Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐID 69,277-285,1983 277 Páll Árdal SAMÚÐ SEM SKILNINGUR INNGANGUR Ég er að sjálfsögu mjög þakklátur forráða- mönnum Dungalssjóðs fyrir rausnarlegt boð til að halda hér fyrirlestur um eitthvert efni, sem tengt er læknisfræðilegri siðfræði. Pað vill svo til, að þótt ég hafi alla ævi fengist við kennslu og fyrirlestrahald, hef ég aldrei haldið fyrirlestur á íslensku í Reykjavík, ef frá eru taldir þrír útvarþsfyrirlestrar. Eftir langa umhugsun um val á efni, ákvað ég að nota þetta einstaka tækifæri til þess að segja hér frá því, hvað ég hef sjálfur gert og er að gera, til þess að auka skilning á og bæta læknishjálþ og hjúkrun. Ég mun tala marg- raddað, ef svo má að orði komast: með rödd heimsþekings, kennara, sjúklings og formanns félags Parkinsonsjúklinga í Kingston, Ontario. Af þessum sökum verður þetta ekki venju- legur heimsþekifyrirlestur. Flest dæmin, sem ég tek máli mínu til stuðnings, eru úr eigin reynslu og það sem ég segi, er að mörgu leyti miklu þersónulegra, en venjulega er talið hæfa heim- sþekilegum vangaveltum. Mér er sagt, að heimsþekingar eigi að vera háfleygir, en há- fleyg rödd heimsþekingsins er aðeins ein af fjórum röddum, sem ég mun nota í dag. Pað er jafnvel hætt við því að ykkur finnist heim- spekirödd mín frekar lágfleyg en háfleyg. Fyrst mun ég reyna að benda á mikilvægi skilningsríkrar samúðar í hjúkrun og læknis- hjálp, en um þetta hélt ég fyrirlestur fyrir nokkrum árum, sem ég nefni á ensku »Of sympathetic Imagination«. Var fyrirlesturinn birtur í bók með nafninu Understanding Hu- man Emotions (Hvers eðlis eru ástríður mannsins?) Bókin var gefin út af Bowling Green University í Ohio og er fyrsta bindi í bókaflokki um nytsama heimspeki. Síðan mun ég segja frá því hvað ég hef gert og er að gera til þess að bæta kennslu, ekki einungis lækna og hjúkrunarliðs, heldur einnig Níelsar Dungals fyrirlestur 1982. Barst ritstjórn 03/03/83. Höfundur er prófessor við Queen’s University, Kingston, Ontario, Kanada. sjúklinga og almennings, með notkun hljóð- varps og sjónvarps. Að lokum mun ég leyfa ykkur að heyra þátt, sem ég kalla á ensku »The Games«, á íslensku »Leikarnir«. Á ensku spólunni er inngangur um Parkinsonisma, sem ætlaður er til þess að auðvelda skilning á leikþættinum, en ég mun segja nokkur orð um Parkinsonisma og Parkinsonfélag okkar. I Með vísindalegum rannsóknum hefur maður- inn öðlast þekkingu sem hann hefur notfært sér til tækniþróunar, en hún gerir mögulegar margskonar breytingar á gangi mála í veröld- inni. Tækni eykur vald, en valdi fylgir ábyrgð. Læknavísindi, svo kölluð, setja mark sitt á líf manna vegna þeirrar tækni, sem byggð er á þeim. Nú er hægt að lækna ýmsa smitandi sjúkdóma með lyfjum og beita flóknum tækj- um til þess að halda lífi í fólki lengur en áður. Meiri áhersla er nú lögð á það, að menn beri ábyrgð á heilsufari sínu. Sjúkdómar eru taldir miklu oftar sjálfgerðir: menn reykja of mikið, éta of mikið eða éta ekki rétta fæðu; þjóðfé- lagið í heild er einnig gagnrýnt fyrir að koma ekki í veg fyrir mengun umhverfisins, en hún er talin valda ýmsum kvillum. Langmest áber- andi er þó sú skoðun, að heilsuleysi sýni ósið- læti, veika lund eða vítavert hirðuleysi. Vissulega er það ekkert nýtt að læknar leggi sjúklingnum prestleg siðaboð. Þannig fékk ég ekki mikla samúð frá gömlum skozkum lækni, þegar ég kvartaði yfir magaverkjum. Ég gat varla búist við öðru. Magaverkir voru mér makleg málagjöld. Enginn í fjölskyldu hans hafði nokkurn tímann haft magakvilla, en þeir reyktu heldur ekki, drukku hvorki bjór né brennivín, og það sem ef til vill var mest um vert, átu hafragraut á hverjum morgni. Þótt vel geti stundum tekist að bæta heilsu manna, með því að fá þá til að skammast sín fyrir óhollar lífsvenjur, verður að beita þessari aðferð með varkárni, því sjúklingar verða tregari til þess að trúa lækninum fyrir ýmsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.