Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 39
LÆKNABLADID 213 bólgu á síðustu 30 árum. Þessu til stuðnings skal nefnt, að flestar eldri kannanir sýndu miklu lægri tíðni djúprar bólgu (8-14 %) (9, 13, 18), en a.m.k. ein rannsókn fyrir tilkomu barkstera sýndi jafna tíðni grunnrar og djúprar bólgu (2). Þessi niðurstaða felur í sér pann boðskap, að aukinnar varkárni sé pörf meðal augnlækna við notkun stera, og ekki er ráðlegt, að almennir læknar ávísi steralyfjum til íkomu í auga. Fjöldiáblástra A könnunartímabilinu voru 62 sjúklingar inn- lagðir 93 sinnum, eins og áður getur. Kemur pví 1.5 innlögn á hvern sjúkling, sem samsvar- ar, að helmingur sjúklinganna hafi fengið tvo augnáblástra á þessu 5 ára tímabili. Er það í allgóðu samræmi við nýja bandaríska rann- sókn á tíðni afturkasta (recurrence rate), en þar kom í ljós, að hjá sjúklingi, sem hefur fengið augnáblástur a.m.k. tvisvar, eru líkurnar á nýjum áblæstri innan árs 25 % og innan 2ja ára 33 % (25). Á mynd 2 sést, hve marga augnáblástra sjúklingarnir höfðu fengið fyrir fyrstu innlögn á rannsóknartímabilinu. Myndin sýnir, að sjúklingarnir skiptast í tvö horn, stærsti hlutinn, 37 (60 %), hefur aldrei áður eða einungis einu sinni fengið áblástur á auga, en drjúgur hluti, fjórtán (23 %), eru mjög erfiðir sjúklingar, sem hafa fengið margendur- tekin köst. Þar á milli er minnsti hópurinn, ellefu (18 %), sem hafa fengið tvö til fjögur köst áður. Ein bandarísk könnun leiddi í ljós svipaðar niðurstöður, en þó var fyrstnefndi hópurinn nokkuð stærri (21). Vafasamt er að reikna út meðalfjölda kasta á sjúkling vegna ástæðna, sem áður er getið. Sé það hins vegar gert, kemur í ljós, að meðalfjöldi kasta á sjúkling er a.m.k. 2.7 fyrir fyrstu innlögn á rannsóknartímabilinu. Þetta er í góðu sam- ræmi við niðurstöður danskrar könnunar (6), þar sem meðalfjöldi kasta fyrir fyrstu innlögn var 2.4. Þessi tala gefur þó miklu minni upplýsing- ar en tíðni afturkasta, sem fundin er með framskyggnri (prospective) könnun (25). Könn- un Norn 1958-64 (6) sýndi, að fjöldi afturkasta var mestur hjá þeim sjúklingum, sem fengu sinn fyrsta augnáblastur 20-30 ára gamlir. Eng- inn kynbundinn munur kom þar fram. Hin ný- lega bandaríska könnun, sem áður er getið (25), leiddi hins vegar ekki í ljós neitt samband milli aldurs eða kyns og fjölda afturkasta. Ef skammur tími leið milli tveggja kasta, var venjulega skammt til þess næsta. Legutími Meðallegutími augnáblásturssjúklinganna (12.0 dagar) var svipaður eða lægri en meðal- legutími allra sjúklinga á augndeildinni á rannsóknartímabilinu. Er það frekar óvænt, því marga þessara sjúklinga er mjög erfitt að meðhöndla, einkum þá, sem hafa djúpa bólgu, langvarandi sár og/ eða lithimnubólgu. Ekki reyndist unnt að finna nýlegar heimildir um legutíma augnáblásturssjúklinga, en í tveimur austurþýskum könnunum (2,19) var meðallegu- tími á árunum 1957-61 3.0 vikur, og 23 dagar 1953-67. ítölsk könnun fyrir árin 1959-64 leiddi í ljós meðallegutíma 14.4 daga. Nítján af hundraði sjúklinganna dvaldi skemur en tíu daga á sjúkrahúsinu, 53 % tíu til tuttugu daga og 28 % lengur en tuttugu daga (15). Svipaðar tölur fyrir íslensku rannsóknina eru: 57 % dvöldust átta daga eða skemur, 28 % níu til tuttugu og einn dag og 15 % lengur en þrjár vikur. Ef litið er á mynd 3, kemur í ljós, að lengd legutímans skiptist nokkuð í tvö horn. Annars vegar eru 44 sjúklingar (47 %), sem dvöldu eina viku eða skemur á sjúkrahúsinu, en hins vegar 33 sjúklingar (35 %), sem dvöldu tvær vikur eða lengur. Par á milli er minnsti hópurinn, 16 (17 %), sem dvaldi lengur en eina viku en skemur en tvær. Þegar sjúklingarnir í tveimur fyrstnefndu hópunum eru bornir sam- an, kemur fram verulegur munur. Meðal- aldur í fyrstnefnda hópnum var 33.6 ár, en 52.5 ár í þeim, sem hafði lengstan legutíma. Þessi munur er tölfræðilega marktækur. Kyndreif- ingin er nánast jöfn í báðum hópum. Veru- Iegur og tölfræðilega marktækur munur (p< 0.0001) er á hópunum hvað snertir sjúkdóms- mynd. í hópnum með stysta legutímann hafa 22 (50 %) sjúklinganna yfirborðsbólgu og jafn- % of admissions Ocular herpes simplex in Iceland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.