Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 59

Læknablaðið - 15.09.1983, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 229 slíkt að enginn forspárþáttur er talinn hafa áhrif á lifun sjúklinganna. Pessi rannsókn bendir pannig á prjá pætti, sem hafa mest forspárgildi: Stig æxlisdreifingar við greiningu, sérgreining æxlisvefjar og stærð restæxlis eftir skurðaðgerð. MEÐFERÐ Meðferð er skurðaðgerð, geislameðferð (radi- otherapy) og lyfjameðferð (chemotherapy). Skurðaðgerd er talin mikilvægust en með fáum undantekningum er meðferð með lyfjum og eða geislum jafnframt nauðsynleg eftir skurðaðgerð, bæði á fyrstu og síðustu stigum sjúkdómsins (14). Mesta þýðingu fyrir lifun sjúklingsins til lengdar hefur það hvort takast megi að fá sjúklinginn í það ástand að allur æxlisvefur hverfi. Pess háttar svörun nefnist »complete response« (CR) og af mynd 6, sem er frá áðurnefndri rannsókn frá Lundi, má greinilega sjá að aðrar æxlissvaranir, hlutfallsleg minnk- un æxlisvaxtar (PR) og óbreyttur æxlisvöxtur (SD), hafa eingöngu þýðingu til að létta sjúklingi gang sjúkdómsins (palliation). Skurðaðgerð (skurðtækni). Skurðtækni fer mikið eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn er við greiningu. í yngri konum á byrjun I. stigs (Ia) hefur verið haldið fram að nægjanlegt sé að gera unilateral salpingo-oophorectomi samfara fleygskurði úr hinum eggjastokknum (30, 31). Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið í Lundi (32) benda til að sé æxli á stigi Ia og sé vel til meðalvel sérgreint og ekki sé æxlisvefur utan á æxlisslíðri þá sé ekki nauðsynlegt að fjarlægja báða eggjastokkana. í sjúklingum á öðrum stigum sjúkdómsins og sem hafa æxli, sem talin eru skurðtæk, er algengasta skurðtæknin bilateral salpingo-oo- phorectomi með eða án hysterectomi og infra- colic omentectomi. Hysterectomi hefur verið algengari aðgerð en omentectomi (33), en gildi hennar hefur þó einnig verið véfengt (34). Niðurs'töður rannsókna, sem gerðar hafa verið í Lundi (5, 35), benda til að vafasamur ávinn- ingur sé í að fjarlægja leg á stigi I og þess hátt- ar aðgerð sé ekki nauðsynleg á stigi II og III, nema hún leiði til að allur eða nær allur (< 2 cm) æxlisvöxtur sé skorinn burtu. Omentecto- mi skal þó alltaf framkvæmd á stigi I og II, því æxlisvöxtur í þessu líffæri þýðir að sjúklingur er á hærra stigi og þarfnast því kröftugri meðferðar, jafnvel þó að æxlið sé ekki greint með berum augum. Cumulative survival rate, % Fig. 4. Cumulative survival by residual tumour in stage III, all patients prímaríly operated with bila teral salpingo-oophorectomi or more. Cumulative survival, °/o Fig. 5. Cumulative survival by histologic differentia- tion, all stages. Cumulative survival, % Fig. 6. Cumulative survival by treatment response (all stages included). CR: Complete Response; PR: Partial Response; SD: Stationary Disease; PD: Progressive Disease. Skiptar skoðanir eru um heppilegustu skurðtækni í sjúklingum með mikinn æxl- isvöxt. Sumir vilja hreinsa út eins mikinn æxlisvef og hægt er við fyrstu aðgerð (16, 17), meðan aðrir vilja aðeins taka vefjasýni, loka

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.