfitt er að meta, hve oft sterar stuðla að augnáblæstri í þessari könnun. Við fjórtán innlagnir (15 %) sjúklinga með sár á hornhimnu hafði sjúklingur notað steralyf fyrir innlögn, langoftast dropa. Af þessum fjórtán höfðu fimm aðra þætti í sögunni, sem virkað geta sjúkdómsespandi og hafa þegar verið taldir. í a.m.k. níu tilfellum (10 %) gátu sterar því verið sjúkdómsespandi þáttur, og er það nokkuð hærra hlutfall en það, sem fram kom í ofangreindri danskri könnun og eldri amer- ískri könnun (8, 21). Sjúkdómsmynd Flokkun sjúkdómsmyndar sést á töflu III. Um tíðni frumsýkingar hefur áður verið fjallað. Sé sjúklingahópnum skipt í tvennt, annars vegar þá, sem hafa eingöngu yfirborðsbólgu, og hins vegar sjúklinga með hvort tveggja, yfirborðs- og djúpa bólgu, eða eingöngu djúpa, sést, að um 63 % sjúklinganna hafa einhverja bólgu eða ör í dýpri lögum hornhimnu (stroma). Borið saman við heimildir (6, 17) virðist þetta vera fremur hátt hlutfall, þó ein heimiid greini frá hærri tíðni eftir tilkomu barkstera um 1950 (2). Margir telja, að röng sterameðferð sé aðalorsök aukinnar tíðni djúprar hornhimnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.