Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 55

Læknablaðið - 15.09.1983, Síða 55
LÆKNABLADID 225 mæta til forskoðana með tilliti til fæðingarra- ðar. Niðurstaðan er sýnd í töflu 2. Áður hefur verið sýnt fram á að meðalfjöldi forskoðana hefur farið vaxandi á athugunartímabilinu. Ef borinn er saman meðalfjöldi forskoðana fyrra fimm ára tímabilið og pað síðara er aukning alls staðar, en heldur hafa konur með prjú börn og fleiri sótt á hvað petta snertir. Hafa ber í huga að konur sem fætt hafa sex börn eða fleiri eru nú mjög fáar í landinu og er vægi pessara talna pví heldur lítið. Alkunn er sú staðreynd að konur sem fætt hafa eðlilega nokkur börn eru fremur áhyggjulitlar um ástand sitt á meðgöngutíma og sækja pví forskoðanir sjaldnar en frumbyrjur og konur í öðrum áhættuhópum. Ætla má að sömu sjón- armið ríki hjá læknum og ljósmæðrum og hafi pað einnig sín áhrif. Um margra ára skeið hefur pað vakið athygli hve mörg börn fæðast utan hjóna- bands hér á landi. Sérstaklega á petta við um konur sem fæða sitt fyrsta barn. Höfundar hafa áður rætt petta mál í ritinu »Fæðingar á íslandi 1881- 1972« og komist að peirri niður- stöðu að hér á landi gifta konur sig ekki endilega pótt von sé á fyrsta barni heldur mun stofnun heimilis ráða meiru hér um. Enn- fremur er alkunna að óvígð sambúð gerist stöðugt algengari hér á landi. Tafla 3 sýnir hundraðshlutfall giftra mæðra eftir fæðingar- röð. Þegar litið er á töfluna kemur í ljós að um og yfir 90 % kvenna sem fæða sitt priðja barn eða síðara eiga pað í hjónabandi. Þótt aðeins hafi orðið lækkun á síðara tímabilinu munar hér litlu. Hlutfall ógiftra mæðra fer vaxandi eins og sést á samanburði milli tímabilanna tveggja. Gildir petta sér- staklega um fyrsta og annað barn. Á sjötta áratug pessarar aldar voru fæðing- ar par sem konan var að eiga sitt tíunda barn eða síðara mun algengari en nú er orðið. Þá bar slíkt við í einni fæðingu af hundrað, en á áttunda áratugnum var hlutfallið ein fæðing af áttahundruð. Síðasta áratuginn (1972-1981) fæddust 50 börn sem voru 10.-15. barn móður sinnar, samkvæmt gögnum Fæðingaskrárinnar, sbr. töflu 4. Fjöldi slíkra fæðinga var 48 og mæðurnar voru 42. Væntanlega verður hægt að kanna pessar fæðingar betur síðar. Þess má geta að við manntalið 1960 var á lífi 51 kona sem átt hafði 15 börn eða fleiri. Ekkert skal fullyrt um pað hver fætt hefur flest börn hér á landi. Staðfest er að Rannveig Ágústína Oddsdóttir (f. 1875) á ísafirði átti 20 börn með Rósmundi Jónssyni eiginmanni sín- um. Einnig er staðfest að hjónin Mundína Freydís Þorláksdóttir (f. 1899) og Sigurbjörn Finnur Björnsson í Ólafsfirði áttu 20 börn, par af náðu 16 börn fullorðinsaldri. Hvorug pess- ara kvenna átti tvíbura. Allar upplýsingar um slíkar fjölbyrjur eru vel pegnar. t næstu grein verður rætt um tíðni fjölbura- fæðinga. Tafla 2. Fædingarröd og medalfjöldi forskodana. Fæðingarröð Meðalfjöldi forskoðana 1972-1976 1977-1981 1. barn 7,3 9,3 2. barn 6,8 8,9 3. barn 6,5 8,8 4. barn 6,0 8,3 5. barn 5,6 8,1 6. barn eða síðara 4,9 7,0 Tafla 3. Hundradshlutfall giftra mædra eftir fæð- ingarröð. Fæðingarröð 1972-1976 1977-1981 1. barn ...... 35,1% 29,7% 2. barn ...... 81,3% 74,5% 3. barn ...... 92,1 % 89,6 % ' 4. barn ...... 93,4 % 90,6 % 5. barn ...... 91,9 % 92,5 % 88,2 % 89,8 % 6. barn eða síðara..... 92,7 % 89,6 % Alls 67,2 % 62,2 % Tafla 4. Fjöldi fæddra barna par sem mæðurnar voru að fæða sitt tíunda til fimmtánda barn, árin 1972-1981. Fæðingarröð 1972-1976 1977-1981 10. barn..................... 21 8 11. barn...................... 7 4 12. barn...................... 3 1 13. barn...................... 3 — 14. barn...................... 1 1 15. barn...................... 1 — 10.-15. barn 36 börn 14 börn

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.