Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.09.1983, Qupperneq 60
230 LÆKNABLADID kviðnum og síðan endurtaka aðgerð eftir geislameðferð og/eða lyfjameðferð (18, 19). Rannsóknir frá Lundi benda til að síðari kosturinn sé allt eins heppilegur, par sem ná megi allgóðum árangri með endurtekinni að- gerð eftir geislameðferð (35) eða lyfjameðferð með tveimur lyfjum (Adriamycin ■+• Alkeran) (36). Þessi árangur virðist engu síðri en sá árangur, sem náðst hefur við mjög víðtækar og oft umfangsmiklar aðgerðir pegar við fyrstu skurðaðgerð (14). Geislamedferd hefur verið notuð við pess- um sjúkdómi síðan árið 1912. Fyrst var geisla- svæðið oftast takmarkað við grindarhol, en rannsóknir á seinni árum sýna að vanmat (understaging) er algengt vegna hulinna mein- varpa (occult metastasis) í sogæðaeitlum í kviðarholi og upp við pindarhvolf, jafnvel í æxlum er virðast á stigi I (37). Tíðni hulinna meinvarpa á stigi I virðist pó mest bundin illa sérgreindum æxlum (38). Pað er pví Ijóst að eigi að beita geislameðferð, veröur að meðhöndla bæði grindar- og kviðarhol upp fyrir pindarhvolf, nema ef um er að ræða vel sérgreind æxli á stigi I. Flestir eru sammála um að geislameðferð sé ekki ráðleg í sjúklingum með stór restæxli (> 2 cm) (14), nema til að gera stór óskurðtæk æxli í grindarholi skurðtæk (18, 35). Góður árangur hefur aftur á móti fengist við notkun geislameðferðar í sjúklingum með lítil eða engin restæxli eftir aðgerð (14, 39). Við slíka geisiameðferð hefur aðallega verið beitt tvennskonar geislatækni. Munur á pessum aðferðum er sá að með annarri er allt grindar- og kviðarhol geislað samtímis (open-field), en með hinni er aðeins lítill hluti af grindar- og kviðarholi geislaður daglega (moving strip). Hefur verið talið að gefa megi hærri dag- skammta með síðarnefndu tækninni, auk pess sem sjúklingar poli pá geislun betur og áhrif geislunar á æxlið séu betri. Bestur árangur í geislameðferð sjúklinga með lítil eða engin restæxli eftir skurðaðgerð hefur jafnframt fengist á deildum par sem slíkri tækni er beitt (14, 39). Þessar deildir nota jafnframt geisla- tæki sem ekki eru til staðar hér á landi (línu- hraðarar). Um geislun og áhrif hennar á æxlisvef og heilbrigðan vef er vísað annað (40). Lyfjamedferd hefur verið notuð síðan í byrjun 6. áratugsins. Alkylating efni (Alkeran, Sendoxan, Treosulfan o.fl.) hafa mest verið notuð. Önnur lyf, sem sögð eru hafa áhrif á eggjastokkakrabbamein, eru Adriamycin með- al antimitotic antibiotica, Fluorouracil og Me- thotrexate meðal antimetabolita og Hexame- thylmelamine og Cisplatinum meðal annarra lyfja (41). Um efnafræðilega byggingu og áhrif pessara lyfja er vísað annað (42). Hvað varðar meðferð sjúklinga á hærri stigum sjúkdómsins ber flestum saman um að hjá sjúklingum með stór restæxli eftir skurð- aðgerð sé lyfjameðferð ákjósanlegust (14, 43, 44). Lyfjameðferð með fleiri en einu lyfi (combination-lyfjameðferð) hefur verið sögð gefa betri árangur en meðferð með einu lyfi (43, 45). Þetta hefur meðal annars verið sýnt fram á í rannsókn frá Lundi, par sem lyfjameð- ferð með Adriamycin og Alkeran gaf mun betri árangur en meðferð með Alkeran einu saman í sjúklingum, sem höfðu átór restæxli og illa sérgreinda vefjagerð (36). Mismunandi skoðanir eru á bestu meðferð eftir skurðað- gerð í sjúklingum með lítil eða engin restæxli. Margir vilja halda á loft nytsemi geislameð- ferðar (14), meðan aðrir segja að samsett lyfjameðferð hafi best áhrif í sjúklingum með lítil eða engin restæxli eftir aðgerð (17, 43). Ó- háð pessum breytilegu skoðunum má pó full- yrða að bæði geislameðferð og lyfjameðferð- bætir lifun peirra sjúklinga, sem hafa lítil eða engin restæxli eftir aðgerð (14, 17, 33). Lyfjameðferð á undan geislameðferð, til að minnka æxli og slá út smá fjarmeinvörp utan geislasvæðis hefur ekki reynst hafa neina kosti (35, 46, 47), en lyfjameðferð að lokinni geisla- meðferð hefur aftur á móti verið talin heppi- leg (35, 46). Hvað varðar meðferð sjúklinga á fyrstu stigum sjúkdómsins, pá gildir pað sama og að ofan greinir að skoðanir eru skiptar hvort nota eigi lyfjameðferð eða geislameðferð ef sjúklingur hefur engin eða lítil æxli eftir skurðaðgerðina (11, 14, 48, 49). Ef lyfjameð- ferð hefur verið notuð á pessum stigum hafa aðallega verið notuð Alkylating lyf, en pessi lyf hafa reynst heldur haldlítil í illa sérgreind- um æxlum (50). Góður árangur með fleiri en einu lyfi á hærri stigum sjúkdómsins (43, 45), bendir pó til að nota megi fleiri lyf samtímis á fyrstu stigum sjúkdómsins (51) aðallega pegar um er að ræða illa sérgreind æxli. Þó enn séu skiptar skoðanir um bestu meðferð á stigi I og II, pá eru æ fleiri, sem halda pví fram að sjúklingar með vel sérgreind æxli á stigi I purfi ekki frekari meðferð eftir skurðaðgerð, ef æxlisslíður er heilt og ekki er æxlisvöxtur utan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.