Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 49

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 49
LÆKNABLADID 221 2.4.1. Að finna áhættuhópa og leita aðgerða til varna. Áhætta er mismikil milli aldurs og kynhópa, svo sem barna vegna slysa, miðaldra karla vegna hjartasjúkdóma og krabbameins miðaldra kvenna vegna krabba og aldraðra vegna slysa og geðsjúkdóma. 2.4.2. Að skilgreina hegðunar- og persónu- þætti. Hér er um að ræða reykinga-, drykkju- og matarvenjur einstaklinga og hvernig við skuli brugðist. Lífstíl einstaklinga og hópa þarf að endurskoða og beina á hollari brautir sé þess þörf og gera hvern einstakling sér fylli- lega meðvitandi um áhættuþætti, sem geta haft áhrif á heilsu hans. 2.4.3. Að skilgreina umhverfisþætti, sem hafa eða geta haft áhrif á langvinna sjúkdóma. 2.4.4. Að endurskoða leitarkerfi vegna sjúk- dóma til þess að finna og lækna sjúkdóma á frumstigi og byrjunarstigi. Leit þarf að skipu- leggja til að finna á frumstigi sjúkdóma eins og háþrýsting, krabbamein, sykursýki, svo og áhættuþætti svo sem reykingar, áfengisofnot og offitu. 2.4.5. Að byggja upp eftirlitskerfi. 2.4.6. Að bæta meðferðarkerfi. VERKEFNIÐ OG FRAMKVÆMD PESS 3.1. Áður en farið verður af stað með verkefn- ið, þurfa þær þjóðir, sem taka þátt í því, að gera grein fyrir stöðu mála hjá sér, svo eftir á verði hægt að meta, hvað áunnist hefur. Upplýsingar af ýmsu tagi þurfa að vera fyrir hendi, svo sem almennar upplýsingar um þjóðina, landið og þjóðfélagið: 3.1.1. Saga, landafræði, loftslag. 3.1.2. Þjóðfræði, dreifing mannfjölda. 3.1.3. Atvinna. 3.1.4. Menntun. 3.1.5. Félags-og efnahagsaðstoð. 3.1.6. Heilbrigðisástand: Lífslíkur, dán- artölur, fæðingartölur, barnadauði, dauði af sérstökum sjúkdómum, sjúkdómatíðni. 3.1.7. Skipulag heilbrigðisþjónustu: Heilsu- gæsla, sjúkrahús, ónæmisreglur, mæðra- og ungbarnaeftirlit, leitarkerfi (krabbi, berklar, sykursýki, annað), heilbrigðisfræðsla. 3.1.8. Heilbrigðisstarfslið, fjöldi, starfsstéttir. 3.2 Ábyrgðaraðili Gert er ráð fyrir, að heilbrigðismálaráðherra sé ábyrgur fyrir verkefninu, en önnur ráðu- neyti og stofnanir verði meðvirk. Líklegt er, að ráðherra kjósi að setja á laggir samvinnu- nefnd, sem yrði samsett á mismunandi vegu eftir skipulagi heima fyrir. Hjá okkur þarf a.m.k. að virkja eftirtalda aðila í slíka nefnd: Yfirvöld fjármála, menntamála, samgöngu- mála og landbúnaðar, starfslið í heilbrigð- isþjónustu og kennarasamtök, starfslið fjöl- miðla og aðila vinnumarkaðarins. Ennfremur samtök svo sem: íþrótta- og skátafélög, neyt- endasamtök, kirkjufélög og félög áhugafólks um heilbrigðismál. Verkefni samvinnunefndar verða: að setja aðalreglur um starfið, að setja aðalmarkmið og sérstök undir- markmið að samhæfa starf hinna ýmsu aðila. 3.3 Framkvæmdastjórn Nauðsynlegt mun reynast fyrir ráðuneytið að setja þessu verkefni sérstakan framkvæmda- stjóra til þess sjá um dagleg verkefni og eftirlit Hagkvæmast er, að hann sé læknismenntaður og verði yfirlæknir starfandi í ráðuneytinu. Eftirtalin atriði eru á verkefnaskrá fram- kvæmdastjóra: Semja framkvæmdaáætlun í smáatriðum, sam- hæfa starfsemi hinna ýmsu aðila, sem að málunum vinna, samhæfa landsáætlun vegna WHO, fylgjast með að framkvæmd sé í samræmi við áætlun og leiðbeina um fram- kvæmd, vera tengiliður við WHO, safna gögn- um um starfið og meta árangur. 3.4 Verkaskipting ýmissa aðila 3.4.1. Heilbrigðisyfirvöld: Ábyrgð á landsáætl- un um verkefnið og framkvæmd þess, kanna það upplýsingaflæði, sem nú er og hvernig það nýtist til skráningar þeirra upplýsinga, sem krafist er af WHO og til mats á verkefni. Viðræður við starfslið í heilbrigðisþjónustu um verkefnið. Viðræður við menntamála- yfirvöld og skólastjórnendur um breytingar eða viðbætur við námsskrár til að koma til móts við kynningu í anda verkefnisins. Taka ávörðun um, hver beri ábyrgð á framkvæmd hinna ýmsu starfsþátta innan heilsugæslunnar og gera samninga við stofnanir um fram- kvæmd tiltekinna verkþátta (t.d. krabbameins- félög, Hjartavernd). Skipuleggja sjón- varpsþætti um forvarnarstarf, aðallega upp- lýsingar um áhættuþætti. Semja efni fyrir blöð og útvarp. Gangast fyrir ráðstefnum og kynningarfundum meðal starfsliðs og almenn-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.